Fótbolti

Gríðar­legt ó­­­sætti með frammi­­stöðuna: Fáum alltaf al­vöru leik með Arnar Þór sem þjálfara

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari Íslands.
Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Diego

Ísland marði San Marínó í vináttulandsleik í fótbolta í gærkvöld. Segja má að Twitter hafi logað á meðan leik stóð og eftir leik en frammistaða íslenska liðsins var ekki upp á marga fiska.

Kristján Óli Sigurðsson, einn af forsprökkum Þungavigtarinnar, lét gamminn - eða fingurna - geisa á meðan leik stóð sem og eftir leik. Vert er að minna á að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðsins, er einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.

Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Bestu markanna, lét þjálfarann einnig heyra það.

Gaupi sá ekki leikinn.

Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson gæti haft rétt fyrir sér hér.

Körfubolta og íþróttaofvitinn Sigurður Orri Kristjánsson biður bara um baráttu.

Einn og hálfur klukkutími í vaskinn.

Tökum það jákvæða úr leiknum.

Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, lét í sér heyra.

Leikmenn San Marínó spila í áhugamannadeild.

Gunnar Ormslev lýsti leiknum.

Leikmaður Víkinga skildi hvorki upp né niður.

Gefa fram á við takk.

Mögnuð staðreynd.


Tengdar fréttir

Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg

Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×