Cancelo bjargaði einhverfu barni Atli Arason skrifar 8. júní 2022 23:31 Joao Cancelo með Englandsmeistaratitilinn eftir fagnaðarlætin. Getty Images Portúgalski bakvörðurinn í liði Manchester City, Joao Cancelo, bjargaði 10 ára einhverfum strák frá því verða undir hóp stuðningsmanna á Etihad vellinum. Þúsundir stuðningsmanna Manchester City ruddust inn á leikvöll liðsins eftir 3-2 endurkomu sigur City á Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum var ljóst að City hefði unnið Englandsmeistaratitilinn. Í þeim hópi var hinn 10 ára einhverfi Ollie Gordon sem varð viðskilja við faðir sinn, Lee Gordon, í öllum látunum. Spennustigið var hátt en Robin Olsen, markvörður Aston Villa, varð meðal annars fyrir höggi af stuðningsmanni City sem réðst inn á leikvöllinn. Þúsundir stuðningsmanna réðust inn á völlinn og öryggisgæslunni gekk illa að halda aftur af skrílnum.Getty Images Lauren Hoyle, móðir stráksins, lýsir atvikinu í viðtali við Manchester Evening News. „Hann byrjaði að hlaupa í burtu, hann er með einhverfu og er ekki meðvitaður um þær hættur sem geta leynst í kringum sig. Hann varð spenntur og byrjaði að hlaupa.“ „Ég var að horfa á leikinn í sjónvarpinu og ég sá Lee [föðurinn] hlaupa um völlinn en ekki Ollie. Ég fékk kvíðakast en aðeins nokkrum metrum frá varð markvörður Villa fyrir árás,“ sagði Lauren. Ollie varð ráðvilltur og týndist í fjöldanum en Cancelo varð var við þennan litla dreng sem var vægast sagt óttasleginn. Ollie Gordon fyrir leikinnLauren Hoyle „Cancelo greip í hann og tók hann upp og hélt utan um hann, kyssti hann á ennið og barðist svo í gegnum hóp af fólki. Þetta gerðist mjög hratt en allir voru að ýta og hrinda frá sér. Sonur minn var logandi hræddur. Hann getur ekki verið einn, hann verður að vera í fylgd með fullorðnum. Það varð mikil óheppni að hann fór inn á leikvöllinn á undan pabba sínum og hljóp í burtu.“ „Ef það hefði ekki verið fyrir Cancelo, sem ekki bara hélt utan um hann, heldur passaði upp á hann þangað til að pabbi hans fann hann, þá hefði sagan verið allt öðruvísi. Með alla þessa stóru menn hlaupandi um í geðshræringu,“ sagði Lauren sem var handviss um að Ollie litli hefði kramist undir hópinn ef það væri ekki fyrir óeigingjarna aðstoð Cancelo. „Hann [Cancelo] hefði sjálfur átt að vera hlaupandi um að fagna með liðsfélögum sínum en þess í stað tók hann sér tíma til að nema staðar og hjálpa ungum strák. Hann var sjálfur inn í hringamiðju þessa alls, maður hefði búist við því að hann myndi drífa sig af leikvellinum sjálfur en hann bjargaði litlum strák sem hann hefur enga tengingu við. Ollie hefði orðið undir hópnum ef Cancelo hefði ekki bjargað honum.“ Annað markið á vellinum varð meðal annars fyrir skemmdum í látunum.Getty Images Lauren vildi nota viðtalið við Manchester Evening News sem tækifæri til að þakka Cancelo. „Sem móðir, 600 mílum í burtu, þá er ekkert sem þú getur gert. Hjarta mitt fór í mola þegar ég sá pabba hans einan hlaupa um völlinn í sjónvarpinu. Pabbi hans sagði það sama, hvernig á maður að finna 120 cm háan strák í sjó af þreknum karlmönnum sem eru öskrandi og æpandi?“ spurði Lauren. „Cancelo sá að strákurinn var óttasleginn og reyndi að hughreysta hann. Um leið og Ollie sá pabba sinn og rétti út hendurnar í átt að honum þá ýtti Cancelo a.m.k. einum manni í burtu svo að drengurinn kæmist til pabba síns. Eftir það hélt Cancelo áfram sína leið. Við náðum ekki að þakka honum fyrir eða láta hann vita hversu himinlifandi við erum fyrir það sem hann gerði,“ sagði Lauren Hoyle að endingu. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna Manchester City ruddust inn á leikvöll liðsins eftir 3-2 endurkomu sigur City á Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum var ljóst að City hefði unnið Englandsmeistaratitilinn. Í þeim hópi var hinn 10 ára einhverfi Ollie Gordon sem varð viðskilja við faðir sinn, Lee Gordon, í öllum látunum. Spennustigið var hátt en Robin Olsen, markvörður Aston Villa, varð meðal annars fyrir höggi af stuðningsmanni City sem réðst inn á leikvöllinn. Þúsundir stuðningsmanna réðust inn á völlinn og öryggisgæslunni gekk illa að halda aftur af skrílnum.Getty Images Lauren Hoyle, móðir stráksins, lýsir atvikinu í viðtali við Manchester Evening News. „Hann byrjaði að hlaupa í burtu, hann er með einhverfu og er ekki meðvitaður um þær hættur sem geta leynst í kringum sig. Hann varð spenntur og byrjaði að hlaupa.“ „Ég var að horfa á leikinn í sjónvarpinu og ég sá Lee [föðurinn] hlaupa um völlinn en ekki Ollie. Ég fékk kvíðakast en aðeins nokkrum metrum frá varð markvörður Villa fyrir árás,“ sagði Lauren. Ollie varð ráðvilltur og týndist í fjöldanum en Cancelo varð var við þennan litla dreng sem var vægast sagt óttasleginn. Ollie Gordon fyrir leikinnLauren Hoyle „Cancelo greip í hann og tók hann upp og hélt utan um hann, kyssti hann á ennið og barðist svo í gegnum hóp af fólki. Þetta gerðist mjög hratt en allir voru að ýta og hrinda frá sér. Sonur minn var logandi hræddur. Hann getur ekki verið einn, hann verður að vera í fylgd með fullorðnum. Það varð mikil óheppni að hann fór inn á leikvöllinn á undan pabba sínum og hljóp í burtu.“ „Ef það hefði ekki verið fyrir Cancelo, sem ekki bara hélt utan um hann, heldur passaði upp á hann þangað til að pabbi hans fann hann, þá hefði sagan verið allt öðruvísi. Með alla þessa stóru menn hlaupandi um í geðshræringu,“ sagði Lauren sem var handviss um að Ollie litli hefði kramist undir hópinn ef það væri ekki fyrir óeigingjarna aðstoð Cancelo. „Hann [Cancelo] hefði sjálfur átt að vera hlaupandi um að fagna með liðsfélögum sínum en þess í stað tók hann sér tíma til að nema staðar og hjálpa ungum strák. Hann var sjálfur inn í hringamiðju þessa alls, maður hefði búist við því að hann myndi drífa sig af leikvellinum sjálfur en hann bjargaði litlum strák sem hann hefur enga tengingu við. Ollie hefði orðið undir hópnum ef Cancelo hefði ekki bjargað honum.“ Annað markið á vellinum varð meðal annars fyrir skemmdum í látunum.Getty Images Lauren vildi nota viðtalið við Manchester Evening News sem tækifæri til að þakka Cancelo. „Sem móðir, 600 mílum í burtu, þá er ekkert sem þú getur gert. Hjarta mitt fór í mola þegar ég sá pabba hans einan hlaupa um völlinn í sjónvarpinu. Pabbi hans sagði það sama, hvernig á maður að finna 120 cm háan strák í sjó af þreknum karlmönnum sem eru öskrandi og æpandi?“ spurði Lauren. „Cancelo sá að strákurinn var óttasleginn og reyndi að hughreysta hann. Um leið og Ollie sá pabba sinn og rétti út hendurnar í átt að honum þá ýtti Cancelo a.m.k. einum manni í burtu svo að drengurinn kæmist til pabba síns. Eftir það hélt Cancelo áfram sína leið. Við náðum ekki að þakka honum fyrir eða láta hann vita hversu himinlifandi við erum fyrir það sem hann gerði,“ sagði Lauren Hoyle að endingu.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira