Ummæli um meðferð trans barna grafi undan starfi transteymis Árni Sæberg skrifar 27. maí 2022 21:53 Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala hefur beðist velvirðingar á ummælum sínum um meðferðir barna með svokallaðan kynama, sem birtust í grein á Stundinni í dag. Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir greinina grafa undan mikilvægu starfi transteymis BUGL. Í frétt á Stundinni í dag var haft eftir Birni Hjálmarssyni, nýjum yfirlækni BUGL, að læknar bíði í ofvæni eftir gagnreyndum rannsóknarniðurstöðum um viðkvæman hóp trans barna. „Í dag erum við öll í myrkri aktívisma og fákunnáttu“ er haft eftir honum. „Þetta er rangt og ég biðst velvirðingar á þeim orðum,“ segir Björn í pistli á vefsíðu Landspítalans. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð meðal þeirra sem berjast fyrir réttindum trans fólks og barna. „Þetta kom okkur virkilega á óvart að þetta væri orðræða yfirlæknisins. Það kom á óvart hvernig þessi grein grefur undan öllu sem hefur verið byggt upp mjög faglega hjá BUGL á síðustu árum,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Björn segir í pistlinum að sú þjónusta sem transteymi BUGL veitir börnum og ungmennum byggi á alþjóðlegum viðmiðum og gagnreyndum rannsóknum. Daníel tekur undir þetta og segir ekkert barn sem leitað hefur til samtakanna hafa kvartað undan þjónustu transteymisins. Þess þó heldur hefur vandamálið frekar verið að erfitt sé að komast þar að. Reynslan spanni ekki marga áratugi Björn segir að mikilvægt sé að fylgjast vel með alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum þar sem reynslan af meðferð trans barna spanni ekki marga áratugi. Daníel segir allar rannsóknir um málefni trans barna sýna fram á að betra sé að hefja meðferð trans barna frekar en að bíða með það þar til þau verði fullorðin. Það sé þrátt fyrir að meðferðinni geti fylgt ákveðnar aukaverkanir en Daníel bendir á að aukaverkanir fylgi meðferðum annarra skjólstæðinga BUGL en engum detti í hug að sleppa þeim. Fréttin hafi komið á erfiðum tíma Daníel gagnrýnir að grein Stundarinnar hafi verið birt í dag, svo skömmu eftir að trans börn sem eru skjólstæðingar Samtakanna '78 greindu frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að þau hefðu orðið fyrir miklu aðkasti í samfélaginu. „Börnin okkar þurfa að líða öráreiti og fordóma á hverjum einasta degi frá samfélaginu. En að þurfa að upplifa það líka þarna frá kerfinu, frá fjölmiðlum og valdafólki, það er bara sorglegt að ekki einu sinni það fólk geti verið með þeim í liði. Leiði vonandi til aukins samstarfs Daníel segist fagna því að Björn hafi befist afsökunar á ummælum sínum í Stundinni í dag. „Það er honum alveg til tekna að koma fram og biðjast afsökunar, það er gott. Ég lít á það svoleiðis að við getum mögulega byggt upp eitthvað sterkara eftir þetta,“ segir Daníel. Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Í frétt á Stundinni í dag var haft eftir Birni Hjálmarssyni, nýjum yfirlækni BUGL, að læknar bíði í ofvæni eftir gagnreyndum rannsóknarniðurstöðum um viðkvæman hóp trans barna. „Í dag erum við öll í myrkri aktívisma og fákunnáttu“ er haft eftir honum. „Þetta er rangt og ég biðst velvirðingar á þeim orðum,“ segir Björn í pistli á vefsíðu Landspítalans. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð meðal þeirra sem berjast fyrir réttindum trans fólks og barna. „Þetta kom okkur virkilega á óvart að þetta væri orðræða yfirlæknisins. Það kom á óvart hvernig þessi grein grefur undan öllu sem hefur verið byggt upp mjög faglega hjá BUGL á síðustu árum,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Björn segir í pistlinum að sú þjónusta sem transteymi BUGL veitir börnum og ungmennum byggi á alþjóðlegum viðmiðum og gagnreyndum rannsóknum. Daníel tekur undir þetta og segir ekkert barn sem leitað hefur til samtakanna hafa kvartað undan þjónustu transteymisins. Þess þó heldur hefur vandamálið frekar verið að erfitt sé að komast þar að. Reynslan spanni ekki marga áratugi Björn segir að mikilvægt sé að fylgjast vel með alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum þar sem reynslan af meðferð trans barna spanni ekki marga áratugi. Daníel segir allar rannsóknir um málefni trans barna sýna fram á að betra sé að hefja meðferð trans barna frekar en að bíða með það þar til þau verði fullorðin. Það sé þrátt fyrir að meðferðinni geti fylgt ákveðnar aukaverkanir en Daníel bendir á að aukaverkanir fylgi meðferðum annarra skjólstæðinga BUGL en engum detti í hug að sleppa þeim. Fréttin hafi komið á erfiðum tíma Daníel gagnrýnir að grein Stundarinnar hafi verið birt í dag, svo skömmu eftir að trans börn sem eru skjólstæðingar Samtakanna '78 greindu frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að þau hefðu orðið fyrir miklu aðkasti í samfélaginu. „Börnin okkar þurfa að líða öráreiti og fordóma á hverjum einasta degi frá samfélaginu. En að þurfa að upplifa það líka þarna frá kerfinu, frá fjölmiðlum og valdafólki, það er bara sorglegt að ekki einu sinni það fólk geti verið með þeim í liði. Leiði vonandi til aukins samstarfs Daníel segist fagna því að Björn hafi befist afsökunar á ummælum sínum í Stundinni í dag. „Það er honum alveg til tekna að koma fram og biðjast afsökunar, það er gott. Ég lít á það svoleiðis að við getum mögulega byggt upp eitthvað sterkara eftir þetta,“ segir Daníel.
Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira