Á fimmta tug látnir eftir sprengingu í Bangladess Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 22:11 Eldarnir á gámasvæðinu geisa enn. Getty/Mohammad Shajahan/ Minnst 49 eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir mikla sprengingu og eldsvoða á gámasvæði í Bangladess. Talið er að fjöldi látinna muni aukast á næstu sólarhringum. Eldur braust út á gámasvæði í borginni Sitakunda í gærkvöldi sem olli mikilli efnasprengingu á svæðinu. Meira en þrjú hundruð slösuðust í atvikinu, margir hverjir hætt komnir vegna brunasára, og talið er að mun fleiri leynist í rústum á svæðinu. Enn hefur ekki tekist að slökkva alla elda og brenna þeir því aðra nóttina í röð. Hundruð slökkviliðsmanna, lögregluþjóna og annarra sjálfboðaliða, sem sumir voru ekki betur klæddir en í sandala, mættu á vettvang stutu eftir að eldurinn bruast út um klukkan 21 í gærkvöldi að staðartíma. Gámasvæðið er í rekið af hollenskum og bengölskum fyrirtækjum og nefnist BM Inland Container Depot. Á meðan viðbragðsaðilar og sjálfboðaliðar börðust við eldinn sprakk fjöldi gáma, sem geymdu ýmiskonar efni. Einhverjir viðbragðsaðilar urðu sprengingunum að bráð samkvæmt frétt Guardian. „Sprengingin kastaði mér tíu metra aftur. Handleggirnir og fótleggirnir mínir eru illa brenndir,“ segir Tofael Ahmed í samtali við fréttastofu AFP. Talið er að minnst fjörutíu slökkviliðsmenn og tíu lögregluþjónar hafi slasast við björgunaraðgerðir. Þá eru minnst níu slökkviliðsmenn meðal þeirra sem hafa látist og nokkrir til viðbótar eru inniliggjandi á gjörgæslu með lífshættulega áverka. Þá er einnig talið að blaðamenn, sem flýttu sér á vettvang, séu meðal slasaðra. Dreifa þurfti slösuðum á spítala í nágrenni við vettvanginn en talið er að tala látinna muni hækka á næstu dögum þar sem minnst tuttugu eru á gjörgæslu í lífshættu, með þriðja stigs brunasár á 60 til 90 prósent líkamans. Staðarmiðlar griena frá því að minnst þrjú hundruð séu slasaðir en búið er að kalla út herinn til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk að hlúa að slösuðum. Búið er að skipa tvær nefndir til þess að rannsaka upptök eldsins, annars vegar á vegum slökkviliðsyfirvalda og hins vegar á vegum vinnueftirlitsins. Sú fyrri stefnir að því að skila niðurstöðum í næstu viku. Bangladess Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Eldur braust út á gámasvæði í borginni Sitakunda í gærkvöldi sem olli mikilli efnasprengingu á svæðinu. Meira en þrjú hundruð slösuðust í atvikinu, margir hverjir hætt komnir vegna brunasára, og talið er að mun fleiri leynist í rústum á svæðinu. Enn hefur ekki tekist að slökkva alla elda og brenna þeir því aðra nóttina í röð. Hundruð slökkviliðsmanna, lögregluþjóna og annarra sjálfboðaliða, sem sumir voru ekki betur klæddir en í sandala, mættu á vettvang stutu eftir að eldurinn bruast út um klukkan 21 í gærkvöldi að staðartíma. Gámasvæðið er í rekið af hollenskum og bengölskum fyrirtækjum og nefnist BM Inland Container Depot. Á meðan viðbragðsaðilar og sjálfboðaliðar börðust við eldinn sprakk fjöldi gáma, sem geymdu ýmiskonar efni. Einhverjir viðbragðsaðilar urðu sprengingunum að bráð samkvæmt frétt Guardian. „Sprengingin kastaði mér tíu metra aftur. Handleggirnir og fótleggirnir mínir eru illa brenndir,“ segir Tofael Ahmed í samtali við fréttastofu AFP. Talið er að minnst fjörutíu slökkviliðsmenn og tíu lögregluþjónar hafi slasast við björgunaraðgerðir. Þá eru minnst níu slökkviliðsmenn meðal þeirra sem hafa látist og nokkrir til viðbótar eru inniliggjandi á gjörgæslu með lífshættulega áverka. Þá er einnig talið að blaðamenn, sem flýttu sér á vettvang, séu meðal slasaðra. Dreifa þurfti slösuðum á spítala í nágrenni við vettvanginn en talið er að tala látinna muni hækka á næstu dögum þar sem minnst tuttugu eru á gjörgæslu í lífshættu, með þriðja stigs brunasár á 60 til 90 prósent líkamans. Staðarmiðlar griena frá því að minnst þrjú hundruð séu slasaðir en búið er að kalla út herinn til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk að hlúa að slösuðum. Búið er að skipa tvær nefndir til þess að rannsaka upptök eldsins, annars vegar á vegum slökkviliðsyfirvalda og hins vegar á vegum vinnueftirlitsins. Sú fyrri stefnir að því að skila niðurstöðum í næstu viku.
Bangladess Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira