Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2022 13:22 Vigdís í pontu í Ráðhúsinu. Hún dró ekki af sér í gagnrýni sinni á Dag B. Eggertsson borgarstjóra og meirihlutann á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Hún telur víst að Dagur verði eftir sem áður borgarstjóri Reykvíkinga. vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. Vísir leitaði viðbragða Vigdísar við meirihlutaviðræðunum sem kynntar voru í dag, hvernig hún meti þær og þá væntanlega nýja borgarstjórn?. Henni vafðist tunga um tönn, aldrei þessu vant. „Tjah, hvað skal segja - ég var búin að spá þessu þannig að þetta var fyrirséð. Og Dagur verður borgarstjóri.“ Heldurðu það? „Já. Dagur er mjög sleipur. Hann byrjar á því að gera málefnasamning sem verður kominn svo langt að ekki verður hægt að snúa til baka og krefst þess svo að fá stólinn.“ Vigdís segir spurð Dag vera ref; slyngan með afbrigðum og sannfærandi, þegar svo ber undir ef það komi sé vel fyrir hann. „Einar Þorsteinsson væri flottur borgarstjóri,“ segir Vigdís. En hún telur að það verði ekki. „Samúð mín er hjá kjósendum Framsóknarflokksins sem héldu og trúðu að þeir væru að kjósa breytingar á meirihlutanum í borgarstjórn.“ Þegar hún er spurð hvernig henni lítist á þann meirihluta sem nú stefnir í segist Vigdís ekki þurfa að spyrja. Hún kveður nú Ráðhúsið eftir fjögur viðburðarík ár og er spurð af því tilefni hvort hún eigi ekki eftir að sakna fólksins þar, Dags og félaga? „Ég fer aldrei í svoleiðis pælingar þegar ég hef tekið ákvarðanir í mínu lífi. Nú eru þessi 4 ár á enda og ég reynslunni ríkari.“ Og þú hefur þá frá ýmsu að segja? „Já, heldur betur,“ segir Vigdís. En var ekki alveg á því að deila reynslusögum við þetta tækifæri. Það bíður betri tíma. Jafnvel verður það skrifað í bók. „Já, ég á klárlega eftir að láta skrifa ævisögu mína – eða gera það sjálf,“ segir Vigdís og þá sé ekki bara borgin ein undir, heldur allt hitt líka. En Vigdís á viðburðaríkan feril á þingi að baki, einnig. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vigdís gerir upp stjórnmálaferilinn: „Konur eru konum verstar“ Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segir brátt skilið við viðburðarríkan stjórnmálaferil sinn og stígur út í óvissuna. 21. apríl 2022 09:00 Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Vísir leitaði viðbragða Vigdísar við meirihlutaviðræðunum sem kynntar voru í dag, hvernig hún meti þær og þá væntanlega nýja borgarstjórn?. Henni vafðist tunga um tönn, aldrei þessu vant. „Tjah, hvað skal segja - ég var búin að spá þessu þannig að þetta var fyrirséð. Og Dagur verður borgarstjóri.“ Heldurðu það? „Já. Dagur er mjög sleipur. Hann byrjar á því að gera málefnasamning sem verður kominn svo langt að ekki verður hægt að snúa til baka og krefst þess svo að fá stólinn.“ Vigdís segir spurð Dag vera ref; slyngan með afbrigðum og sannfærandi, þegar svo ber undir ef það komi sé vel fyrir hann. „Einar Þorsteinsson væri flottur borgarstjóri,“ segir Vigdís. En hún telur að það verði ekki. „Samúð mín er hjá kjósendum Framsóknarflokksins sem héldu og trúðu að þeir væru að kjósa breytingar á meirihlutanum í borgarstjórn.“ Þegar hún er spurð hvernig henni lítist á þann meirihluta sem nú stefnir í segist Vigdís ekki þurfa að spyrja. Hún kveður nú Ráðhúsið eftir fjögur viðburðarík ár og er spurð af því tilefni hvort hún eigi ekki eftir að sakna fólksins þar, Dags og félaga? „Ég fer aldrei í svoleiðis pælingar þegar ég hef tekið ákvarðanir í mínu lífi. Nú eru þessi 4 ár á enda og ég reynslunni ríkari.“ Og þú hefur þá frá ýmsu að segja? „Já, heldur betur,“ segir Vigdís. En var ekki alveg á því að deila reynslusögum við þetta tækifæri. Það bíður betri tíma. Jafnvel verður það skrifað í bók. „Já, ég á klárlega eftir að láta skrifa ævisögu mína – eða gera það sjálf,“ segir Vigdís og þá sé ekki bara borgin ein undir, heldur allt hitt líka. En Vigdís á viðburðaríkan feril á þingi að baki, einnig.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vigdís gerir upp stjórnmálaferilinn: „Konur eru konum verstar“ Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segir brátt skilið við viðburðarríkan stjórnmálaferil sinn og stígur út í óvissuna. 21. apríl 2022 09:00 Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Vigdís gerir upp stjórnmálaferilinn: „Konur eru konum verstar“ Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segir brátt skilið við viðburðarríkan stjórnmálaferil sinn og stígur út í óvissuna. 21. apríl 2022 09:00
Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38