Fótbolti

Færeyjar svöruðu fyrir slæmt tap

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gunnar Nielsen og samherjar hans hjá Færeyjum unnu góðan sigur í dag. 
Gunnar Nielsen og samherjar hans hjá Færeyjum unnu góðan sigur í dag. 

Færeyjar unnu 2-1 sigur þegar liðið fékk Litáen í heimsókn til Þórshafnar í riðli 1 í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta karla í dag. 

Vinstri bakvörðurinn Viljormur Davidsen skoraði fyrra mark Færeyinga og miðvallarleikmaðurinn Jakup Biskopsto Andreasen sá til þess að heimamenn fengu stigin þrjú. 

Hallur Hansson, leikmaður KR, sem alla jafna er fyrirliði færeyska liðsins, hóf þennan leik á varamannabekknum en kom inná sem varamaður á 66. mínútu leiksins. 

Hallur var einn þeirra sem fékk væna gagnrýni fyrir spilamennsku sína í 1-0 tapinu gegn Lúxemborg í síðustu umferð riðlakeppninnar. 

Patrik Johannesen, framherji Keflvíkinga, spilaði fyrstu 83. mínútur leiksins fyrir Færeyjar og Gunnar Nielsen, markvörður FH, stóð allan tímann milli stangnnna hjá liðinu. 

Tyrkland og Lúxemborg hafa fullt hús stiga eftir tvo leiki en Færeyjar eru svo með þrjú stig og Litáen án stiga í riðlinum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×