Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2022 23:23 Jóhann Haukur Sigurðsson, gröfumaður hjá Borgarverki, tók fyrstu skóflustunguna í Teigsskógi í dag. Arnar Halldórsson Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint úr Þorskafirði og rætt við sveitarstjóra Reykhólahrepps og gröfustjóra Borgarverks, sem tók fyrstu skóflustunguna. Sjá mátti hvar búið er að ryðja skóginn á um áttatíu metra breiðu belti þar sem vegstæðið verður og hvar grafan hóf moksturinn í dag. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, á framkvæmdasvæðinu í Þorskafirði í dag.Arnar Halldórsson „Fyrir nokkrum árum síðan var þetta draumur einn. Það er bara þannig. Þetta er náttúrlega búið að velkjast í kerfinu í mörg, mörg ár. En nú eru allir hlutir að gerast,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. En hvernig tilfinning var það að hefja þetta umdeilda verk, vegagerð um Teigsskóg? „Er þetta ekki bara þróun í vegamálum? Góð þróun. Að fá loksins færan veg hérna vesturúr,“ sagði Jóhann Haukur Sigurðsson gröfumaður. Fyrsta skóflustunga að nýjum kafla Vestfjarðavegar um Teigsskóg var tekin í dag.KMU En hafa heimamenn áhyggjur af því raski sem þarna verður á náttúrunni? „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af raski á náttúrunni. En það verður að vera jafnvægi milli manna og náttúru. Og við reyndum að finna bestu niðurstöðuna hvað það varðar,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „Það verður að passa hverja þúfu og að allur staðargróður endurheimtist. Að hann komist í vegfláana og að þetta líti út fyrir að vera bara vegur á yfirborðinu,“ sagði Jóhann Haukur. Hér sést vel hvernig búið er ryðja kjarrið úr vegstæðinu. Gamli vegslóðinn að eyðibýlinu Gröf til vinstri.Arnar Halldórsson „Þetta hefur gífurlegar breytingar í för með sér. Við erum að sjá til dæmis alla þessa atvinnuuppbyggingu fyrir vestan, á suðurfjörðunum, og allan flutninginn með verðmæti, sem fer hérna í gegnum sveitarfélagið hjá okkur. Þetta er þvílík breyting þar. Nú, hér búa íbúar, í sveitarfélaginu hjá okkur, það nær alveg að Skálanesi. Breytingin hjá því fólki er ekki lítil. Og inni í Gufudal og Djúpadal jafnvel. Þetta styttir allar leiðir inn á Reykhóla þar sem þetta fólk sækir þjónustu. Og jafnvel annað, til Reykjavíkur líka,“ segir sveitarstjórinn. Ítarlegri umfjöllun má sjá í frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. 29. maí 2022 07:54 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint úr Þorskafirði og rætt við sveitarstjóra Reykhólahrepps og gröfustjóra Borgarverks, sem tók fyrstu skóflustunguna. Sjá mátti hvar búið er að ryðja skóginn á um áttatíu metra breiðu belti þar sem vegstæðið verður og hvar grafan hóf moksturinn í dag. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, á framkvæmdasvæðinu í Þorskafirði í dag.Arnar Halldórsson „Fyrir nokkrum árum síðan var þetta draumur einn. Það er bara þannig. Þetta er náttúrlega búið að velkjast í kerfinu í mörg, mörg ár. En nú eru allir hlutir að gerast,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. En hvernig tilfinning var það að hefja þetta umdeilda verk, vegagerð um Teigsskóg? „Er þetta ekki bara þróun í vegamálum? Góð þróun. Að fá loksins færan veg hérna vesturúr,“ sagði Jóhann Haukur Sigurðsson gröfumaður. Fyrsta skóflustunga að nýjum kafla Vestfjarðavegar um Teigsskóg var tekin í dag.KMU En hafa heimamenn áhyggjur af því raski sem þarna verður á náttúrunni? „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af raski á náttúrunni. En það verður að vera jafnvægi milli manna og náttúru. Og við reyndum að finna bestu niðurstöðuna hvað það varðar,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „Það verður að passa hverja þúfu og að allur staðargróður endurheimtist. Að hann komist í vegfláana og að þetta líti út fyrir að vera bara vegur á yfirborðinu,“ sagði Jóhann Haukur. Hér sést vel hvernig búið er ryðja kjarrið úr vegstæðinu. Gamli vegslóðinn að eyðibýlinu Gröf til vinstri.Arnar Halldórsson „Þetta hefur gífurlegar breytingar í för með sér. Við erum að sjá til dæmis alla þessa atvinnuuppbyggingu fyrir vestan, á suðurfjörðunum, og allan flutninginn með verðmæti, sem fer hérna í gegnum sveitarfélagið hjá okkur. Þetta er þvílík breyting þar. Nú, hér búa íbúar, í sveitarfélaginu hjá okkur, það nær alveg að Skálanesi. Breytingin hjá því fólki er ekki lítil. Og inni í Gufudal og Djúpadal jafnvel. Þetta styttir allar leiðir inn á Reykhóla þar sem þetta fólk sækir þjónustu. Og jafnvel annað, til Reykjavíkur líka,“ segir sveitarstjórinn. Ítarlegri umfjöllun má sjá í frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. 29. maí 2022 07:54 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. 29. maí 2022 07:54
Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00
Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14