Vilja stöðva Rússa í Donbas Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2022 12:17 Úkraínskir hermenn nærri Lysychansk. Getty/Marcus Yam Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geisað þar frá því innrásin hófst í febrúar en Rússar vonast til að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur og Úkraínumenn reyna að draga máttinn úr hermönnum Rússlands. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að beri Rússar sigur úr bítum gætu þeir sigrað stóran hluta af bestu hermönnum Úkraínu í héraðinu. Það gæti gert Rússum kleift að ná frekari landsvæði af Úkraínu og þvinga ráðamenn í Kænugarði til að viðurkenna landvinninga þeirra. Rússar hafa beint sjónum sínum að allri strandlengju Úkraínu við Svartahaf og þar á meðal borgir eins og Odessa. Rússneskir hermenn sóttu að henni í upphafi innrásarinnar en voru stöðvaðir við Mykolaiv. Úkraínumenn gætu aftur á móti stöðvað sókn Rússa og dregið verulega úr getu þeirra til lengri tíma. Rússar hafa hingað til virst eiga við manneklu að stríða og hafa átt í erfiðleikum með að fylla upp í raðir sínar, eins og farið er lauslega yfir hér neðar í Vaktinni. Það að stöðva Rússa gæti gert Úkraínumönnum kleift að gera umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum og reka þá á brott frá hernumdum svæðum. Til þess þyrftu Úkraínumenn þó áframhaldandi stuðning og vopnasendingar frá bandamönnum sínum í Vesturlöndum. Með allt stórskotaliðið á einum stað Eins og flestir vita ef til vill, þá einbeittu Rússar sér að Donbas í austurhluta Úkraínu eftir að sókn þeirra að Kænugarði misheppnaðist. Í austri búa Rússar yfir auknum yfirburðum og mun styttri birgðaleiðum sem auðveldar er fyrir þá að verja. Þá hafa Rússar reitt sig mun meira á stórskotalið en áður og beita yfirburðum sínum þar með því að vekja varnir Úkraínumanna verulega áður en þeir sækja fram. Þetta hefur skilað Rússum árangri, þó þeir hafi sótt tiltölulega hægt fram með þessum hætti. Einn sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við sagði Rússa hafa hópað saman öllu sínu stórskotaliði á einu svæði til að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Það gerðu þeir með því að jafna allt sem á vegi þeirra væri við jörðu og sækja fram yfir rústirnar. Reyna að halda aftur af Rússum Forsvarsmenn Úkraínumanna hafa lýst aðstæðum í Donbas sem verulega erfiðum og segjast vera að missa allt að tvö hundruð hermenn á dag. Markmið þeirra eru þó skýr. Þeir vilja halda aftur af Rússum eins lengi og þeir geta og í millitíðinni þjálfa upp fleiri hermenn og fá frekari vopnasendingar frá Vesturlöndum. Það vonast Úkraínumenn til að muni gera þeim mögulegt að reka Rússa á brott. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45 Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13 Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03 Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að beri Rússar sigur úr bítum gætu þeir sigrað stóran hluta af bestu hermönnum Úkraínu í héraðinu. Það gæti gert Rússum kleift að ná frekari landsvæði af Úkraínu og þvinga ráðamenn í Kænugarði til að viðurkenna landvinninga þeirra. Rússar hafa beint sjónum sínum að allri strandlengju Úkraínu við Svartahaf og þar á meðal borgir eins og Odessa. Rússneskir hermenn sóttu að henni í upphafi innrásarinnar en voru stöðvaðir við Mykolaiv. Úkraínumenn gætu aftur á móti stöðvað sókn Rússa og dregið verulega úr getu þeirra til lengri tíma. Rússar hafa hingað til virst eiga við manneklu að stríða og hafa átt í erfiðleikum með að fylla upp í raðir sínar, eins og farið er lauslega yfir hér neðar í Vaktinni. Það að stöðva Rússa gæti gert Úkraínumönnum kleift að gera umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum og reka þá á brott frá hernumdum svæðum. Til þess þyrftu Úkraínumenn þó áframhaldandi stuðning og vopnasendingar frá bandamönnum sínum í Vesturlöndum. Með allt stórskotaliðið á einum stað Eins og flestir vita ef til vill, þá einbeittu Rússar sér að Donbas í austurhluta Úkraínu eftir að sókn þeirra að Kænugarði misheppnaðist. Í austri búa Rússar yfir auknum yfirburðum og mun styttri birgðaleiðum sem auðveldar er fyrir þá að verja. Þá hafa Rússar reitt sig mun meira á stórskotalið en áður og beita yfirburðum sínum þar með því að vekja varnir Úkraínumanna verulega áður en þeir sækja fram. Þetta hefur skilað Rússum árangri, þó þeir hafi sótt tiltölulega hægt fram með þessum hætti. Einn sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við sagði Rússa hafa hópað saman öllu sínu stórskotaliði á einu svæði til að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Það gerðu þeir með því að jafna allt sem á vegi þeirra væri við jörðu og sækja fram yfir rústirnar. Reyna að halda aftur af Rússum Forsvarsmenn Úkraínumanna hafa lýst aðstæðum í Donbas sem verulega erfiðum og segjast vera að missa allt að tvö hundruð hermenn á dag. Markmið þeirra eru þó skýr. Þeir vilja halda aftur af Rússum eins lengi og þeir geta og í millitíðinni þjálfa upp fleiri hermenn og fá frekari vopnasendingar frá Vesturlöndum. Það vonast Úkraínumenn til að muni gera þeim mögulegt að reka Rússa á brott.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45 Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13 Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03 Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45
Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13
Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03
Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50