„Að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 12:01 Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach en liðið vann sér inn sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Twitter@vfl_gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson náði fantaárangri í vetur sem þjálfari Gummersbach í þýsku B-deildinni í handbolta. Hann er á sínu öðru tímabili með liðið og mun stýra liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. „Við unnum deildina nokkuð örugglega og náðum okkar markmiðmiðum og ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Guðjón Valur er staddur hér á landi vegna MasterCoach-námskeiðs en um er að ræða hæstu gráðu handboltaþjálfunar. „Yfirburðirnir voru kannski meiri en ég gerði ráð fyrir. Það voru fjögur lið sem féllu niður í fyrra, ég vonaðist til að við myndum vera í toppbaráttunni og spila um annað tveggja sæta til að komast upp um deild. En að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um. Það var sætt, við vorum komnir upp fyrir rúmum mánuði síðan en það voru önnur vandamál sem tóku við þá.“ Guðjón Valur var valinn þjálfari ársins. Hann segir þjálfarastarfið býsna ólíkt því að vera leikmaður. „Það er mjög gaman á sinn fallega hátt líka verð ég að segja. Ég hef virkilega gaman af þessu. Maður var duglegur að skrifa niður og punkta hjá sér þegar maður var sjálfur að spila. Ég hef ákveðna hugmynd um hvernig handbolta ég vill spila og hvernig leikmenn ég vill hafa í mínu liði en það eru alltaf einhverjar hraðahindranir á leiðinni og hvaða leiðir eru bestar til að ná árangri eru ótrúlega margar þannig.“ „Ég veit hversu vitlaus ég er.“ „Svo er ég heppinn, ég er með góða lærifeður sem ég hef leyfi að hringja í og spyrja spurninga þegar maður er í vandræðum. Þetta er lærdómur á hverjum degi, það er það skemmtilega við þetta. Ég er langt því frá að vita allt saman og vonandi einn af mínum styrkjum að ég veit af því, ég veit hversu vitlaus ég er.“ Stökkið er stórt úr B-deild upp í stærstu deild Evrópu, þýsku úrvalsdeildina. Guðjón Valur kveðst þó ekki vera farast úr áhyggjum. „Við erum búnir að loka leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Sumarfríið eru einhverjir dagar, skipulagning á undirbúningi er búin. Við erum búnir að festa alla okkar æfinga-, leiki, mót, búðir og svo framvegis. Svo kemur bara hitt í ljós síðar, hvar við stöndum og hversu góðir við erum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, að lokum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
„Við unnum deildina nokkuð örugglega og náðum okkar markmiðmiðum og ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Guðjón Valur er staddur hér á landi vegna MasterCoach-námskeiðs en um er að ræða hæstu gráðu handboltaþjálfunar. „Yfirburðirnir voru kannski meiri en ég gerði ráð fyrir. Það voru fjögur lið sem féllu niður í fyrra, ég vonaðist til að við myndum vera í toppbaráttunni og spila um annað tveggja sæta til að komast upp um deild. En að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um. Það var sætt, við vorum komnir upp fyrir rúmum mánuði síðan en það voru önnur vandamál sem tóku við þá.“ Guðjón Valur var valinn þjálfari ársins. Hann segir þjálfarastarfið býsna ólíkt því að vera leikmaður. „Það er mjög gaman á sinn fallega hátt líka verð ég að segja. Ég hef virkilega gaman af þessu. Maður var duglegur að skrifa niður og punkta hjá sér þegar maður var sjálfur að spila. Ég hef ákveðna hugmynd um hvernig handbolta ég vill spila og hvernig leikmenn ég vill hafa í mínu liði en það eru alltaf einhverjar hraðahindranir á leiðinni og hvaða leiðir eru bestar til að ná árangri eru ótrúlega margar þannig.“ „Ég veit hversu vitlaus ég er.“ „Svo er ég heppinn, ég er með góða lærifeður sem ég hef leyfi að hringja í og spyrja spurninga þegar maður er í vandræðum. Þetta er lærdómur á hverjum degi, það er það skemmtilega við þetta. Ég er langt því frá að vita allt saman og vonandi einn af mínum styrkjum að ég veit af því, ég veit hversu vitlaus ég er.“ Stökkið er stórt úr B-deild upp í stærstu deild Evrópu, þýsku úrvalsdeildina. Guðjón Valur kveðst þó ekki vera farast úr áhyggjum. „Við erum búnir að loka leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Sumarfríið eru einhverjir dagar, skipulagning á undirbúningi er búin. Við erum búnir að festa alla okkar æfinga-, leiki, mót, búðir og svo framvegis. Svo kemur bara hitt í ljós síðar, hvar við stöndum og hversu góðir við erum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, að lokum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti