Dauðadæmdir menn fá ekki að leita til alríkisdómstóla með ný sönnunargögn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2022 22:45 Hæstiréttur Bandaríkjanna er skipaður níu dómurum. AP/Alex Brandon Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að fangar sem héldu fram sakleysi sínu gætu ekki lagt fram ný sönnunargögn í málum sínum, þrátt fyrir að sýnt hefði verið fram á að vörn þeirra hafi ekki verið fullnægjandi vegna vanhæfra lögmanna. Þetta á jafnvel við um fanga sem hlotið hafa dauðadóm eða verið dæmdir til fangelsisvistar til lífstíðar. Meirihluti réttarins taldi að réttur ríkja í Bandaríkjunum til þess að framfylgja hegningarlögum gangi þannig framar rétti saklausra manna til að sýna fram á sakleysi sitt með nýjum sönnunargögnum. Sex dómarar íhaldsins réðu för Sex af níu dómurum komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri heimilt fyrir fanga að leggja fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól (e. federal court), ef þau hefðu ekki áður verið lögð fram fyrir ríkisdómstól (e. state court). Ákvörðunin hefur það í för með sér að fangar munu ekki geta leitað atbeina alríkisdómstóla til að sýna fram á sakleysi sitt, ef verjendur þeirra hafa til að mynda ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Þá gengur hún gegn fordæmi réttarins sem áður hafði verið sett. Hæstiréttur samanstendur af níu dómurum. Sex sem skipaðir voru af forsetum úr röðum Repúblikana, en þremur úr röðum Demókrata. Allir sex úr fyrrnefnda hópnum voru fylgjandi ákvörðuninni, en hinir þrír á móti og sögðu hana „rökleysu“ og „öfugsnúna“ í minnihlutaáliti sínu. Dómarinn Clarence Thomas, sem skipaður var af George Bush eldri, ritaði álit meirihlutans í málinu. Þar sagði að málið snerist um rétt ríkja til þess að framfylgja settum hegningarlögum. Þann rétt mætti ekki svipta ríkin með inngripi alríkisdómstóla. Taldi meirihlutinn að ríkin væru einmitt svipt rétti sínum til þess, þrátt fyrir að sakborningar legðu fram sönnunargögn sem lögmönnum hefði láðst að gera fyrir ríkisdómstólum, til þess að sýna fram á sakleysi sitt. Mistök lögmanna geti kostað menn lífið Málinu, sem lauk með þessari ákvörðun, var skotið til Hæstaréttar af stjórnvöldum í Arizona. Þau vildu koma í veg fyrir að tveir fangar á dauðadeild gætu látið reyna á mál sín fyrir alríkisdómstólum. Guardian greinir frá því að annar þeirra hefði með sterkum rökum getað sýnt fram á sakleysi í málinu sem hann var að endingu dæmdur til dauða fyrir. Arizona-ríki hélt því fram að mennirnir ættu ekki að geta lagt fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól sem ekki höfðu komið fram fyrir ríkisdómstól. Lögmenn mannanna tveggja bentu hins vegar á að ástæða þess að gögnin voru ekki lögð fram væri sú að lögmenn þeirra fyrir ríkisdómstólnum, sem ríkið hafði útvegað þeim, hefðu verið vanhæfir. Ef ekki yrði fallist á að leyfa þeim að leggja gögnin fram hefðu þeir því í reynd verið dæmdir til dauða vegna þess að lögmönnum þeirra hefði láðst að benda á augljósan sannleik í málinu, eða þeir ekki náð að skila gögnum fyrir settan frest. Ekki væri unnt að kenna föngunum sjálfum um það. Meirihluti réttarins féllst hins vegar á sjónarmið ríkisins, fremur en mannanna. Clarence Thomas, annar frá vinstri í fremri röð, skrifaði álit meirihlutans í málinu. Sonia Sotomayor, lengst til hægri í fremri röð, skrifaði álit minnihlutans, þar sem ákvörðunin var sögð „öfugsnúin“ og „órökrétt.“Hæstiréttur Bandaríkjanna Ábyrgðin sé réttarins og einskis annars Með ákvörðuninni virðist rétturinn skipta nokkuð um þá stefnu sína að fylgja eigin fordæmum. Árið 2012 gekk Hæstaréttardómur í sambærilegu máli, þar sem niðurstaðan var sú að fangar ættu rétt á því að leita til alríkisdómstóla þegar sýnt hefði verið fram á að vörn þeirra hefði verið áfátt. Í minnihlutaáliti sínu sagði Sonia Sotomayor, sem skipuð var af Barack Obama, að ákvörðun meirihlutans væri órökrétt og sagði hana „öfugsnúna.“ Þá sagði hún að samkvæmt fordæmi réttarins sjálfs, sem þessi ákvörðun gengi gegn, væri ekki hægt að kenna föngum um, né refsa þeim fyrir, að lögmenn þeirra hafi ekki haldið uppi nógu góðum vörnum fyrir dómi. Þá sagði hún að með ákvörðuninni væri rétturinn til verjanda fyrir dómi, sem tryggður er í 6. viðauka stjórnarskrá Bandaríkjanna, ekkert nema orðin tóm. Hér eftir ættu sakborningar sem ekki hefðu fengið nægilega góða vörn enga von. „Ábyrgðin á þessari hörmulegu niðurstöðu liggur ekki á herðum Bandaríkjaþings, heldur þessa réttar,“ skrifaði Sotomayor. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Dauðarefsingar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Þetta á jafnvel við um fanga sem hlotið hafa dauðadóm eða verið dæmdir til fangelsisvistar til lífstíðar. Meirihluti réttarins taldi að réttur ríkja í Bandaríkjunum til þess að framfylgja hegningarlögum gangi þannig framar rétti saklausra manna til að sýna fram á sakleysi sitt með nýjum sönnunargögnum. Sex dómarar íhaldsins réðu för Sex af níu dómurum komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri heimilt fyrir fanga að leggja fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól (e. federal court), ef þau hefðu ekki áður verið lögð fram fyrir ríkisdómstól (e. state court). Ákvörðunin hefur það í för með sér að fangar munu ekki geta leitað atbeina alríkisdómstóla til að sýna fram á sakleysi sitt, ef verjendur þeirra hafa til að mynda ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Þá gengur hún gegn fordæmi réttarins sem áður hafði verið sett. Hæstiréttur samanstendur af níu dómurum. Sex sem skipaðir voru af forsetum úr röðum Repúblikana, en þremur úr röðum Demókrata. Allir sex úr fyrrnefnda hópnum voru fylgjandi ákvörðuninni, en hinir þrír á móti og sögðu hana „rökleysu“ og „öfugsnúna“ í minnihlutaáliti sínu. Dómarinn Clarence Thomas, sem skipaður var af George Bush eldri, ritaði álit meirihlutans í málinu. Þar sagði að málið snerist um rétt ríkja til þess að framfylgja settum hegningarlögum. Þann rétt mætti ekki svipta ríkin með inngripi alríkisdómstóla. Taldi meirihlutinn að ríkin væru einmitt svipt rétti sínum til þess, þrátt fyrir að sakborningar legðu fram sönnunargögn sem lögmönnum hefði láðst að gera fyrir ríkisdómstólum, til þess að sýna fram á sakleysi sitt. Mistök lögmanna geti kostað menn lífið Málinu, sem lauk með þessari ákvörðun, var skotið til Hæstaréttar af stjórnvöldum í Arizona. Þau vildu koma í veg fyrir að tveir fangar á dauðadeild gætu látið reyna á mál sín fyrir alríkisdómstólum. Guardian greinir frá því að annar þeirra hefði með sterkum rökum getað sýnt fram á sakleysi í málinu sem hann var að endingu dæmdur til dauða fyrir. Arizona-ríki hélt því fram að mennirnir ættu ekki að geta lagt fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól sem ekki höfðu komið fram fyrir ríkisdómstól. Lögmenn mannanna tveggja bentu hins vegar á að ástæða þess að gögnin voru ekki lögð fram væri sú að lögmenn þeirra fyrir ríkisdómstólnum, sem ríkið hafði útvegað þeim, hefðu verið vanhæfir. Ef ekki yrði fallist á að leyfa þeim að leggja gögnin fram hefðu þeir því í reynd verið dæmdir til dauða vegna þess að lögmönnum þeirra hefði láðst að benda á augljósan sannleik í málinu, eða þeir ekki náð að skila gögnum fyrir settan frest. Ekki væri unnt að kenna föngunum sjálfum um það. Meirihluti réttarins féllst hins vegar á sjónarmið ríkisins, fremur en mannanna. Clarence Thomas, annar frá vinstri í fremri röð, skrifaði álit meirihlutans í málinu. Sonia Sotomayor, lengst til hægri í fremri röð, skrifaði álit minnihlutans, þar sem ákvörðunin var sögð „öfugsnúin“ og „órökrétt.“Hæstiréttur Bandaríkjanna Ábyrgðin sé réttarins og einskis annars Með ákvörðuninni virðist rétturinn skipta nokkuð um þá stefnu sína að fylgja eigin fordæmum. Árið 2012 gekk Hæstaréttardómur í sambærilegu máli, þar sem niðurstaðan var sú að fangar ættu rétt á því að leita til alríkisdómstóla þegar sýnt hefði verið fram á að vörn þeirra hefði verið áfátt. Í minnihlutaáliti sínu sagði Sonia Sotomayor, sem skipuð var af Barack Obama, að ákvörðun meirihlutans væri órökrétt og sagði hana „öfugsnúna.“ Þá sagði hún að samkvæmt fordæmi réttarins sjálfs, sem þessi ákvörðun gengi gegn, væri ekki hægt að kenna föngum um, né refsa þeim fyrir, að lögmenn þeirra hafi ekki haldið uppi nógu góðum vörnum fyrir dómi. Þá sagði hún að með ákvörðuninni væri rétturinn til verjanda fyrir dómi, sem tryggður er í 6. viðauka stjórnarskrá Bandaríkjanna, ekkert nema orðin tóm. Hér eftir ættu sakborningar sem ekki hefðu fengið nægilega góða vörn enga von. „Ábyrgðin á þessari hörmulegu niðurstöðu liggur ekki á herðum Bandaríkjaþings, heldur þessa réttar,“ skrifaði Sotomayor.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Dauðarefsingar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira