Hugum vel að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu – þannig græða allir Bryndís Skarphéðinsdóttir og Margrét Wendt skrifa 15. júní 2022 11:30 Eftir tvö erfið ár fyrir íslenska ferðaþjónustu blasa við bjartari tímar. Allt stefnir í annasamt sumar og mörg fyrirtæki hafa staðið í ströngu við ráðningar á nýju starfsfólki. Öll viljum við taka vel á móti gestunum okkar og veita faglega þjónustu, en til þess þarf að tryggja að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun. Af hverju ættu ferðaþjónustufyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks? Starfsfólk í ferðaþjónustu er oft ráðið tímabundið til þess að sinna störfum yfir sumartímann. Jafnframt hefur hlutfall erlends starfsfólks í greininni hækkað. Oft er því litið svo á að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu borgi sig ekki: Af hverju eiga fyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks, ef það snýr mögulega ekki aftur til starfa? Svarið við þessari spurningu er hins vegar afar einfalt. Góð fræðsla og þjálfun starfsfólks skiptir gríðarlega miklu máli fyrir velgengni fyrirtækja, því hún eykur ánægju viðskiptavina jafnt sem starfsfólks. Starfsfólk sem hefur fengið góða þjálfun er betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini. Með góðri móttöku og þjálfun starfsfólks getur fyrirtæki jafnframt dregið úr starfsmannaveltu og orðið að eftirsóknarverðum vinnustað. „Starfsfólkið er okkar mesti auður“ Á dögunum stóðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir Menntamorgni. Á fundinum fór Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri Gentle Giants, yfir fræðslu- og þjálfunarmál og sagði: „Starfsfólkið er okkar mesti auður og með góðri þjálfun og áherslu á menntamál fyrirtækisins þá búum við til eftirsóknarvert starfsumhverfi og við gefum okkar fólki tæki og tól til að takast á við margar áskoranir sem upp geta komið.“ Þjálfun starfsfólks skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja, eins og kom fram í máli Þóris Erlingssonar, framkvæmdastjóra Tailwind og reynslubolta í íslenskri ferðaþjónustu. Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar hélt hann erindi um mikilvægi menntunar, fræðslu og þjálfunar og sagði að „menntun, fræðsla og þjálfun eru lykillinn að auknum gæðum, hamingjusamari viðskiptavinum, hamingjusamara starfsfólki og aukinni arðsemi“. En felur þjálfun starfsfólks ekki alltaf í sér ákveðinn kostnað? Vissulega felur þjálfun starfsfólks í sér kostnað, en á móti kemur að góð þjálfun eykur gæði, ýtir undir ánægju viðskiptavina og dregur úr starfsmannaveltu. Allt eykur þetta arðsemi fyrirtækja. Auk þess geta fyrirtæki sótt um niðurgreiðslu fyrir fræðslu hjá starfsmenntasjóðum í gegnum Áttina (áttin.is) og þannig dregið verulega úr kostnaði. Sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur heimsótt fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki víðsvegar um landið og aðstoðað þau við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Reynslan hefur sýnt að fyrirtæki sem leggja ríka áherslu á fræðslu ná umfangsmiklum árangri. Sem dæmi má nefna hótel þar sem skorið á booking.com fór úr 7.9 í 8.3 á innan við sex mánuðum. Annað dæmi er af ferðaþjónustufyrirtæki þar sem sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið. Fyrirtæki sem vilja ná raunverulegum árangri þurfa því að gera þjálfun starfsfólks hátt undir höfði. Fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu Til þess að auðvelda móttöku nýs starfsfólks hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar í samstarfi við Ferðamálastofu þróað efni sem nýtist við þjálfun starfsfólks. Um er að ræða upplýsingavef á hæfni.is, þar sem stjórnendur jafnt sem starfsfólk geta nálgast gagnlegt fræðsluefni sem aðgengilegt er á nokkrum tungumálum. Stjórnendur í ferðaþjónustu geta kynnt sér móttökuferli nýliða í einföldum skrefum, ásamt ítarlegum gátlista. Jafnframt er þar að finna gagnlegt efni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu, svo sem leiðbeiningar sem auðvelda ráðningu erlends starfsfólks og upplýsingar um námskeið í boði. Núna er ferðaþjónustan komin á fullt fyrir sumarið. Þó er mikilvægt er að staldra við og huga að þjálfun og móttöku nýs starfsfólks því þannig græða allir. Með góðri þjálfun eykst jákvæð upplifun starfsfólks jafnt sem viðskiptavina sem skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja. Þannig stuðlum við saman að gæðum og velgengni íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Höfundar eru sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Eftir tvö erfið ár fyrir íslenska ferðaþjónustu blasa við bjartari tímar. Allt stefnir í annasamt sumar og mörg fyrirtæki hafa staðið í ströngu við ráðningar á nýju starfsfólki. Öll viljum við taka vel á móti gestunum okkar og veita faglega þjónustu, en til þess þarf að tryggja að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun. Af hverju ættu ferðaþjónustufyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks? Starfsfólk í ferðaþjónustu er oft ráðið tímabundið til þess að sinna störfum yfir sumartímann. Jafnframt hefur hlutfall erlends starfsfólks í greininni hækkað. Oft er því litið svo á að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu borgi sig ekki: Af hverju eiga fyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks, ef það snýr mögulega ekki aftur til starfa? Svarið við þessari spurningu er hins vegar afar einfalt. Góð fræðsla og þjálfun starfsfólks skiptir gríðarlega miklu máli fyrir velgengni fyrirtækja, því hún eykur ánægju viðskiptavina jafnt sem starfsfólks. Starfsfólk sem hefur fengið góða þjálfun er betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini. Með góðri móttöku og þjálfun starfsfólks getur fyrirtæki jafnframt dregið úr starfsmannaveltu og orðið að eftirsóknarverðum vinnustað. „Starfsfólkið er okkar mesti auður“ Á dögunum stóðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir Menntamorgni. Á fundinum fór Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri Gentle Giants, yfir fræðslu- og þjálfunarmál og sagði: „Starfsfólkið er okkar mesti auður og með góðri þjálfun og áherslu á menntamál fyrirtækisins þá búum við til eftirsóknarvert starfsumhverfi og við gefum okkar fólki tæki og tól til að takast á við margar áskoranir sem upp geta komið.“ Þjálfun starfsfólks skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja, eins og kom fram í máli Þóris Erlingssonar, framkvæmdastjóra Tailwind og reynslubolta í íslenskri ferðaþjónustu. Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar hélt hann erindi um mikilvægi menntunar, fræðslu og þjálfunar og sagði að „menntun, fræðsla og þjálfun eru lykillinn að auknum gæðum, hamingjusamari viðskiptavinum, hamingjusamara starfsfólki og aukinni arðsemi“. En felur þjálfun starfsfólks ekki alltaf í sér ákveðinn kostnað? Vissulega felur þjálfun starfsfólks í sér kostnað, en á móti kemur að góð þjálfun eykur gæði, ýtir undir ánægju viðskiptavina og dregur úr starfsmannaveltu. Allt eykur þetta arðsemi fyrirtækja. Auk þess geta fyrirtæki sótt um niðurgreiðslu fyrir fræðslu hjá starfsmenntasjóðum í gegnum Áttina (áttin.is) og þannig dregið verulega úr kostnaði. Sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur heimsótt fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki víðsvegar um landið og aðstoðað þau við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Reynslan hefur sýnt að fyrirtæki sem leggja ríka áherslu á fræðslu ná umfangsmiklum árangri. Sem dæmi má nefna hótel þar sem skorið á booking.com fór úr 7.9 í 8.3 á innan við sex mánuðum. Annað dæmi er af ferðaþjónustufyrirtæki þar sem sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið. Fyrirtæki sem vilja ná raunverulegum árangri þurfa því að gera þjálfun starfsfólks hátt undir höfði. Fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu Til þess að auðvelda móttöku nýs starfsfólks hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar í samstarfi við Ferðamálastofu þróað efni sem nýtist við þjálfun starfsfólks. Um er að ræða upplýsingavef á hæfni.is, þar sem stjórnendur jafnt sem starfsfólk geta nálgast gagnlegt fræðsluefni sem aðgengilegt er á nokkrum tungumálum. Stjórnendur í ferðaþjónustu geta kynnt sér móttökuferli nýliða í einföldum skrefum, ásamt ítarlegum gátlista. Jafnframt er þar að finna gagnlegt efni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu, svo sem leiðbeiningar sem auðvelda ráðningu erlends starfsfólks og upplýsingar um námskeið í boði. Núna er ferðaþjónustan komin á fullt fyrir sumarið. Þó er mikilvægt er að staldra við og huga að þjálfun og móttöku nýs starfsfólks því þannig græða allir. Með góðri þjálfun eykst jákvæð upplifun starfsfólks jafnt sem viðskiptavina sem skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja. Þannig stuðlum við saman að gæðum og velgengni íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Höfundar eru sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun