„Það mun ábyggilega taka nokkur ár að ná fyrra trausti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2022 13:20 Brynjar Már Brynjólfsson ef mannauðsstjóri ISAVIA. Hann segir að það hafi gengið vel að ráða um þrjú hundruð sumarstarfsmenn á flugvöllinn. Isavia Mannauðsstjóri ISAVIA telur að það muni taka nokkur ár að ná því trausti sem fólk hafi áður borið til flugvalla sem vinnustað eftir þrengingarnar sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum. Fylgifiskur sóttvarnatakmarkana sem ýmist voru hertar eða víkkaðar út var skert starfshlutfall og uppsagnir. Þrátt fyrir þetta hefur tekist betur að manna í stöður á flugvöllum ISAVIA fyrir ferðamannasumarið heldur en víða í Evrópu. Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri ISAVIA, var ekki bjartsýnn í byrjun árs þegar ráða þurfti um þrjú hundruð manns í sumarstörf á flugvöllum ISAVIA enda kom kórónuveirufaraldurinn illa niður á starfsfólki flugvalla víða um heim og gróf undan starfsöryggi þess. Undanfarið hafa fréttir verið sagðar af hálfgerðri örtröð og ringulreið á mörgum flugvöllum í Evrópu nú í aðdraganda ferðasumarsins. Brynjar segir að staðan sé mun betri á flugvöllum ISAVIA en víða annars staðar og að vel hafi gengið að manna stöður. „Miðað við þær fréttir sem við lesum núna um flugvelli í Evrópu og Bandaríkjunum þá erum við bara í ágætismálum. Margir flugvellir eiga í erfiðleikum með að manna störf hjá sér og þar af leiðandi hefur þurft að bæði fresta flugferðum og aflýsa en við búum ekki við það, sem betur fer. Við náum að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum hafa þannig að við erum í betri stöðu en margir aðrir.“ Brynjar segir að eftir kórónuveirufaraldurinn sé mikil áskorun fyrir stjórnendur flugvalla að skapa aftur traust til flugvalla sem vinnustað. „Við heyrum það frá kollegum okkar alls staðar í heiminum að traust á flugvöllum sem vinnustað hefur dalað vegna COVID-19. Margir flugvellir hafa ráðið starfsfólk en síðan þurft að draga ráðningarnar til baka ýmist út af nýjum afbrigðum af COVID eða uppsveiflum af COVID. Það mun ábyggilega taka nokkur ár að ná fyrra trausti. Við, til að mynda, vorum búin að ganga frá nánast öllum sumarráðningum fyrir sumarið 2020 og þurftum að draga stóran hluta þeirra til baka út af COVID. Sömuleiðis í fyrrasumar, þá vorum við langt komin með sumarráðningar en þá skellur á önnur bylgja og það setti hlutina í annað samhengi. Við þurftum annað hvort að draga úr starfshlutfalli eða draga ráðningar til baka.“ Það iðar allt af lífi á Keflavíkurflugvelli enda er ferðavilji ríkur eftir takmarkanirnar sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum. Þrátt fyrir þetta sé tilefni til bjartsýni vegna þess lærdóms sem dreginn var í faraldrinum. „Við, hins vegar, sem vinnum á flugvellinum erum mjög bjartsýn og trúum því að við séum búin að læra ansi margt á síðustu tveimur árum og við förum vonandi ekki aftur í sambærilegt ástand.“ Brynjar segir að þorri þeirra þrjú hundruð sumarstarfsmanna sem hafi fengið sumarstarf á flugvöllum ISAVIA séu ýmist Íslendingar eða íslenskumælandi einstaklingar því fyrirtækið geri kröfu um íslenskukunnáttu þegar störf eru auglýst. Þess ber þó að geta að starfsfólk frá ISAVIA telur ekki nema 10% af þeim sem starfa á Keflavíkurflugvelli. Þar eru fyrir stórir vinnuveitendur á borð við Icelandair og Airport Associates og þá er ótalinn fjöldi rekstraraðila inn á flugstöðinni. „Við erum bara brotabrot þar af en auðvitað vinnum við öll mjög náið saman í því samfélagi sem er til staðar á Keflavíkurflugvelli.“ Störf innan ferðaþjónustu geta verið afar sveiflukennd og því var kórónuveirufaraldurinn ekki á bætandi. „Já, það er náttúrulega þannig að við hjá ISAVIA erum orðin vön því að vera í mjög sveiflukenndri starfsemi. Ísland er vinsælt ferðamannaland, sérstaklega yfir sumarið, en blessunarlega hefur okkur nú samt tekist að markaðssetja Ísland sem áfangastað allt árið um kring þannig að sveiflurnar eru ekki eins miklar og áður fyrr en auðvitað er það alltaf áskorun að vinna í umhverfi þar sem eru sveiflur en ég held að við séum bara orðin góð í því og okkur gefst það vel,“ sagði Brynjar. Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01 Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. 13. apríl 2022 22:58 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Þrátt fyrir þetta hefur tekist betur að manna í stöður á flugvöllum ISAVIA fyrir ferðamannasumarið heldur en víða í Evrópu. Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri ISAVIA, var ekki bjartsýnn í byrjun árs þegar ráða þurfti um þrjú hundruð manns í sumarstörf á flugvöllum ISAVIA enda kom kórónuveirufaraldurinn illa niður á starfsfólki flugvalla víða um heim og gróf undan starfsöryggi þess. Undanfarið hafa fréttir verið sagðar af hálfgerðri örtröð og ringulreið á mörgum flugvöllum í Evrópu nú í aðdraganda ferðasumarsins. Brynjar segir að staðan sé mun betri á flugvöllum ISAVIA en víða annars staðar og að vel hafi gengið að manna stöður. „Miðað við þær fréttir sem við lesum núna um flugvelli í Evrópu og Bandaríkjunum þá erum við bara í ágætismálum. Margir flugvellir eiga í erfiðleikum með að manna störf hjá sér og þar af leiðandi hefur þurft að bæði fresta flugferðum og aflýsa en við búum ekki við það, sem betur fer. Við náum að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum hafa þannig að við erum í betri stöðu en margir aðrir.“ Brynjar segir að eftir kórónuveirufaraldurinn sé mikil áskorun fyrir stjórnendur flugvalla að skapa aftur traust til flugvalla sem vinnustað. „Við heyrum það frá kollegum okkar alls staðar í heiminum að traust á flugvöllum sem vinnustað hefur dalað vegna COVID-19. Margir flugvellir hafa ráðið starfsfólk en síðan þurft að draga ráðningarnar til baka ýmist út af nýjum afbrigðum af COVID eða uppsveiflum af COVID. Það mun ábyggilega taka nokkur ár að ná fyrra trausti. Við, til að mynda, vorum búin að ganga frá nánast öllum sumarráðningum fyrir sumarið 2020 og þurftum að draga stóran hluta þeirra til baka út af COVID. Sömuleiðis í fyrrasumar, þá vorum við langt komin með sumarráðningar en þá skellur á önnur bylgja og það setti hlutina í annað samhengi. Við þurftum annað hvort að draga úr starfshlutfalli eða draga ráðningar til baka.“ Það iðar allt af lífi á Keflavíkurflugvelli enda er ferðavilji ríkur eftir takmarkanirnar sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum. Þrátt fyrir þetta sé tilefni til bjartsýni vegna þess lærdóms sem dreginn var í faraldrinum. „Við, hins vegar, sem vinnum á flugvellinum erum mjög bjartsýn og trúum því að við séum búin að læra ansi margt á síðustu tveimur árum og við förum vonandi ekki aftur í sambærilegt ástand.“ Brynjar segir að þorri þeirra þrjú hundruð sumarstarfsmanna sem hafi fengið sumarstarf á flugvöllum ISAVIA séu ýmist Íslendingar eða íslenskumælandi einstaklingar því fyrirtækið geri kröfu um íslenskukunnáttu þegar störf eru auglýst. Þess ber þó að geta að starfsfólk frá ISAVIA telur ekki nema 10% af þeim sem starfa á Keflavíkurflugvelli. Þar eru fyrir stórir vinnuveitendur á borð við Icelandair og Airport Associates og þá er ótalinn fjöldi rekstraraðila inn á flugstöðinni. „Við erum bara brotabrot þar af en auðvitað vinnum við öll mjög náið saman í því samfélagi sem er til staðar á Keflavíkurflugvelli.“ Störf innan ferðaþjónustu geta verið afar sveiflukennd og því var kórónuveirufaraldurinn ekki á bætandi. „Já, það er náttúrulega þannig að við hjá ISAVIA erum orðin vön því að vera í mjög sveiflukenndri starfsemi. Ísland er vinsælt ferðamannaland, sérstaklega yfir sumarið, en blessunarlega hefur okkur nú samt tekist að markaðssetja Ísland sem áfangastað allt árið um kring þannig að sveiflurnar eru ekki eins miklar og áður fyrr en auðvitað er það alltaf áskorun að vinna í umhverfi þar sem eru sveiflur en ég held að við séum bara orðin góð í því og okkur gefst það vel,“ sagði Brynjar.
Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01 Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. 13. apríl 2022 22:58 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01
Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55
Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. 13. apríl 2022 22:58