Handbolti

Kiril Lazarov leggur skóna á hilluna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
þKiril Lazarov sækir að íslensku vörninni í B-riðli HM í ýskalandi árið 2019.
þKiril Lazarov sækir að íslensku vörninni í B-riðli HM í ýskalandi árið 2019. TF-Images/TF-Images via Getty Images

Norður-makedónski handboltamaðurinn Kiril Lazarov hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu, 42 ára að aldri.

Lazarov greindi sjálfur frá þessari ákvörðun á blaðamannafundi HBC Nantes, en hann hefur leikið mað franska liðinu frá árinu 2017.

Lazarov er af mörgum talinn einn af bestu handboltamönnum sögunnar. Hann er þriðji markahæsti landsliðsmaður sögunnar með 1709 mörk í 244 landsleikjum. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson og Péter Kovács hafa skorað fleiri. Þá er hann sá leikmaður á listanum yfir markahæstu landsliðsmenn sögunnar sem skoraði flest mörk að meðaltali í leik, eða 7,37 mörk.

Lazarov hóf atvinnumannaferil sinn hjá RK Borec í heimalandinu árið 1995 og hefur því verið að í 27 ár. Á þessum langa ferli hefur hann meðal annars leikið með liðum á borð við Vészprem, Ciudad Real og Barcelona.

Hann hefur alls unnið 15 landstitla með félagsliðum sínum og jafn oft hefur hann orðið bikarmeistari. Tímabilið 2014-2015 vann hann Meistaradeildina með Barcelona, en hans besti árangur á stórmóti með landsliðinu er fimmta sæti á EM í Serbíu árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×