Þetta eru heitustu pottarnir á höfuðborgarsvæðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2022 20:00 Samkvæmt gagnaöflun fréttastofu eru heitustu pottarnir í Laugardalslaug og á Seltjarnarnesi þeir heitustu á höfuðborgarsvæðinu - og sá heitasti í Vesturbæjarlaug fylgir fast á hæla þeirra. Heitasti potturinn er sá eini sem virkar á lúna líkama, að mati gesta Vesturbæjarlaugar sem fagna opnun hans eftir yfirhalningu. Almennt myndist einstök stemning í heitustu pottum borgarinnar - og við komumst að því hvar þann allra heitasta er að finna. „Það eru margir sem koma hingað sérstaklega til að fara í þennan pott,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðuman Vesturbæjarlaugar. Og manstu eftir viðlíka viðbrögðum og þegar þið tilkynntuð að búið væri að opna hann aftur? „Nei, ég hef held ég aldrei fengið jafn mörg „like“ á jafnstuttum tíma og þegar ég tilkynnti á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar að hann væri búinn að opna. Þannig að það var mikil gleði.“ Og undir þetta taka fastagestirnir sjálfir. Hið hefðbundnara pottahitastig, 38-40 gráður, sé einfaldlega of lágt. Viðtöl við pottverja má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. En hver er heitastur? Heitasti potturinn í Vesturbæjarlaug mælist yfirleitt 43,5 gráður. En er hann sá heitasti á höfuðborgarsvæðinu, eins og margir gestir laugarinnar vilja meina? Fréttastofa hafði samband við allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt þeirri gagnaöflun mælast pottar í sjö sundlaugum að staðaldri 43 gráður eða heitari; í Suðurbæjarlaug, Lágafellslaug, Grafarvogslaug, Dalslaug, Vesturbæjarlaug - og á toppnum tróna pottarnir í Sundlaug Seltjarnarness og Laugardalslaug – 44 stig hvor. Kulsæknir íbúar höfuðborgarsvæðisins vita þá hvert skal sækja skilvirkustu upphitunina. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir dæmigert hitastig heitustu potta sundlauga höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt upplýsingum frá sundlaugunum sjálfum: Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5 Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
„Það eru margir sem koma hingað sérstaklega til að fara í þennan pott,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðuman Vesturbæjarlaugar. Og manstu eftir viðlíka viðbrögðum og þegar þið tilkynntuð að búið væri að opna hann aftur? „Nei, ég hef held ég aldrei fengið jafn mörg „like“ á jafnstuttum tíma og þegar ég tilkynnti á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar að hann væri búinn að opna. Þannig að það var mikil gleði.“ Og undir þetta taka fastagestirnir sjálfir. Hið hefðbundnara pottahitastig, 38-40 gráður, sé einfaldlega of lágt. Viðtöl við pottverja má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. En hver er heitastur? Heitasti potturinn í Vesturbæjarlaug mælist yfirleitt 43,5 gráður. En er hann sá heitasti á höfuðborgarsvæðinu, eins og margir gestir laugarinnar vilja meina? Fréttastofa hafði samband við allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt þeirri gagnaöflun mælast pottar í sjö sundlaugum að staðaldri 43 gráður eða heitari; í Suðurbæjarlaug, Lágafellslaug, Grafarvogslaug, Dalslaug, Vesturbæjarlaug - og á toppnum tróna pottarnir í Sundlaug Seltjarnarness og Laugardalslaug – 44 stig hvor. Kulsæknir íbúar höfuðborgarsvæðisins vita þá hvert skal sækja skilvirkustu upphitunina. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir dæmigert hitastig heitustu potta sundlauga höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt upplýsingum frá sundlaugunum sjálfum: Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5
Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5
Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira