„Fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur“ Snorri Másson skrifar 17. júní 2022 20:47 Á annað hundrað björgunarsveitarmanna af öllu Suðurlandi og víðar að tóku þátt í einni umfangsmestu aðgerð síðari tíma á Vatnajökli í nótt. Hópi fjórtán göngumanna var bjargað úr virkilega erfiðum aðstæðum. Ástandið var orðið krítískt. Það var tólf manna hópur pólskra kvenna ásamt tveimur leiðsögumönnum frá íslensku fyrirtæki sem lögðu af stað upp á Hvannadalshnjúk um miðja nótt aðfararnótt fimmtudags. Ætla má að hópurinn hafi verið kominn upp á topp um hádegi á fimmtudegi og svo var haldið aftur niður. Það var á leiðinni niður sem staðsetningarbúnaðurinn brást, hópurinn gat ekki haldið áfram og kallaði eftir hjálp. „Fyrstu upplýsingarnar sem við fengum þá leit þetta út fyrir að vera frekar einfalt, þótt það sé ekkert einfalt þarna uppi. En fljótlega þegar sleðamennirnir koma upp að jökli og eru að græja sig þar, færist þetta í þá áttina að þetta verði frekar flókið,“ segir Jens Olsen, varaformaður Björgunarfélags Hornafjarðar. „Þetta var hiti við frostmark, rigning, slydda og snjókoma, þannig að þetta voru ekki góðar aðstæður og skyggnið var bara ekki neitt,“ segir Jens. Aðstæður voru virkilega krefjandi við björgunaraðgerðir á Vatnajökli í nótt.Aðsend mynd Það er ekkert grín að koma fjórtán manns niður af jökli; sem gerði þetta tímafrekt. Klukkan þrjú í dag, um einum og hálfum sólarhring eftir að lagt var af stað, hafði öllu fólkinu verið komið niður úr fjalli og til Hafnar í Hornafirði. „Fólk var orðið nokkuð bratt þegar það kom niður. En þegar það var komið að þeim uppi á jökli var fólkinu mjög kalt og ástandið var farið að verða nokkuð krítískt þarna uppi,“ segir Jens. „Ég held að fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur og ég held að það séu allir fegnir því að þetta hafi farið svona vel. Þetta hefði getað farið miklu verr.“ Næstu dögum ver hópurinn í að jafna sig eftir það sem margir telja eitt mesta björgunarafrek á jöklinum í langan tíma. Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. 17. júní 2022 08:30 Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. 16. júní 2022 22:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Það var tólf manna hópur pólskra kvenna ásamt tveimur leiðsögumönnum frá íslensku fyrirtæki sem lögðu af stað upp á Hvannadalshnjúk um miðja nótt aðfararnótt fimmtudags. Ætla má að hópurinn hafi verið kominn upp á topp um hádegi á fimmtudegi og svo var haldið aftur niður. Það var á leiðinni niður sem staðsetningarbúnaðurinn brást, hópurinn gat ekki haldið áfram og kallaði eftir hjálp. „Fyrstu upplýsingarnar sem við fengum þá leit þetta út fyrir að vera frekar einfalt, þótt það sé ekkert einfalt þarna uppi. En fljótlega þegar sleðamennirnir koma upp að jökli og eru að græja sig þar, færist þetta í þá áttina að þetta verði frekar flókið,“ segir Jens Olsen, varaformaður Björgunarfélags Hornafjarðar. „Þetta var hiti við frostmark, rigning, slydda og snjókoma, þannig að þetta voru ekki góðar aðstæður og skyggnið var bara ekki neitt,“ segir Jens. Aðstæður voru virkilega krefjandi við björgunaraðgerðir á Vatnajökli í nótt.Aðsend mynd Það er ekkert grín að koma fjórtán manns niður af jökli; sem gerði þetta tímafrekt. Klukkan þrjú í dag, um einum og hálfum sólarhring eftir að lagt var af stað, hafði öllu fólkinu verið komið niður úr fjalli og til Hafnar í Hornafirði. „Fólk var orðið nokkuð bratt þegar það kom niður. En þegar það var komið að þeim uppi á jökli var fólkinu mjög kalt og ástandið var farið að verða nokkuð krítískt þarna uppi,“ segir Jens. „Ég held að fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur og ég held að það séu allir fegnir því að þetta hafi farið svona vel. Þetta hefði getað farið miklu verr.“ Næstu dögum ver hópurinn í að jafna sig eftir það sem margir telja eitt mesta björgunarafrek á jöklinum í langan tíma.
Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. 17. júní 2022 08:30 Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. 16. júní 2022 22:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. 17. júní 2022 08:30
Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. 16. júní 2022 22:00