Perla Ösp nýr framkvæmdastjóri Eflingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2022 15:25 Perla Ösp hefur störf þann 1. júní. Perla Ösp Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Perla Ösp á að baki ellefu ár sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum en sagði upp störfum hjá bankanum fyrir ári. Perla tekur við starfinu af Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, sem var ráðin tímabundið. Öðrum starfsmönnum Eflingar var sagt upp í apríl en uppsagnirnar tóku gildi um síðastliðin mánaðamót. Þá má reikna með því að Perla sé ráðin til starfa í sex mánuði til að byrja með. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti á dögunum að þannig yrði fyrirkomulagið varðandi ráðningar á skrifstofu félagsins. Mikil reynsla við bankastörf Perla er margreynd þegar kemur að störfum hjá bönkum. Áður en hún gekk til liðs við Landsbankann árði 2010 starfaði hún sem greinandi hjá Seðlabankanum og gegndi samhliða störfum fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði orsakir fjármálahrunsins 2008. Perla er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Perla hafi í starfi sínu sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum stýrt teymi starfsmanna af svipaðri stærð og sé að finna á skrifstofu Eflingar. „Perla leiddi og tók þátt í fjölmörgum umbreytinga- og stefnumótunarverkefnum bæði innan áhættustýringar og fyrir bankann í heild. Gerð fjárhags- og viðskiptaáætlunar bankans var lykilþáttur í starfi Perlu í góðu samstarfi við önnur svið bankans. Sem stjórnandi hefur Perla brennandi áhuga á umbótum, góðum stjórnarháttum og stefnumótun,“ segir í tilkynningunnni. Hlakkar til farsælla samskipta Perla hefur störf 1. júní næstkomandi og segir í tilkynningunni að þar bíði hennar veigamikil og spennandi verkefni. Þar beri fyrst að nefna stefnumótun og eftirfylgni í tengslum við skipulagsbreytingar sem Efling hóf í apríl síðastliðnum. „Ég lýsi mikilli ánægju með þessa ráðningu. Við leituðum að framkvæmdastjóra sem getur ábyrgst góða stjórnarhætti, leitt vandaða áætlunargerð um reksturinn og átt gott samstarf við stjórn og starfsmenn. Það er ljóst að Perla Ösp hefur afburða færni og reynslu í þessum atriðum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. „Ég þakka það traust sem mér er sýnt gagnvart því mikilvæga verkefni að taka við skrifstofu Eflingar - stéttarfélags eftir róstursama tíma. Það eru mörg verðug verkefni sem bíða mín og þess teymis sem mun manna skrifstofuna. Ég treysti því að þekking mín og reynsla frá Landsbankanum muni styrkja Eflingu og hlakka til farsælla samskipta við stjórn og samstarfsfólk,“ sagði Perla Ösp. Fréttin hefur verið uppfærð. Vistaskipti Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Allir starfsmenn Eflingar ráðnir tímabundið til hálfs árs Allir þeir sem verða ráðnir til starfa á skrifstofu Eflingar verða ráðnir tímabundið til hálfs árs á meðan látið er reyna á nýtt skipulag á skrifstofunni. Öllum starfsmönnum skrifstofunnar var sagt upp störfum í síðasta mánuði, í kjölfar sigurs Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannskosningum í febrúar. 10. maí 2022 08:10 Hagnaður Eflingar 543 milljónir króna Samkvæmt ársreikningi stéttarfélagsins Eflingar skilaði félagið 543 milljóna króna hagnaði árið 2021. Bókfært eigið fé er þrettán og hálfur milljarður króna. 7. maí 2022 10:44 Hin ósáttu þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins Á fjölmennum félagsfundi Eflingar á Hlíðarenda í gærkvöldi var tillaga um að draga til baka hópuppsagnir felld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjöríss hjá Eflingu og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, segja félagið nú vera klofið. Núverandi formaður segir að þau sem ekki geti unað niðurstöðunni þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins. 28. apríl 2022 13:45 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Perla tekur við starfinu af Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, sem var ráðin tímabundið. Öðrum starfsmönnum Eflingar var sagt upp í apríl en uppsagnirnar tóku gildi um síðastliðin mánaðamót. Þá má reikna með því að Perla sé ráðin til starfa í sex mánuði til að byrja með. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti á dögunum að þannig yrði fyrirkomulagið varðandi ráðningar á skrifstofu félagsins. Mikil reynsla við bankastörf Perla er margreynd þegar kemur að störfum hjá bönkum. Áður en hún gekk til liðs við Landsbankann árði 2010 starfaði hún sem greinandi hjá Seðlabankanum og gegndi samhliða störfum fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði orsakir fjármálahrunsins 2008. Perla er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Perla hafi í starfi sínu sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum stýrt teymi starfsmanna af svipaðri stærð og sé að finna á skrifstofu Eflingar. „Perla leiddi og tók þátt í fjölmörgum umbreytinga- og stefnumótunarverkefnum bæði innan áhættustýringar og fyrir bankann í heild. Gerð fjárhags- og viðskiptaáætlunar bankans var lykilþáttur í starfi Perlu í góðu samstarfi við önnur svið bankans. Sem stjórnandi hefur Perla brennandi áhuga á umbótum, góðum stjórnarháttum og stefnumótun,“ segir í tilkynningunnni. Hlakkar til farsælla samskipta Perla hefur störf 1. júní næstkomandi og segir í tilkynningunni að þar bíði hennar veigamikil og spennandi verkefni. Þar beri fyrst að nefna stefnumótun og eftirfylgni í tengslum við skipulagsbreytingar sem Efling hóf í apríl síðastliðnum. „Ég lýsi mikilli ánægju með þessa ráðningu. Við leituðum að framkvæmdastjóra sem getur ábyrgst góða stjórnarhætti, leitt vandaða áætlunargerð um reksturinn og átt gott samstarf við stjórn og starfsmenn. Það er ljóst að Perla Ösp hefur afburða færni og reynslu í þessum atriðum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. „Ég þakka það traust sem mér er sýnt gagnvart því mikilvæga verkefni að taka við skrifstofu Eflingar - stéttarfélags eftir róstursama tíma. Það eru mörg verðug verkefni sem bíða mín og þess teymis sem mun manna skrifstofuna. Ég treysti því að þekking mín og reynsla frá Landsbankanum muni styrkja Eflingu og hlakka til farsælla samskipta við stjórn og samstarfsfólk,“ sagði Perla Ösp. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vistaskipti Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Allir starfsmenn Eflingar ráðnir tímabundið til hálfs árs Allir þeir sem verða ráðnir til starfa á skrifstofu Eflingar verða ráðnir tímabundið til hálfs árs á meðan látið er reyna á nýtt skipulag á skrifstofunni. Öllum starfsmönnum skrifstofunnar var sagt upp störfum í síðasta mánuði, í kjölfar sigurs Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannskosningum í febrúar. 10. maí 2022 08:10 Hagnaður Eflingar 543 milljónir króna Samkvæmt ársreikningi stéttarfélagsins Eflingar skilaði félagið 543 milljóna króna hagnaði árið 2021. Bókfært eigið fé er þrettán og hálfur milljarður króna. 7. maí 2022 10:44 Hin ósáttu þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins Á fjölmennum félagsfundi Eflingar á Hlíðarenda í gærkvöldi var tillaga um að draga til baka hópuppsagnir felld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjöríss hjá Eflingu og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, segja félagið nú vera klofið. Núverandi formaður segir að þau sem ekki geti unað niðurstöðunni þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins. 28. apríl 2022 13:45 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Allir starfsmenn Eflingar ráðnir tímabundið til hálfs árs Allir þeir sem verða ráðnir til starfa á skrifstofu Eflingar verða ráðnir tímabundið til hálfs árs á meðan látið er reyna á nýtt skipulag á skrifstofunni. Öllum starfsmönnum skrifstofunnar var sagt upp störfum í síðasta mánuði, í kjölfar sigurs Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannskosningum í febrúar. 10. maí 2022 08:10
Hagnaður Eflingar 543 milljónir króna Samkvæmt ársreikningi stéttarfélagsins Eflingar skilaði félagið 543 milljóna króna hagnaði árið 2021. Bókfært eigið fé er þrettán og hálfur milljarður króna. 7. maí 2022 10:44
Hin ósáttu þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins Á fjölmennum félagsfundi Eflingar á Hlíðarenda í gærkvöldi var tillaga um að draga til baka hópuppsagnir felld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjöríss hjá Eflingu og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, segja félagið nú vera klofið. Núverandi formaður segir að þau sem ekki geti unað niðurstöðunni þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins. 28. apríl 2022 13:45
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf