Innlent

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Samúel Karl Ólason skrifar
Reykjavíkurhöfn í birtingu.
Reykjavíkurhöfn í birtingu. Vísir/Vilhelm

Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi.

Klukkan hálf eitt fer skrúðganga af stað frá Hörpu með lúðrasveit í fararbroddi og gengið verður niður á Granda þar sem fjölbreytt dagskrá verður í boði.

Sem dæmi má nefna að strákarnir í Æði þáttunum á Stöð 2 fara í flökunarkeppni á svæði Brims á Granda klukkan tíu mínútur fyrir eitt. Fólk getur kynnt sér dagskrána í Reykjavík og kort af hátíðarsvæðinu nánar á vef sjómannadagsins í Reykjavík.

Í dag stefnir í sæmilegasta veður til að halda upp á sjómannadaginn. Veðrið verður heldur skárra sunnanlands en norðan. Þetta mun þó snúast við á morgun.

Sjá einnig: Von á viðsnúningi í veðri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×