Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 15:08 Frá undirrituninni á Akranesi í dag. Akranes Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins segir að undirritunin sé fyrsta skrefið í uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins á Akranesi, sem einnig horfi til þess að vera með starfsemi á Grundartanga. Starfsemi Running Tide á Breiðinni verður í formi rannsóknar- og þróunarstarfs á sviði líftækni en fyrirtækið hyggst nýta þá þekkingu sem það hefur aflað sér í hátækniþörungarækt og byggja upp starfsemi sína á því sviði á Íslandi, að því er segir í tilkynningunni. „Running Tide mun strax í sumar ráða tvo sérfræðinga til starfa á Akranesi og hafa störfin þegar verið auglýst. Fyrirtækið hyggst auglýsa fleiri störf á næstunni samhliða opnun starfstöðvar sinnar á Breiðinni. Running Tide er nýstárlegt fyrirtæki sem þróar og nýtir tækni og aðferðir sem örva náttúruleg ferli sjávarins í að grípa, binda, og geyma kolefni til langs tíma. Hluti lausnarinnar sem Running Tide vinnur að byggist á að rækta stórþörunga sem binda kolefni í stórum stíl á sérhönnuðum baujum á hafi úti. Þörungarnir og baujurnar vinna einnig gegn súrnun sjávar. Lausnir fyrirtækisins á sviði kolefnisbindingar bæta þannig lífríki hafsins og skila ávinningnum til sjávarplássa og vistkerfa heimsins. Þróun og framleiðsla á þörungunum sjálfum verður staðsett á Akranesi. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja að Ísland hafi alla burði til að verða miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. Running Tide var stofnað fyrir fimm árum síðan í Bandaríkjunum en er nú að hefja starfsemi hér á landi fyrir milligöngu Transition Labs sem kynnt var nýlega, segir í tilkynningunni. Kristinn Árni framkvæmdastjóri Greint var frá því á dögunum að Kristinn Árni L. Hróbjartsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi. Um Running Tide segir að það hafi verið stofnað af Marty Odlin, fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hanni, smíði og setji upp kerfi sem örvi náttúrulega eiginleika hafsins til að farga kolefni, snúa við súrnun sjávar og endurheimta vistkerfi við strendur hafsins. „Running Tide á í samstarfi með leiðandi kolefnisförgunarkaupendur eins og Stripe og Shopify, og leiðandi stofnanir á sviði loftslags- og hafvísinda á borð við The Center for Climate Repair í Cambridge, Ocean Visions og Roux Institute við Northeastern University. Kristinn Árni L. Hróbjartsson er framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi.“ Akranes Nýsköpun Loftslagsmál Tengdar fréttir Mun stýra Running Tide á Íslandi Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi. 30. maí 2022 10:29 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Davíð í Unity og Nýsköpunarvika efna til loftslagsviðburðarins „Ok, bye“ í Hörpu Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni. 2. maí 2022 13:18 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins segir að undirritunin sé fyrsta skrefið í uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins á Akranesi, sem einnig horfi til þess að vera með starfsemi á Grundartanga. Starfsemi Running Tide á Breiðinni verður í formi rannsóknar- og þróunarstarfs á sviði líftækni en fyrirtækið hyggst nýta þá þekkingu sem það hefur aflað sér í hátækniþörungarækt og byggja upp starfsemi sína á því sviði á Íslandi, að því er segir í tilkynningunni. „Running Tide mun strax í sumar ráða tvo sérfræðinga til starfa á Akranesi og hafa störfin þegar verið auglýst. Fyrirtækið hyggst auglýsa fleiri störf á næstunni samhliða opnun starfstöðvar sinnar á Breiðinni. Running Tide er nýstárlegt fyrirtæki sem þróar og nýtir tækni og aðferðir sem örva náttúruleg ferli sjávarins í að grípa, binda, og geyma kolefni til langs tíma. Hluti lausnarinnar sem Running Tide vinnur að byggist á að rækta stórþörunga sem binda kolefni í stórum stíl á sérhönnuðum baujum á hafi úti. Þörungarnir og baujurnar vinna einnig gegn súrnun sjávar. Lausnir fyrirtækisins á sviði kolefnisbindingar bæta þannig lífríki hafsins og skila ávinningnum til sjávarplássa og vistkerfa heimsins. Þróun og framleiðsla á þörungunum sjálfum verður staðsett á Akranesi. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja að Ísland hafi alla burði til að verða miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. Running Tide var stofnað fyrir fimm árum síðan í Bandaríkjunum en er nú að hefja starfsemi hér á landi fyrir milligöngu Transition Labs sem kynnt var nýlega, segir í tilkynningunni. Kristinn Árni framkvæmdastjóri Greint var frá því á dögunum að Kristinn Árni L. Hróbjartsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi. Um Running Tide segir að það hafi verið stofnað af Marty Odlin, fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hanni, smíði og setji upp kerfi sem örvi náttúrulega eiginleika hafsins til að farga kolefni, snúa við súrnun sjávar og endurheimta vistkerfi við strendur hafsins. „Running Tide á í samstarfi með leiðandi kolefnisförgunarkaupendur eins og Stripe og Shopify, og leiðandi stofnanir á sviði loftslags- og hafvísinda á borð við The Center for Climate Repair í Cambridge, Ocean Visions og Roux Institute við Northeastern University. Kristinn Árni L. Hróbjartsson er framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi.“
Akranes Nýsköpun Loftslagsmál Tengdar fréttir Mun stýra Running Tide á Íslandi Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi. 30. maí 2022 10:29 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Davíð í Unity og Nýsköpunarvika efna til loftslagsviðburðarins „Ok, bye“ í Hörpu Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni. 2. maí 2022 13:18 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Mun stýra Running Tide á Íslandi Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi. 30. maí 2022 10:29
Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30
Davíð í Unity og Nýsköpunarvika efna til loftslagsviðburðarins „Ok, bye“ í Hörpu Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni. 2. maí 2022 13:18