Innlent

Þetta eru tíu hvössustu staðir þjóð­veganna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Vindhviður eru algengar á Kjalarnesi sem situr í áttunda sæti listans.
Vindhviður eru algengar á Kjalarnesi sem situr í áttunda sæti listans.

Með svokallaðri hviðuþekju hefur Vegagerðin lokið við kortlagningu tíu hvössustu staða þjóðveganna.

Kortlagningin er afrakstur lokaskýrslu eftir Einar Sveinbjörnsson og Svein Gauta Einarsson hjá Veðurvaktinni ehf. en verkefnið var styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar en þar segir að markmið rannsóknarinnar hafi verið að útbúa hnitsett kerfi upplýsinga um varasama hviðustaði.

Samkvæmt Vegagerðarinni voru um 86 hviðustaðir kortlagðir og við skráningu gerð sú krafa að á viðkomandi stað væri þekkt að ökutæki eða vagnar hefðu fokið út af eða lent í öðrum vandræðum vegna vinds.

Með hviðuþekjunni sé til reiðu hnitsett kerfi upplýsinga fyrir 86 skilgreinda varasama hviðustaði eða vegkafla.

Tíu algengustu vindhviðustaðirnir

Á vef Vegagerðarinnar er jafnframt birtur listi yfir þá tíu staði þar sem hviður eru algengastar yfir allt árið. Unnið var út frá öllum mælingum frá 2011-2020. Tíðnin er jafndreifð niður á mánuði, en eðlilega er hún alla jafna hæst yfir vetrarmánuðina.

Myndin sýnir kortlagningu tíu vindasömustu staði þjóðvegarins.vegagerðin

Listinn er eftirfarandi:

  1. Hvammur 1,39%
  2. Hafnarfjall 1,38%
  3. Vatnsskarð eystra 1,22%
  4. Stafá 1,22%
  5. Hraunsmúli 1,22%
  6. Sandfell 1,14%
  7. Hamarsfjörður 1,11%
  8. Kjalarnes 1,02%
  9. Hafursfell 0,91%
  10. Steinar 0,78%



Fleiri fréttir

Sjá meira


×