Gætu sameinað krafta sína á nýjan leik í von um að steypa Stríðsmönnunum af stóli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 07:30 Gætu þessir tveir leikið saman í gulu á næstu leiktíð? Mike Stobe/Getty Images Kyrie Irving, leikstjórnandi Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, virðist vera að hugsa sér til hreyfings. Hefur Los Angeles Lakers verið nefnt til sögunnar en það þýðir að Kyrie og Lebron James gætu endurtekið söguna og steypt Golden State Warriors af stóli. Kyrie Irving og LeBron James skráðu sig saman í sögubækurnar þegar þeir fóru fyrir liði Cleveland Cavaliers árið 2016. Liðið var 1-3 undir gegn Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar en kom á einhvern ótrúlegan hátt til baka og vann meistaratitilinn eftir þrjá sigra í röð. Ári síðar var liðið í úrslitum á nýjan leik en þá hefndi Golden State fyrir tapið ári áður. Í kjölfarið ákvað Kyrie að hann vildi yfirgefa Cavaliers. Fór hann til Boston Celtics sumarið 2017 og svo Brooklyn Nets tveimur árum síðar. Could Kyrie Irving reunite with LeBron James in Los Angeles?@joevardon covered their stint together with the Cavs.Here s a look at how it unfolded the first time: https://t.co/0voYewFo8G pic.twitter.com/oaNklp5m8g— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) June 21, 2022 Þó svo að Irving hafi sagt í apríl á þessu ári að hann væri ekki að fara fet virðist nú vera komið annað hljóð í skrokkinn. Samningur Kyrie við Nets rennur út 29. júní næstkomandi og sem stendur virðast litlar sem engar líkur á að því að hann verði leikmaður liðsins á næstu leiktíð. Aðallega hafa þrjú lið verið nefnd til sögunnar sem næsti áfangastaður leikstjórnandans sérvitra. Um er að ræða Los Angeles liðin tvö og svo New York Knicks. Án þess að fara of djúpt í samninga NBA-deildarinnar og hvernig hægt er að skipta leikmönnum milli félaga er ljóst að Lakers getur aðeins fengið Irving í sínar raðir ef hann semur við Nets og lætur svo skipta sér til Englaborgarinnar. The Los Angeles Lakers are considered the "most significant threat" for Kyrie Irving, per Woj on NBA Today#NBATwitter #LakeShow pic.twitter.com/aMM7BjwPig— (@_Talkin_NBA) June 22, 2022 Það virðist vera raunhæfur möguleiki og því gætu LeBron og Kyrie, ásamt Anthony Davis, gert atlögu að Golden State Warriors. Það er ef allir haldast heilir og veirulausir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Kyrie Irving og LeBron James skráðu sig saman í sögubækurnar þegar þeir fóru fyrir liði Cleveland Cavaliers árið 2016. Liðið var 1-3 undir gegn Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar en kom á einhvern ótrúlegan hátt til baka og vann meistaratitilinn eftir þrjá sigra í röð. Ári síðar var liðið í úrslitum á nýjan leik en þá hefndi Golden State fyrir tapið ári áður. Í kjölfarið ákvað Kyrie að hann vildi yfirgefa Cavaliers. Fór hann til Boston Celtics sumarið 2017 og svo Brooklyn Nets tveimur árum síðar. Could Kyrie Irving reunite with LeBron James in Los Angeles?@joevardon covered their stint together with the Cavs.Here s a look at how it unfolded the first time: https://t.co/0voYewFo8G pic.twitter.com/oaNklp5m8g— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) June 21, 2022 Þó svo að Irving hafi sagt í apríl á þessu ári að hann væri ekki að fara fet virðist nú vera komið annað hljóð í skrokkinn. Samningur Kyrie við Nets rennur út 29. júní næstkomandi og sem stendur virðast litlar sem engar líkur á að því að hann verði leikmaður liðsins á næstu leiktíð. Aðallega hafa þrjú lið verið nefnd til sögunnar sem næsti áfangastaður leikstjórnandans sérvitra. Um er að ræða Los Angeles liðin tvö og svo New York Knicks. Án þess að fara of djúpt í samninga NBA-deildarinnar og hvernig hægt er að skipta leikmönnum milli félaga er ljóst að Lakers getur aðeins fengið Irving í sínar raðir ef hann semur við Nets og lætur svo skipta sér til Englaborgarinnar. The Los Angeles Lakers are considered the "most significant threat" for Kyrie Irving, per Woj on NBA Today#NBATwitter #LakeShow pic.twitter.com/aMM7BjwPig— (@_Talkin_NBA) June 22, 2022 Það virðist vera raunhæfur möguleiki og því gætu LeBron og Kyrie, ásamt Anthony Davis, gert atlögu að Golden State Warriors. Það er ef allir haldast heilir og veirulausir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira