Verður dýrasti leikmaður í sögu Liverpool Atli Arason skrifar 8. júní 2022 18:00 Darwin Nunez, leikmaður Benfica, fagnar marki gegn Barcelona. EFE/MANUEL DE ALMEIDA Darwin Núñez, leikmaður Benfica, er ansi eftirsóttur en Liverpool, Manchester United og Newcastle eru öll sögð komin í kaupstríð um undirskrift úrúgvæska framherjans. Manchester eða Newcastle voru í gær taldir vera líklegustu áfangastaðir Núñez á meðan forráðamenn Liverpool gáfu í skyn að þeir ætluðu ekki að láta draga sig í einhverskonar kauphlaup um leikmanninn. Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá því rétt í þessu að Liverpool væri búið að leggja fram tilboð fyrir allt að 100 milljónum evra í leikmanninn sem er það verð sem Benfica er talið vilja fá fyrir Núñez. Official proposal from Liverpool for Darwin Núñez will be €80m plus add ons for €100m package. Benfica will make a decision soon, while Man United are also in contact with his agent. 🔴 #LFCLiverpool are prepared to offer Núñez a five year deal, waiting for Benfica decision.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2022 Fari svo að þessi kaup gangi í gegn verður Núñez dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi og slær hann þá met Virgil Van Dijk um tæpar 10 milljónir evra. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, sagði á dögunum að fari svo að Liverpool ætlaði borga uppsett verð fyrir leikmanninn þá myndi Úrúgvæinn enda á því að klæðast treyju liðsins. „Maður áætlar að Núñez myndi velja Anfield ef þetta væri á milli Liverpool og Manchester United. Eins og við vitum, þá hefur Manchester United ekki sama aðdráttarafl í dag og þeir höfðu áður,“ sagði Johnson í viðtali við Liverpool Echo. Takumi Minamino og Sadio Mane eru báðir taldir vera á förum frá Liverpool sem ætti að leysa til um eitthvað fé hjá félaginu til að fjármagna kaupin á Núñez. Fari svo að leikmaðurinn velji Newcastle yrði hann helmingi dýrari en Joelinton sem er dýrasti leikmaður Newcastle í dag. Joelinton var keyptur á 44 milljónir evra árið 2019. Myndi Núñez skrifa undir hjá Manchester United fyrir 100 milljónir yrði hann þó 5 milljónum ódýrari en Paul Pogba, sem fór frítt frá Manchester á dögunum. Liverpool have no interest in getting into a bidding war with Manchester United for Darwin Nuñez. Recruitment staff already have better-value targets lined up if the asking price escalates quickly - a tactic that has worked for them before.https://t.co/Ett6Dhjs1r— David Lynch (@dmlynch) June 7, 2022 Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira
Manchester eða Newcastle voru í gær taldir vera líklegustu áfangastaðir Núñez á meðan forráðamenn Liverpool gáfu í skyn að þeir ætluðu ekki að láta draga sig í einhverskonar kauphlaup um leikmanninn. Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá því rétt í þessu að Liverpool væri búið að leggja fram tilboð fyrir allt að 100 milljónum evra í leikmanninn sem er það verð sem Benfica er talið vilja fá fyrir Núñez. Official proposal from Liverpool for Darwin Núñez will be €80m plus add ons for €100m package. Benfica will make a decision soon, while Man United are also in contact with his agent. 🔴 #LFCLiverpool are prepared to offer Núñez a five year deal, waiting for Benfica decision.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2022 Fari svo að þessi kaup gangi í gegn verður Núñez dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi og slær hann þá met Virgil Van Dijk um tæpar 10 milljónir evra. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, sagði á dögunum að fari svo að Liverpool ætlaði borga uppsett verð fyrir leikmanninn þá myndi Úrúgvæinn enda á því að klæðast treyju liðsins. „Maður áætlar að Núñez myndi velja Anfield ef þetta væri á milli Liverpool og Manchester United. Eins og við vitum, þá hefur Manchester United ekki sama aðdráttarafl í dag og þeir höfðu áður,“ sagði Johnson í viðtali við Liverpool Echo. Takumi Minamino og Sadio Mane eru báðir taldir vera á förum frá Liverpool sem ætti að leysa til um eitthvað fé hjá félaginu til að fjármagna kaupin á Núñez. Fari svo að leikmaðurinn velji Newcastle yrði hann helmingi dýrari en Joelinton sem er dýrasti leikmaður Newcastle í dag. Joelinton var keyptur á 44 milljónir evra árið 2019. Myndi Núñez skrifa undir hjá Manchester United fyrir 100 milljónir yrði hann þó 5 milljónum ódýrari en Paul Pogba, sem fór frítt frá Manchester á dögunum. Liverpool have no interest in getting into a bidding war with Manchester United for Darwin Nuñez. Recruitment staff already have better-value targets lined up if the asking price escalates quickly - a tactic that has worked for them before.https://t.co/Ett6Dhjs1r— David Lynch (@dmlynch) June 7, 2022
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira