Sport

Valgerður laut í lægra haldi fyrir Ólympíumeistaranum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valgerður Guðsteinsdóttir þurfti að sætta sig við tap gegn Ólympíumeistaranum.
Valgerður Guðsteinsdóttir þurfti að sætta sig við tap gegn Ólympíumeistaranum. Instagram/@boxxer

Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir þurfti að sætta sig við tap gegn breska Ólympíumeistaranum Lauren Price á OVO Arena Wembley í London í gær.

Valgerður fékk bardagan á seinustu stundu eftir að andstæðingur Price stóðst ekki læknisskoðun. Valgerður hafði því rétt rúma viku til að æfinga fyrir bargagan.

Þetta var fyrsti atvinnumannabardagi Price á ferlinum, en Bretarnir binda miklar vonir við hana og telja að ferill hennar endi með margföldum heimsmeistaratitli.

Verkefnið var því ærið fyrir Valgerði, sem að lokum tapaði öllum sex lotunum. Price lenti góðu höggi strax í fyrstu lotu og Valgerður var í vandræðum það sem eftir var. Price var svo komin með fullkomna stjórn á bardaganum í þriðju lotu og vann að lokum nokkuð öruggan sigur.

Valgerður hefur nú unnið fimm og tapað þrem af seinustu átta bardögum sínum. Í samtali við Vísi á föstudaginn sagðist hún vita að þessi bardagi yrði krefjandi verkefni, en að hún myndi alltaf græða á honum, sama hvernig færi.

Box

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×