Innlent

Hyggjast mörg hver lækka á­lagningar­hlut­fall fast­eigna­skatta

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Flestir þeirra fulltrúa stærstu sveitarfélaganna sem blaðið ræddi við virðast samstíga í því að bregðast verði við hækkuninni.
Flestir þeirra fulltrúa stærstu sveitarfélaganna sem blaðið ræddi við virðast samstíga í því að bregðast verði við hækkuninni. Vísir/Vilhelm

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla mörg hver að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að bregðast við hækkun fasteignamatsins sem kynnt var í gær en gjöldin hafa aldrei áður hækkað jafn mikið í einu skrefi frá bankahruninu 2008.

Í úttekt Morgunblaðsins í dag er rætt við nokkra fulltrúa stærstu sveitarfélaga landsins og virðast flestir samstíga í því að bregðast verði við hækkuninni.

Þannig segir Bragi Bjarnason, oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg, að þar verði leitað leiða til að lækka hlutfallið og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, bendir á að þar á bæ hafi menn lækkað það til að koma til móts við fyrri hækkanir og segir Elliði að það verði gert áfram.

Og í Kópavogi segir Ásdís Kristjánsdóttir, nýr bæjarstjóri, að hlutfallið varði lækkað enda sé það í málefnasamningi nýs meirihluta og sömu sögu segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Meirihluti hefur enn ekki verið myndaður í Reykjavík og blaðið náði ekki í fulltrúa þeirra flokka sem nú sitja við samningaborðið. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir hins vegar að lækkun gjaldanna sé eina skynsamlega viðbragðið við þessari stöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×