„Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2022 13:25 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. Mótmælin hefjast klukkan korter yfir fjögur á Austurvelli og hefur fjöldi fólks boðað komu sína á samfélagsmiðlum. Sema Erla Serdar, formaður hjálparstamtakanna Solaris, er á meðal skipuleggjenda. Hún segir málstað fólksins njóta meðbyrs í samfélaginu og á von á því að stór hópur láti sjá sig. Krafa mótmælenda sé að fallið verði frá brottvísununum í heild sinni. „Fólk er almennt ekki sátt við þá ákvörðun stjórnvalda að vísa svona stórum hópi, fordæmalausri stærð af hópi, úr landi á einu bretti. Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals.“ Fólki sé misboðið hvernig komið sé fram við fólk á flótta, og stjórnvöld hafi það í hendi sér að leyfa fólkinu að vera. „Það eru nú þegar til fordæmi fyrir því að það sé gripið inn í einstök mál. Það eina sem þarf til þess að hverfa frá þessari ákvörðun er pólitískur vilji, sem því miður virðist ekki vera til staðar,“ segir Sema. Hún óttast að verið sé að undirbúa brottvísun fólksins með hraði. „Þannig að við hvetjum sem flesta til þess að mæta og láta fólkið líka vita, ef við höfum ekki náð til þeirra að koma og vera með okkur í dag. Þannig að við getum stutt hvort annað og sýnt samstöðu með hópnum.“ Upphaflega stóð til að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi, en nú er fjöldi þeirra nær tvö hundruð. Það kannski fyrst og fremst sýnir okkur að ef þau vilja fækka í hópnum, ef þau vilja ekki brottvísa fólkinu þá virðist vera mjög auðvelt að gera það ekki.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Mótmælin hefjast klukkan korter yfir fjögur á Austurvelli og hefur fjöldi fólks boðað komu sína á samfélagsmiðlum. Sema Erla Serdar, formaður hjálparstamtakanna Solaris, er á meðal skipuleggjenda. Hún segir málstað fólksins njóta meðbyrs í samfélaginu og á von á því að stór hópur láti sjá sig. Krafa mótmælenda sé að fallið verði frá brottvísununum í heild sinni. „Fólk er almennt ekki sátt við þá ákvörðun stjórnvalda að vísa svona stórum hópi, fordæmalausri stærð af hópi, úr landi á einu bretti. Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals.“ Fólki sé misboðið hvernig komið sé fram við fólk á flótta, og stjórnvöld hafi það í hendi sér að leyfa fólkinu að vera. „Það eru nú þegar til fordæmi fyrir því að það sé gripið inn í einstök mál. Það eina sem þarf til þess að hverfa frá þessari ákvörðun er pólitískur vilji, sem því miður virðist ekki vera til staðar,“ segir Sema. Hún óttast að verið sé að undirbúa brottvísun fólksins með hraði. „Þannig að við hvetjum sem flesta til þess að mæta og láta fólkið líka vita, ef við höfum ekki náð til þeirra að koma og vera með okkur í dag. Þannig að við getum stutt hvort annað og sýnt samstöðu með hópnum.“ Upphaflega stóð til að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi, en nú er fjöldi þeirra nær tvö hundruð. Það kannski fyrst og fremst sýnir okkur að ef þau vilja fækka í hópnum, ef þau vilja ekki brottvísa fólkinu þá virðist vera mjög auðvelt að gera það ekki.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. 27. maí 2022 20:00
Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01