Fótbolti

Frakklandsforseti beitti sér fyrir framlengingu Mbappé

Valur Páll Eiríksson skrifar
Macron fékk sínu framgengt og Mbappé verður áfram í Frakklandi.
Macron fékk sínu framgengt og Mbappé verður áfram í Frakklandi. Denis Tyrin\TASS via Getty Images

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, hefur staðfest við fjölmiðla að hann beitti sér fyrir því að Kylian Mbappé yrði áfram leikmaður Paris Saint-Germain. Mbappé skrifaði undir nýjan samning nýverið eftir að hafa verið orðaður við Real Madrid á Spáni.

Samningur Mbappé við PSG var að renna út 30. júní og hafði hann því kost á því að yfirgefa liðið frítt. Real Madrid var mikið orðað við Mbappé og var hann með samning frá þeim á borðinu.

Mbappé ákvað hins vegar að vera áfram í frönsku höfuðborginni og endurnýjandi samning sinn í maí. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti Mbappé til að halda kyrru fyrir í heimalandinu.

„Já, það er satt að ég átti samtal við Kylian Mbappé áður en hann tók ákvörðun um framtíð sína,“ segir Macron.

„Þar gaf ég honum einfadlega ráð, á óformlegum nótum, um að vera áfram í Frakklandi. Mér finnst það skylda mín, sem forseti, að verja landið þegar ég er spurður með óformlegum og vinalegum hætti.“

Mbappé skrifaði undir þriggja ára samning í maí, til ársins 2025. Hann skoraði 28 mörk í 35 deildarleikjum er PSG vann franska meistaratitilinn á nýliðinni leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×