Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 07:30 Golden State Warriors þarf einn sigur í viðbót. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. Einvígið hefur verið hin besta skemmtun til þessa en Stephen Curry sá til þess að staðan var 2-2 eftir fjóra leiki en hann var hreint út sagt magnaður í síðasta leik. Nú var komið að öðrum leikmönnum Stríðsmannanna að stíga upp. Segja má að varnarleikur liðsins hafi skapað sigur kvöldsins en annan leikinn í röð tókst Boston ekki að komast í þriggja stafa tölu. Varnarleikurinn í fyrsta leikhluta skóp að vissu leyti sigurinn þar sem Boston skoraði aðeins 16 stig gegn 27 í honum. Munurinn í hálfleik var tólf stig, 51-39. Í síðari hálfleik hins vegar vaknaði Boston liðið og gerði verulegt áhlaup. Liðið raðaði niður stigum og komst yfir í þriðja leikhluta. Heimamenn rönkuðu hins vegar við sér og voru einu stigi yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins þökk sé ótrúlegu skoti Jordan Poole lengst utan af velli er flautan gall. Jordan Poole with another long-distance buzzer-beater on ABC! pic.twitter.com/zkrcFE2uxC— NBA (@NBA) June 14, 2022 Eftir það virtist allt loft úr gestunum frá Boston og Stríðsmennirnir fundu aftur taktinn. Fór það svo að Golden State Warriors unnu tíu stiga sigur, 104-94. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að vinna NBA deildina, eitthvað sem liðið hefur ekki gert síðan árið 2018. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði Golden State með 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Klay Thompson skoraði 21 stig og þá skoraði Stephen Curry 16 stig og gaf 8 stoðsendingar. Curry hitti ekki úr einu af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum með 27 stig og 10 fráköst á meðan Marcus Smart skoraði 20 stig og Jaylen Brown skoraði 18 og tók 9 fráköst. Sjötti leikur liðanna fer fram í Boston á aðfaranótt Þjóðveldisdagsins 17. júní. Heimamenn þurfa sigur þar til að koma einvíginu í oddaleik. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Einvígið hefur verið hin besta skemmtun til þessa en Stephen Curry sá til þess að staðan var 2-2 eftir fjóra leiki en hann var hreint út sagt magnaður í síðasta leik. Nú var komið að öðrum leikmönnum Stríðsmannanna að stíga upp. Segja má að varnarleikur liðsins hafi skapað sigur kvöldsins en annan leikinn í röð tókst Boston ekki að komast í þriggja stafa tölu. Varnarleikurinn í fyrsta leikhluta skóp að vissu leyti sigurinn þar sem Boston skoraði aðeins 16 stig gegn 27 í honum. Munurinn í hálfleik var tólf stig, 51-39. Í síðari hálfleik hins vegar vaknaði Boston liðið og gerði verulegt áhlaup. Liðið raðaði niður stigum og komst yfir í þriðja leikhluta. Heimamenn rönkuðu hins vegar við sér og voru einu stigi yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins þökk sé ótrúlegu skoti Jordan Poole lengst utan af velli er flautan gall. Jordan Poole with another long-distance buzzer-beater on ABC! pic.twitter.com/zkrcFE2uxC— NBA (@NBA) June 14, 2022 Eftir það virtist allt loft úr gestunum frá Boston og Stríðsmennirnir fundu aftur taktinn. Fór það svo að Golden State Warriors unnu tíu stiga sigur, 104-94. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að vinna NBA deildina, eitthvað sem liðið hefur ekki gert síðan árið 2018. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði Golden State með 26 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Klay Thompson skoraði 21 stig og þá skoraði Stephen Curry 16 stig og gaf 8 stoðsendingar. Curry hitti ekki úr einu af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Like Father, Like Son36 years after his father's clutch Game 5 performance in The Finals, Andrew Wiggins (26 PTS & 13 REB) led the @warriors to a Game 5 victory to take a 3-2 series lead in the #NBAFinals! https://t.co/2YMh63qA6W pic.twitter.com/dz7re0LSU6— NBA (@NBA) June 14, 2022 Hjá Boston var Jayson Tatum með 27 stig og 10 fráköst á meðan Marcus Smart skoraði 20 stig og Jaylen Brown skoraði 18 og tók 9 fráköst. Sjötti leikur liðanna fer fram í Boston á aðfaranótt Þjóðveldisdagsins 17. júní. Heimamenn þurfa sigur þar til að koma einvíginu í oddaleik.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira