Segir Hildi að líta í eigin barm Vésteinn Örn Pétursson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 23. maí 2022 19:27 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Flokkurinn fundar nú um stöðuna í borginni og næstu skref. Vísir/Vilhelm Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum. Rætt var við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í borginni, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu áður en fundurinn hófst. Hann sagðist enga skoðun hafa á því að flokkarnir þrír hefðu myndað með sér bandalag. Slíkt bandalag fækkar til muna mögulegum meirihlutasamsetningum í borginni. „Þetta eru stjórnmálaflokkar sem taka sínar ákvarðanir og þeir hafa ákveðið að gera þetta, telja hagsmunum sínum best borgið með því að mynda þetta bandalag. Þá er það bara þannig. Við í Framsókn buðum okkur fram til þess að láta gott af okkur leiða og nú ætlum við hér á eftir að ræða hvernig okkar næstu skref verða. Ég bara hlakka til þess fundar,“ sagði Einar. Hildur verði að horfast í augu við stöðu síns flokks Fyrr í dag birti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, færslu á Facebook þar sem hún skoraði á Framsókn að ganga ekki til viðræðna við bandalagið. Sagði hún niðurstöður borgarstjórnarkosninganna skýrar. Kjósendur vildu breytingar, enda hefði meirihlutinn fallið. Þá kallaði hún bandalag flokkanna þriggja þrjóskubandalag sem „þráskallast við að halda völdum sem kjósendur vilja ekki fela þeim lengur.“ Inntur eftir viðbrögðum við þessum orðum Hildar sagði Einar: „Já, já. Við tökum bara okkar ákvarðanir, á okkar forsendum og með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Ég skil vel að Hildur sé súr yfir þessu, af því að það eru flokkar sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hún þarf kannski bara að horfast í augu við það og finna út úr því hvers vegna það er.“ Spurður hvort hann byggist við heitum orðaskiptum á fundi kvöldsins, þar sem staðan í borginni og næstu skref Framsóknar verða rædd, sagði Einar að í flokknum væru margar skoðanir, líkt og í öðrum stjórnmálaflokkum. „Mér þykir bara mjög mikilvægt að ræða málin, eiga gott samtal við grasrótina á þessum tímapunkti og svo tökum við bara stöðuna eftir hann.“ Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. 23. maí 2022 16:56 Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. 22. maí 2022 20:00 Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. 22. maí 2022 14:55 Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Rætt var við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í borginni, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu áður en fundurinn hófst. Hann sagðist enga skoðun hafa á því að flokkarnir þrír hefðu myndað með sér bandalag. Slíkt bandalag fækkar til muna mögulegum meirihlutasamsetningum í borginni. „Þetta eru stjórnmálaflokkar sem taka sínar ákvarðanir og þeir hafa ákveðið að gera þetta, telja hagsmunum sínum best borgið með því að mynda þetta bandalag. Þá er það bara þannig. Við í Framsókn buðum okkur fram til þess að láta gott af okkur leiða og nú ætlum við hér á eftir að ræða hvernig okkar næstu skref verða. Ég bara hlakka til þess fundar,“ sagði Einar. Hildur verði að horfast í augu við stöðu síns flokks Fyrr í dag birti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, færslu á Facebook þar sem hún skoraði á Framsókn að ganga ekki til viðræðna við bandalagið. Sagði hún niðurstöður borgarstjórnarkosninganna skýrar. Kjósendur vildu breytingar, enda hefði meirihlutinn fallið. Þá kallaði hún bandalag flokkanna þriggja þrjóskubandalag sem „þráskallast við að halda völdum sem kjósendur vilja ekki fela þeim lengur.“ Inntur eftir viðbrögðum við þessum orðum Hildar sagði Einar: „Já, já. Við tökum bara okkar ákvarðanir, á okkar forsendum og með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Ég skil vel að Hildur sé súr yfir þessu, af því að það eru flokkar sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hún þarf kannski bara að horfast í augu við það og finna út úr því hvers vegna það er.“ Spurður hvort hann byggist við heitum orðaskiptum á fundi kvöldsins, þar sem staðan í borginni og næstu skref Framsóknar verða rædd, sagði Einar að í flokknum væru margar skoðanir, líkt og í öðrum stjórnmálaflokkum. „Mér þykir bara mjög mikilvægt að ræða málin, eiga gott samtal við grasrótina á þessum tímapunkti og svo tökum við bara stöðuna eftir hann.“
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. 23. maí 2022 16:56 Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. 22. maí 2022 20:00 Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. 22. maí 2022 14:55 Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. 23. maí 2022 16:56
Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. 22. maí 2022 20:00
Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. 22. maí 2022 14:55
Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52