Viðar ráðinn aftur til Eflingar Árni Sæberg skrifar 27. maí 2022 20:14 Viðar Þorsteinsson tekur brátt aftur til starfa hjá Eflingu. vísir/vilhelm Stjórn Eflingar hefur samþykkt ráðningar hóps stjórnenda sem munu hefja störf á næstu vikum. Meðal þeirra er Viðar Þorsteinsson. Viðar tekur við starfi fræðslu- og félagsmálastjóra stéttarfélagsins en hann var áður framkvæmdastjóri þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Viðar sagði upp störfum þann 1. nóvember síðastliðinn, daginn eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns Eflingar eftir mikla ólgu innan félagsins. Þegar nýtt fólk var komið í brúna hjá Eflingu var sálfræði- og ráðgjafastofan Líf og sál fengin til að gera úttekt á stjórnarháttum fyrri stjórnenda. Í skýrslu stofunnar kom meðal annars fram að Viðar teldist hafa gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar. Viðar þvertók fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Þá gagnrýndi hann að ekki hefði verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum. Tímasetningin væri engin tilviljun; á ferðinni væri úthugsaður leikur til að spilla framboði Sólveigar Önnu til formanns. Allir gengu í gegnum hæfnismat Stjórnin samþykkti einnig ráðningar Magnúsa Rínars Magnússonar sviðsstjóra þjónustu og Ingólfs B. Jónssonar sviðsstjóra vinnuréttinda. Áður hefur verið greint frá því að Perla Ösp Ásgeirsdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Þá hefur einnig verið gengið frá ráðningu Sveins Ingvasonar í stöðu forstöðumanns orlofshúsa, en Sveinn hefur um árabil verið yfirmaður orlofshúsamála Eflingar. Stefán Ólafsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum og Ragnar Ólason tekur við starfi sérfræðings í kjarasamningsgerð. „Allir þessir einstaklingar fóru í gegnum viðtöl og hæfnismat hjá ráðningarstofu. Með þessum ráðningum hafa stjórnunarstöður allra helstu sviða starfseminnar á skrifstofu Eflingar verið mannaðar,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Almennar ráðningar ganga vel Þá segir að lokafrágangur standi nú yfir á ráðningum annarra starfsmanna en mikill fjöldi umsókna hafi borist þegar störf voru auglýst þann 16. apríl síðastliðinn. Ráða þarf mikinn fjölda fólks í kjölfar þess stjórn félagsins samþykkti tillögu Sólveigar Önnu, sem hafði þá tekið við formannssæti á ný, þess efnis að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. „Ráðningar hafa gengið framar vonum. Rekstur skrifstofunnar er og verður í góðum höndum. Næsta skref er að ganga frá ráðningum almennra starfsmanna, og vonir standa til að því verði lokið innan skamms,“ er haft eftir Sólveigu Önna Jónsdóttur í tilkynningu. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vistaskipti Tengdar fréttir Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12 Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Viðar tekur við starfi fræðslu- og félagsmálastjóra stéttarfélagsins en hann var áður framkvæmdastjóri þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Viðar sagði upp störfum þann 1. nóvember síðastliðinn, daginn eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns Eflingar eftir mikla ólgu innan félagsins. Þegar nýtt fólk var komið í brúna hjá Eflingu var sálfræði- og ráðgjafastofan Líf og sál fengin til að gera úttekt á stjórnarháttum fyrri stjórnenda. Í skýrslu stofunnar kom meðal annars fram að Viðar teldist hafa gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar. Viðar þvertók fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Þá gagnrýndi hann að ekki hefði verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum. Tímasetningin væri engin tilviljun; á ferðinni væri úthugsaður leikur til að spilla framboði Sólveigar Önnu til formanns. Allir gengu í gegnum hæfnismat Stjórnin samþykkti einnig ráðningar Magnúsa Rínars Magnússonar sviðsstjóra þjónustu og Ingólfs B. Jónssonar sviðsstjóra vinnuréttinda. Áður hefur verið greint frá því að Perla Ösp Ásgeirsdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Þá hefur einnig verið gengið frá ráðningu Sveins Ingvasonar í stöðu forstöðumanns orlofshúsa, en Sveinn hefur um árabil verið yfirmaður orlofshúsamála Eflingar. Stefán Ólafsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum og Ragnar Ólason tekur við starfi sérfræðings í kjarasamningsgerð. „Allir þessir einstaklingar fóru í gegnum viðtöl og hæfnismat hjá ráðningarstofu. Með þessum ráðningum hafa stjórnunarstöður allra helstu sviða starfseminnar á skrifstofu Eflingar verið mannaðar,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Almennar ráðningar ganga vel Þá segir að lokafrágangur standi nú yfir á ráðningum annarra starfsmanna en mikill fjöldi umsókna hafi borist þegar störf voru auglýst þann 16. apríl síðastliðinn. Ráða þarf mikinn fjölda fólks í kjölfar þess stjórn félagsins samþykkti tillögu Sólveigar Önnu, sem hafði þá tekið við formannssæti á ný, þess efnis að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. „Ráðningar hafa gengið framar vonum. Rekstur skrifstofunnar er og verður í góðum höndum. Næsta skref er að ganga frá ráðningum almennra starfsmanna, og vonir standa til að því verði lokið innan skamms,“ er haft eftir Sólveigu Önna Jónsdóttur í tilkynningu.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vistaskipti Tengdar fréttir Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12 Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12
Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15