Selenskí að vígstöðvunum á meðan harðir bardagar geisa Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2022 09:16 Stund milli stríða hjá úkraínskum hermanni í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu. AP/Bernat Armangue Harðir bardagar geisa nú við borgina Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti hermenn á austurvígstöðvunum til að stappa í þá stálinu í gær. Úkraínuher segir að hermenn sínir hafi orðið fyrir sprengjuvörpu- og stórskotaliðsárásum við Severodonetsk. Rússneskir hermenn skjóti nú á Úkraínumenn við alla víglínuna í austurhluta landsins. Herinn segist hafa hrundið sjö árásum Rússa í Donbas-héraði síðasta sólarhringinn. Þá telur breska varnarmálaráðuneytið að Rússar sækir nú að borginni Slovyansk í nágrenni Severodonetsk til að reyna að króa úkraínskra hermenn inni. Héraðsstjóri Luhansk segir að staða Úkraínuhers í Severodonetsk hafi versnað aðeins eftir að hann endurheimti um helming borgarinnar úr höndum Rússa á föstudag. „Hörðustu bardagarnir eru í Severodonetsk. Hraðir bardagar eiga sér nú stað. Varnarliði okkar tókst að gera gagnsókn um stund, það frelsaði næstum hálfa borgina en nú hefur staðan versnað svolítið fyrir okkur aftur,“ sagði Serhiy Haidai, héraðsstjóri, í morgun. Rússnesk flugskeyti hæfðu lestarmannvirki í höfuðborginni Kænugarði snemma í gærmorgun. Talið er að sú árás hafi átt að trufla flutninga vestræna hernaðartóla til Úkraínu. Selenskí heimsótti tvær borgir í Donbas nærri vígstöðvunum í gær, Lysychansk og Soledar sem eru sagðar verða mikilvæg vígi ef Severodonetsk fellur. Sagðist hann stoltur af öllum þeim sem hann hitti og tók í höndina á. Forsetinn hefur sjaldan yfirgefið höfuðborgina frá því að innrás Rússa hófst 24. febrúar. „Þið verðskuldið öll sigur, það er það mikilvægasta, en ekki hvað sem það kostar,“ sagði Selenskí við úkraínska hermenn. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lavrov kemst ekki til Serbíu eftir að nágrannaríkin lokuðu lofthelgi sinni Fyrirhugaðri ferð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til Serbíu hefur verið aflýst eftir að nágrannaríki Serbíu bönnuðu flugvél hans að ferðast um lofthelgi sína. 5. júní 2022 23:11 Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5. júní 2022 13:24 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Úkraínuher segir að hermenn sínir hafi orðið fyrir sprengjuvörpu- og stórskotaliðsárásum við Severodonetsk. Rússneskir hermenn skjóti nú á Úkraínumenn við alla víglínuna í austurhluta landsins. Herinn segist hafa hrundið sjö árásum Rússa í Donbas-héraði síðasta sólarhringinn. Þá telur breska varnarmálaráðuneytið að Rússar sækir nú að borginni Slovyansk í nágrenni Severodonetsk til að reyna að króa úkraínskra hermenn inni. Héraðsstjóri Luhansk segir að staða Úkraínuhers í Severodonetsk hafi versnað aðeins eftir að hann endurheimti um helming borgarinnar úr höndum Rússa á föstudag. „Hörðustu bardagarnir eru í Severodonetsk. Hraðir bardagar eiga sér nú stað. Varnarliði okkar tókst að gera gagnsókn um stund, það frelsaði næstum hálfa borgina en nú hefur staðan versnað svolítið fyrir okkur aftur,“ sagði Serhiy Haidai, héraðsstjóri, í morgun. Rússnesk flugskeyti hæfðu lestarmannvirki í höfuðborginni Kænugarði snemma í gærmorgun. Talið er að sú árás hafi átt að trufla flutninga vestræna hernaðartóla til Úkraínu. Selenskí heimsótti tvær borgir í Donbas nærri vígstöðvunum í gær, Lysychansk og Soledar sem eru sagðar verða mikilvæg vígi ef Severodonetsk fellur. Sagðist hann stoltur af öllum þeim sem hann hitti og tók í höndina á. Forsetinn hefur sjaldan yfirgefið höfuðborgina frá því að innrás Rússa hófst 24. febrúar. „Þið verðskuldið öll sigur, það er það mikilvægasta, en ekki hvað sem það kostar,“ sagði Selenskí við úkraínska hermenn.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lavrov kemst ekki til Serbíu eftir að nágrannaríkin lokuðu lofthelgi sinni Fyrirhugaðri ferð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til Serbíu hefur verið aflýst eftir að nágrannaríki Serbíu bönnuðu flugvél hans að ferðast um lofthelgi sína. 5. júní 2022 23:11 Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5. júní 2022 13:24 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Lavrov kemst ekki til Serbíu eftir að nágrannaríkin lokuðu lofthelgi sinni Fyrirhugaðri ferð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til Serbíu hefur verið aflýst eftir að nágrannaríki Serbíu bönnuðu flugvél hans að ferðast um lofthelgi sína. 5. júní 2022 23:11
Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5. júní 2022 13:24