Innlent

Tíðinda að vænta á Akranesi á morgun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Líf Lárusdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi segir að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi gefið sér út morgundaginn til að ræða saman mögulega myndun meirihluta.
Líf Lárusdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi segir að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi gefið sér út morgundaginn til að ræða saman mögulega myndun meirihluta. Vísir/Arnar

Tíðinda er að vænta af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi á morgun. Þetta segir Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna á Akranesi, í samtali við fréttastofu. 

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hófu formlegar meirihlutaviðræður á Akranesi um helgina eftir að slitnaði upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknar og Samfylkinar. Samfylkingin sleit viðræður um áframhaldandi meirihlutasamstarf vegna afarkosta sem Framsókn hafi sett og Samfylking gat ekki gengið að. 

Líf Lárusdóttir segir viðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ganga vel. 

„Viðræður hafa verið í gangi síðustu daga eftir að við boðuðum til formlegra meirihlutaviðræðna við Samfylkinguna. Það hefur gengið vel og við gefið okkur út morgundaginn til að ræða saman,“ segir Líf. 

Gera má því ráð fyrir að fregna verði að vænta á Akranesi á morgun. 

„Vonandi alla vega eitthvað fyrir helgi, hvorn veginn sem fer.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×