Ná ekki að breyta enskuskotnum umbúðum Nóa kropps Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2022 12:05 Bíó kropp í verslun. Umbúðirnar segja þeim sem eru ekki reiprennandi í ensku margt um bragðtegundina. Vísir/Kjartan Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus nær ekki að breyta enskuskotnum umbúðum á sumarútgáfu af Nóa kroppi þar sem búið er að dreifa nánast öllu takmörkuðu upplagi þess í verslanir. Málfræðingur við Háskóla Íslands gerði athugasemd við að umbúðirnar væru að hluta á ensku. Áhugamenn um íslenskt mál eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emirítus í íslenski málfræði við Háskóla Íslands, ráku upp stór augu þegar þeir sáu umbúðir utan um svonefnt „Bíó kropp“ frá Nóa Síríus. Umbúðirnar eru á íslensku að öðru leyti en að bragðtegundin er kölluð „butter & salt“, smjör og salt á íslensku. Eiríkur skoraði á Nóa Síríus að breyta umbúðunum í Facebook-hópnum Málspjall á dögunum. Skömmu síðar greindi hann frá því að fyrirtækið hefði sett sig í samband við hann og beðist afsökunar á „klaufalegu málfari“. Bar það fyrir sig að kex sem væri notað í sælgætið kæmi til þess merkt á ensku og það hafi þótt passa vel við vöruna. „Við munum passa okkur betur á þessu í framtíðinni,“ hafði Eiríkur eftir skeytinu sem hann fékk. Eiríkur hafði rétt fyrir sér á endanum Ekkert kom þó fram um hvort að fyrirtækið ætlaði að bregðast við og breyta umbúðunum. Í ummælum í Facebook-hópnum sagðist Eiríkur telja ólíklegt að sú yrði raunin og að það væri slæmt. Eiríkur átti kollgátuna. Nói Síríus staðfestir í skriflegu svari til Vísi að ekki standi til að breyta umbúðunum. „Þessi vara er ein af sumarvörunum okkar í ár og var framleidd í takmörkuðu magni. Við erum búin að dreifa nánast öllu magninu í verslanir og náum við þar af leiðandi ekki að breyta umbúðunum að þessu sinni,“ segir í svarinu. Horft hafi verið til þess að tengja vöruna við bíó- og poppstemmningu. „Sú ákvörðun að vísa í heitið á kexinu Butter & salt var því hugsanlega ekki hugsuð alla leið,“ segir Nói Síríus ennfremur. Í annarri færslu eftir að Nói Síríus sendi svar sitt til Vísis út sem yfirlýsingu sagði Eiríkur svör fyrirtækisins lýsandi fyrir þau ómeðvituðu viðhorf gagnvart íslensku og ensku sem séu alltof rík í fólki. „En þetta mál sýnir að það skiptir máli að gera athugasemdir þegar okkur finnst íslenskan fara halloka fyrir ensku,“ skrifar hann. Matur Íslenska á tækniöld Neytendur Sælgæti Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Áhugamenn um íslenskt mál eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emirítus í íslenski málfræði við Háskóla Íslands, ráku upp stór augu þegar þeir sáu umbúðir utan um svonefnt „Bíó kropp“ frá Nóa Síríus. Umbúðirnar eru á íslensku að öðru leyti en að bragðtegundin er kölluð „butter & salt“, smjör og salt á íslensku. Eiríkur skoraði á Nóa Síríus að breyta umbúðunum í Facebook-hópnum Málspjall á dögunum. Skömmu síðar greindi hann frá því að fyrirtækið hefði sett sig í samband við hann og beðist afsökunar á „klaufalegu málfari“. Bar það fyrir sig að kex sem væri notað í sælgætið kæmi til þess merkt á ensku og það hafi þótt passa vel við vöruna. „Við munum passa okkur betur á þessu í framtíðinni,“ hafði Eiríkur eftir skeytinu sem hann fékk. Eiríkur hafði rétt fyrir sér á endanum Ekkert kom þó fram um hvort að fyrirtækið ætlaði að bregðast við og breyta umbúðunum. Í ummælum í Facebook-hópnum sagðist Eiríkur telja ólíklegt að sú yrði raunin og að það væri slæmt. Eiríkur átti kollgátuna. Nói Síríus staðfestir í skriflegu svari til Vísi að ekki standi til að breyta umbúðunum. „Þessi vara er ein af sumarvörunum okkar í ár og var framleidd í takmörkuðu magni. Við erum búin að dreifa nánast öllu magninu í verslanir og náum við þar af leiðandi ekki að breyta umbúðunum að þessu sinni,“ segir í svarinu. Horft hafi verið til þess að tengja vöruna við bíó- og poppstemmningu. „Sú ákvörðun að vísa í heitið á kexinu Butter & salt var því hugsanlega ekki hugsuð alla leið,“ segir Nói Síríus ennfremur. Í annarri færslu eftir að Nói Síríus sendi svar sitt til Vísis út sem yfirlýsingu sagði Eiríkur svör fyrirtækisins lýsandi fyrir þau ómeðvituðu viðhorf gagnvart íslensku og ensku sem séu alltof rík í fólki. „En þetta mál sýnir að það skiptir máli að gera athugasemdir þegar okkur finnst íslenskan fara halloka fyrir ensku,“ skrifar hann.
Matur Íslenska á tækniöld Neytendur Sælgæti Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira