„Ég myndi ekki vilja vera Brynjólfur, hann fær allt of mikið af símtölum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2022 22:00 Jessý hefur fengið tugi símtala í dag sem áttu öll að berast Binna, starfsmanni Sáms Sápugerðar. Vísir Háskólaneminn Jessý Jónsdóttir lenti í þeim óheppilegu aðstæðum í dag að starfsmaður Sáms Sápugerðar hafði, líklega óvart, látið áframsenda öll símtöl í hennar símanúmer. „Fyrsta símtalið kemur klukkan 9:57 í morgun, sem ég náði ekki að svara. Svo er þetta bara búinn að vera stríður straumur,“ segir Jessý í samtali við fréttastofu. Ég myndi ekki vilja vera Brynjólfur. Hann fær alltof mikið af símtölum— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 „Ég var að keyra, á leiðinni til læknis, og þá fékk ég símtal og það byrjar á því að ég er spurð hvort þetta sé Binni. Ég svara neitandi, þetta sé Jessý. Þá spyr hann mig hvort Binni sé þarna og ég svara aftur neitandi, enginn Binni hér. Svo hringir hann aftur nokkrum sekúndum síðar og biðst afsökunar, hann sé að hringja í skakkt númer,“ segir Jessý og heldur áfram. „Svo hringir hann aftur og spyr hvort þetta sé Binni. Nei, ég er ekki Binni, það er enginn Binni hérna. Svo bara gerist þetta nokkrum sinnum í röð,“ segir Jessý. Hún segir þennan sama mann hafa furðað sig á mistökunum, hann hafi jú rætt við téðan Binna daginn áður í þessu símanúmeri. ertu viss um að þetta sé ekki hjá Brynjólfi? hljóma ég eins og Brynjólfur??? Þetta er bara ennþá Jessý sko. Eins og áðan — Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 Hélt þetta væri símaat Jessý segist svo hafa komist að því að allt þetta ókunnuga fólk, sem var að hringja í hana, var að reyna að ná sambandi við Brynjólf nokkurn starfsmann Sáms Sápugerðar. „Þetta voru allt karlmenn og núna í kring um fjögur eiginlega snappaði ég á þann sem var að hringja, tíundi maðurinn eða eitthvað, og spyr hann hvort þetta sé nokkuð símaat. Hann bara ha? Ég veit ekki hversu margir eru búnir að hringja í mig að biðja um Brynjólf og ég spyr þennan mann hvort þetta sé símaat, ég greinilega geri ekki greinamun á karlmannsröddum,“ segir Jessý og hlær. „Hann svarar: Nei, Brynjólfur kom til mín í gær og ég ætlaði að selja honum bíl, ég veit ekki hvað er í gangi,“ segir Jessý. Fyndnasta samt þegar sama fólkið var að hringja í 3x-4x skiptið og bara HAAA ég er að skrifa rétt númer!!! Ég talaði við hann í gær— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 Hún segir manninn hafa gefið henni upp símanúmerið sem hann var að reyna að hringja í, sem reyndist símanúmer skráð á Sám Sápugerð. Svo virðist sem einhver hafi óvart látið áframsenda öll símtöl, sem bárust í það númer, á hana. „Það fyndnasta er að þetta voru greinilega allt viðskiptavinir sem áttu inni sápu hjá Sápugerðinni, af því að hann rekur þessa sápugerð,“ segir Jessý. „Ég benti bara á að það þyrfti einhver annar að reyna að ná á hann því ég get ekki hringt í mitt símfyrirtæki því hann er augljóslega að láta áframsenda símtölin til mín en ekki öfugt. Ég held að einhver vinur hans hafi á endanum látið hann vita því þetta stoppaði um fimm leytið.“ Ahahahaha dagsatt pic.twitter.com/62Q7lkpv3e— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 „Ég er að pæla að gera þetta bara á móti“ Hún segist hafa verið farin að skella á símtöl sem bárust henni þar sem hún var handviss um að þau væru til Brynjólfs, en ekki til hennar sjálfrar. „Ég hélt það væri bara verið að gera símaat í mér þarna í lokin, mér fannst ekki geta verið að þetta væri enn svona. Ég hélt þetta væri bara sami maðurinn, einhver vinur minn, sem væri búinn að vera að grínast í allan dag.“ Hún segist ekkert hafa heyrt í Brynjólfi sjálfum en þurfi eiginlega að senda honum tölvupóst til að leiðrétta mistökin. „Ætli hann hafi ekki náð í símfyrirtækið sitt og leiðrétt þetta með einhverjum hætti. Ég er að fara erlendis, ég er að pæla að gera þetta bara á móti. Skrá númerið hans svo símtölin til mín fari til hans. Hann getur þá tekið við símtölum frá ömmum mínum og öfum,“ segir Jessý í gríni. Grín og gaman Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
„Fyrsta símtalið kemur klukkan 9:57 í morgun, sem ég náði ekki að svara. Svo er þetta bara búinn að vera stríður straumur,“ segir Jessý í samtali við fréttastofu. Ég myndi ekki vilja vera Brynjólfur. Hann fær alltof mikið af símtölum— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 „Ég var að keyra, á leiðinni til læknis, og þá fékk ég símtal og það byrjar á því að ég er spurð hvort þetta sé Binni. Ég svara neitandi, þetta sé Jessý. Þá spyr hann mig hvort Binni sé þarna og ég svara aftur neitandi, enginn Binni hér. Svo hringir hann aftur nokkrum sekúndum síðar og biðst afsökunar, hann sé að hringja í skakkt númer,“ segir Jessý og heldur áfram. „Svo hringir hann aftur og spyr hvort þetta sé Binni. Nei, ég er ekki Binni, það er enginn Binni hérna. Svo bara gerist þetta nokkrum sinnum í röð,“ segir Jessý. Hún segir þennan sama mann hafa furðað sig á mistökunum, hann hafi jú rætt við téðan Binna daginn áður í þessu símanúmeri. ertu viss um að þetta sé ekki hjá Brynjólfi? hljóma ég eins og Brynjólfur??? Þetta er bara ennþá Jessý sko. Eins og áðan — Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 Hélt þetta væri símaat Jessý segist svo hafa komist að því að allt þetta ókunnuga fólk, sem var að hringja í hana, var að reyna að ná sambandi við Brynjólf nokkurn starfsmann Sáms Sápugerðar. „Þetta voru allt karlmenn og núna í kring um fjögur eiginlega snappaði ég á þann sem var að hringja, tíundi maðurinn eða eitthvað, og spyr hann hvort þetta sé nokkuð símaat. Hann bara ha? Ég veit ekki hversu margir eru búnir að hringja í mig að biðja um Brynjólf og ég spyr þennan mann hvort þetta sé símaat, ég greinilega geri ekki greinamun á karlmannsröddum,“ segir Jessý og hlær. „Hann svarar: Nei, Brynjólfur kom til mín í gær og ég ætlaði að selja honum bíl, ég veit ekki hvað er í gangi,“ segir Jessý. Fyndnasta samt þegar sama fólkið var að hringja í 3x-4x skiptið og bara HAAA ég er að skrifa rétt númer!!! Ég talaði við hann í gær— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 Hún segir manninn hafa gefið henni upp símanúmerið sem hann var að reyna að hringja í, sem reyndist símanúmer skráð á Sám Sápugerð. Svo virðist sem einhver hafi óvart látið áframsenda öll símtöl, sem bárust í það númer, á hana. „Það fyndnasta er að þetta voru greinilega allt viðskiptavinir sem áttu inni sápu hjá Sápugerðinni, af því að hann rekur þessa sápugerð,“ segir Jessý. „Ég benti bara á að það þyrfti einhver annar að reyna að ná á hann því ég get ekki hringt í mitt símfyrirtæki því hann er augljóslega að láta áframsenda símtölin til mín en ekki öfugt. Ég held að einhver vinur hans hafi á endanum látið hann vita því þetta stoppaði um fimm leytið.“ Ahahahaha dagsatt pic.twitter.com/62Q7lkpv3e— Jessý (@stuttbrok) June 3, 2022 „Ég er að pæla að gera þetta bara á móti“ Hún segist hafa verið farin að skella á símtöl sem bárust henni þar sem hún var handviss um að þau væru til Brynjólfs, en ekki til hennar sjálfrar. „Ég hélt það væri bara verið að gera símaat í mér þarna í lokin, mér fannst ekki geta verið að þetta væri enn svona. Ég hélt þetta væri bara sami maðurinn, einhver vinur minn, sem væri búinn að vera að grínast í allan dag.“ Hún segist ekkert hafa heyrt í Brynjólfi sjálfum en þurfi eiginlega að senda honum tölvupóst til að leiðrétta mistökin. „Ætli hann hafi ekki náð í símfyrirtækið sitt og leiðrétt þetta með einhverjum hætti. Ég er að fara erlendis, ég er að pæla að gera þetta bara á móti. Skrá númerið hans svo símtölin til mín fari til hans. Hann getur þá tekið við símtölum frá ömmum mínum og öfum,“ segir Jessý í gríni.
Grín og gaman Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira