Erlent

Rússar beina sjónum sínum að Kænugarði

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Heimamaður horfir upp á húsarústir í úthverfi Kíev.
Heimamaður horfir upp á húsarústir í úthverfi Kíev. Natacha Pisarenko/AP

Einn særðist eftir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í morgun, segir Vitali Klitschko, borgarstjóri höfuðborgarinnar. Þá er hart barist í borginni Sjevjeródonetsk þar sem þúsundir almennra borgara hafa leitað sér skjóls í kjöllurum.

Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, greinir frá árásum Rússa á Kíev.Markus Schreiber/AP

„Varðandi sprengingar morgunsins í Darnitskí og Dnipróvskí-hverfum, er enginn látinn vegna flugskeytaárása á innviði. Eitt fórnarlamb lagðist inn á sjúkrahús.,“ sagði borgarstjórinn á Telegram. 

Höfuðborgin hefur sloppið nokkuð vel við árásir frá því að rússneskar hersveitir yfirgáfu norðurhluta Úkraínu en nú virðist Rússar farnir að beina sjónum sínum aftur að borginni. Þá er hart barist í borginni Sjevjeródonetsk en Volódímir Selenskí Úkraínuforseti segir ástandið í borginni „gífurlega erfitt“ og barist sé á götum úti.

Stríðið hefur skilið Sjevjeródonetsk eftir í rústum en þúsundir almennra borgara hafa leitað sér skjóls í kjöllurum borgarinnar. Fari svo að rússneski herinn nái borginni eru þeir komnir með Luhansk-hérað undir sína stjórn.


Tengdar fréttir

Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar

Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×