Fótbolti

Depay mistókst að tryggja Hollandi sigurinn

Hjörvar Ólafsson skrifar
Memphis Depay skýtur boltanum framhjá úr vítaspyrnu í kvöld. 
Memphis Depay skýtur boltanum framhjá úr vítaspyrnu í kvöld.  Vísir/Getty

Tveir leikir fóru fram í riðli 4 í A-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í kvöld. Holland og Pólland áttust við og Walesverjar og Belgar leiddu saman hesta sína. Báðum leikjunum lyktaði með jafntefli. 

Denzel Dumfries og Davy Klaassen skoruðu mörk hollenska liðsins i 2-2 jafntefli gegn Póllandi. Matty Cash og Piotr Zielinski sáu hins vegar um markaskorunina fyrir pólska liðið. 

Memphis Depay fékk kjörið tækifæri til þess að tryggja sigurinn en honum brást bogalistin af vítapunktinum í uppbótartíma leiksins. 

Lokatölur í leik Wales og Belgíu urðu 1-1. Youri Tielemans kom Belgum yfir eftir undirbúning Michy Batshuayi. 

Það var svo Brennan Johnson sem sá til þess að Wales fengi stig en hann skoraði eftir stoðsendingu frá Aaron Ramsey. Þeir komu báðir inná sem varamenn í leiknum. 

Holland trónirá toppi riðilsins með sjö stig, Belgía og Pólland hafa fjögur stig hvort lið í öðru og þriðja sæti og Wales var í kvöld að næla sér í sitt fyrsta stig í riðlakeppninni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×