Innlent

Flug­freyju­fé­lagið og Niceair gera með sér kjara­samning

Atli Ísleifsson skrifar
Niceair mun fljúga til London, Kaupmannahafnar og Tenerife í sumar og bætist svo Manchester við í haust.
Niceair mun fljúga til London, Kaupmannahafnar og Tenerife í sumar og bætist svo Manchester við í haust. Vísir/Tryggvi

Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og hið akureyrska flugfélag Niceair hafa gert með sér kjarasamning fyrir flugfreyjur og -þjóna félagsins.

Í tilkynningu kemur fram að samningurinn hafi verið undirritaður í dag og gildi til 1. júní 2024. Hafi samningurinn verið kynntur fyrir félagsmönnum ásamt atkvæðagreiðslu og hann því samþykktur.

„Það er með gleði og bjartsýni sem við hjá FFÍ óskum Niceair til hamingju með að hafa tekið á loft. FFÍ fagnar því að Niceair hafi gengið til viðræðna og lokið kjarasamningi við félagið með árangursríkum hætti og bjóðum við nýja félagsmenn hjartanlega velkomna. Viðræðuferlið hefur í alla staði verið farsælt og gott og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs,“ segir í tilkynningunni.

Niceair er fyrsta millilandaflugfélagið sem hefur fasta viðveru allan ársins hring á Akureyrarflugvelli, en þota félagsins, Súlur, flaug í fyrsta sinn til vallarins í gær.

Niceair mun fljúga til London, Kaupmannahafnar og Tenerife í sumar og bætist svo Manchester við í haust.

Drífa ánægð

ASÍ hefur sent frá sér sérstaka tilkynningu vegna gerð kjarasamningsins þar sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, óskar nýju flugfélagi til hamingju með „heilladrjúg fyrstu skref“. Þó óskar Drífa flugfélaginu velfarnaðar í framtíðinni.

„Það er ljóst að það á ekki að tjalda til einnar nætur og það er góð tilfinning að geta mælt með nýju flugfélagi við viðskiptavini, fjárfesta og starfsfólk,“ segir Drífa.

Þá er haft eftir Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, formanns FFÍ, að það sé með gleði og bjartsýni sem félagsmenn óski Niceair til hamingju með að hafa tekið á loft. „FFÍ fagnar því að Niceair hafi gengið til viðræðna og lokið kjarasamningi við félagið með árangursríkum hætti og bjóðum við nýja félagsmenn hjartanlega velkomna. Viðræðuferlið hefur í alla staði verið farsælt og gott og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.“

Að neðan má sjá frétt um Niceair í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. 


Tengdar fréttir

Segir Play stór­hættu­legt launa­fólki

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Play vera „stórhættulegt íslensku launafólki“. Hún hvetur launafólk og fjárfesta að sniðganga flugfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×