Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 9. júní 2022 07:54 Bílar liggja eins og hráviði eftir hörð átök í Severodonetsk. Ap/Oleksandr Ratushniak Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Aðskilnaðarsinnar í Donbas héraði hafa dæmt tvo breta og einn marókkóskan mann til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli í Donbas. Mennirnir voru teknir til fanga í Mariupol en þar börðust þeir við hlið úkraínska hersins. Bretarnir heita Aiden Aslin, Shaun Pinner og hinn marakóski Saaudun Brahim. Að sögn breskra fjölmiðla er réttarhöldunum er ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Úkraínskur herforingi segir bardagann í Severodonetsk eiga sér stað í hverju húsi. Götubardagar í borginni séu háðir undir þungum loftárásum rússneska hersins sem sé hættulegt báðum herliðum. Fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar segir Rússa í sókn í Úkraínu og að héruðin Donetsk og Luhansk verði „frelsuð“ innan tíðar. Spurður að því hvort tilraun Rússa til að ná Kænugarði hefði ekki mistekist sagðist hann ekki vita til þess að það hefði staðið til að taka höfuðborgina. Úkraínskur blaðamaður kom Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í opna skjöldu á blaðamannafundi í gær þegar hann stóð upp og spurði ráðherrann að því hverju Rússar hefðu stolið í Úkraínu fyrir utan kornvöru og hverjum þeir hefðu selt góssið. „Þið Úkraínumenn hafið alltaf áhyggjur af því hverju þið getið stolið og þið haldið að allir hugsi þannig,“ svaraði Lavrov brosandi. „Úkraínska þjóðin er að berjast fyrir okkur öll og við verðum að stöðva Pútín, annars mun hann ekki láta staðar numið. Hann mun halda áfram að sigra friðsamlega nágranna sína ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu,“ segir Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Aðskilnaðarsinnar í Donbas héraði hafa dæmt tvo breta og einn marókkóskan mann til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli í Donbas. Mennirnir voru teknir til fanga í Mariupol en þar börðust þeir við hlið úkraínska hersins. Bretarnir heita Aiden Aslin, Shaun Pinner og hinn marakóski Saaudun Brahim. Að sögn breskra fjölmiðla er réttarhöldunum er ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Úkraínskur herforingi segir bardagann í Severodonetsk eiga sér stað í hverju húsi. Götubardagar í borginni séu háðir undir þungum loftárásum rússneska hersins sem sé hættulegt báðum herliðum. Fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar segir Rússa í sókn í Úkraínu og að héruðin Donetsk og Luhansk verði „frelsuð“ innan tíðar. Spurður að því hvort tilraun Rússa til að ná Kænugarði hefði ekki mistekist sagðist hann ekki vita til þess að það hefði staðið til að taka höfuðborgina. Úkraínskur blaðamaður kom Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í opna skjöldu á blaðamannafundi í gær þegar hann stóð upp og spurði ráðherrann að því hverju Rússar hefðu stolið í Úkraínu fyrir utan kornvöru og hverjum þeir hefðu selt góssið. „Þið Úkraínumenn hafið alltaf áhyggjur af því hverju þið getið stolið og þið haldið að allir hugsi þannig,“ svaraði Lavrov brosandi. „Úkraínska þjóðin er að berjast fyrir okkur öll og við verðum að stöðva Pútín, annars mun hann ekki láta staðar numið. Hann mun halda áfram að sigra friðsamlega nágranna sína ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu,“ segir Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira