Blær stórtíðindi á húsnæðismarkaði Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 23. maí 2022 14:09 Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Drífa Snædal, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. ASÍ ASÍ, BSRB og VR koma að stofnun nýs íbúðafélags sem er ætlað að fjölga möguleikum í byggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis og gera fleiri stéttarfélögum kleift að byggja slíkar íbúðir. Nýja félagið hefur hlotið nafnið Blær og er systurfélag Bjargs íbúðafélags. Forseti ASÍ, formaður BSRB, formaður VR og framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags undirrituðu í dag rammasamning um að nýta reynslu og þekkingu Bjargs til að taka næsta skref í uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar á íbúðum á viðráðanlegu verði. Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ASÍ og BSRB Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að VR komi til með að byggja íbúðir fyrir sína félagsmenn undir hatti nýja félagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við fréttastofu að ólíkt Bjargi geti Blær bæði byggt og selt íbúðir og um sé að ræða nauðsynlega viðbót við Bjarg. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/Egill „Þetta er bara gríðarlega stórt og mikilvægt skref sem að við erum að koma hér af stað með því að framleiða og byggja húsnæði á hagkvæmu verði fyrir okkar fólk og almenning í landinu." Verið sé að nýta öll þau verkefni og miklu reynslu sem byggð hafi verið upp í kringum Bjarg og nú sé fyrsta verkefnið að fara af stað. „Það er alveg gríðarlega jákvætt og fyrir okkur sem höfum verið að starfa á vettvangi húsnæðismála eru þetta bara stórtíðindi og vonandi á þetta félag eftir að vaxa og dafna,“ segir Ragnar. Eitt stærsta lífskjaramálið Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að ný skýrsla starfshóps stjórnvalda um húsnæðismál sýni að ríki og sveitarfélög þurfi að sameinast um átak til að byggja fjögur þúsund íbúðir á ári á næstu fimm árum. „Það getur verið vanmat ef við erum að fá mjög mikið af fólki erlendis frá hingað til Íslands til að leggja hönd á plóg á okkar vinnumarkaði og okkar samfélagi, þannig það er alveg ljóst að það þurfa allir að leggjast á eitt núna.“ Það þurfi að gera töluvert meira og skipti máli að hugsa til langs tíma en ekki hrófla upp bráðabirgðahúsnæði. „Þetta er bara eitt stærsta lífskjaramálið, það eru húsnæðismálin. Það er að búa í öruggu húsnæði, það er að vera með húsnæði á viðráðanlegum kjörum, og þetta er eitt skref í því, bæði skýrsla stjórnvalda og okkar í síðustu viku og eins þetta sem við erum að gera í dag,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Arnar Auðveldara fyrir einstaka stéttarfélög að byggja íbúðir Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að um sé að ræða tilraunaverkefni sem vonast sé til að marki upphafið að frekari uppbyggingu á vegum verkalýðshreyfingarinnar. „Hingað til hefur verið byggt á vegum Bjargs undir lögum um almennar íbúðir, með stofnframlagi frá ríki og sveitarfélögum og fólk innan ákveðinna tekjumarka hefur fengið úthlutað.” Með stofnun og uppbyggingu Blævar geti einstaka félög innan ASÍ og BSRB byggt íbúðir og úthlutað án skilyrða við tekjumörk. Hagkvæmnin náist með því að gera lágmarkskröfur um arðsemi og nýta reynslu og þekkingu á hagkvæmum byggingum sem myndast hafi hjá Bjargi íbúðafélagi. Að sögn ASÍ er samningurinn sem undirritaður var í dag þjónustusamningur þar sem Bjarg selur út þjónustu til Blævar án þess að það hafi önnur áhrif á starfsemi Bjargs. „Þannig getur Blær notið þeirrar reynslu og þekkingar sem Bjarg hefur aflað sér síðustu árin með farsælli uppbygging íbúða á viðráðanlegum kjörum,” segir í tilkynningu. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Stéttarfélög Tengdar fréttir „Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31 Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Forseti ASÍ, formaður BSRB, formaður VR og framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags undirrituðu í dag rammasamning um að nýta reynslu og þekkingu Bjargs til að taka næsta skref í uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar á íbúðum á viðráðanlegu verði. Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ASÍ og BSRB Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að VR komi til með að byggja íbúðir fyrir sína félagsmenn undir hatti nýja félagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við fréttastofu að ólíkt Bjargi geti Blær bæði byggt og selt íbúðir og um sé að ræða nauðsynlega viðbót við Bjarg. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/Egill „Þetta er bara gríðarlega stórt og mikilvægt skref sem að við erum að koma hér af stað með því að framleiða og byggja húsnæði á hagkvæmu verði fyrir okkar fólk og almenning í landinu." Verið sé að nýta öll þau verkefni og miklu reynslu sem byggð hafi verið upp í kringum Bjarg og nú sé fyrsta verkefnið að fara af stað. „Það er alveg gríðarlega jákvætt og fyrir okkur sem höfum verið að starfa á vettvangi húsnæðismála eru þetta bara stórtíðindi og vonandi á þetta félag eftir að vaxa og dafna,“ segir Ragnar. Eitt stærsta lífskjaramálið Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að ný skýrsla starfshóps stjórnvalda um húsnæðismál sýni að ríki og sveitarfélög þurfi að sameinast um átak til að byggja fjögur þúsund íbúðir á ári á næstu fimm árum. „Það getur verið vanmat ef við erum að fá mjög mikið af fólki erlendis frá hingað til Íslands til að leggja hönd á plóg á okkar vinnumarkaði og okkar samfélagi, þannig það er alveg ljóst að það þurfa allir að leggjast á eitt núna.“ Það þurfi að gera töluvert meira og skipti máli að hugsa til langs tíma en ekki hrófla upp bráðabirgðahúsnæði. „Þetta er bara eitt stærsta lífskjaramálið, það eru húsnæðismálin. Það er að búa í öruggu húsnæði, það er að vera með húsnæði á viðráðanlegum kjörum, og þetta er eitt skref í því, bæði skýrsla stjórnvalda og okkar í síðustu viku og eins þetta sem við erum að gera í dag,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Arnar Auðveldara fyrir einstaka stéttarfélög að byggja íbúðir Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að um sé að ræða tilraunaverkefni sem vonast sé til að marki upphafið að frekari uppbyggingu á vegum verkalýðshreyfingarinnar. „Hingað til hefur verið byggt á vegum Bjargs undir lögum um almennar íbúðir, með stofnframlagi frá ríki og sveitarfélögum og fólk innan ákveðinna tekjumarka hefur fengið úthlutað.” Með stofnun og uppbyggingu Blævar geti einstaka félög innan ASÍ og BSRB byggt íbúðir og úthlutað án skilyrða við tekjumörk. Hagkvæmnin náist með því að gera lágmarkskröfur um arðsemi og nýta reynslu og þekkingu á hagkvæmum byggingum sem myndast hafi hjá Bjargi íbúðafélagi. Að sögn ASÍ er samningurinn sem undirritaður var í dag þjónustusamningur þar sem Bjarg selur út þjónustu til Blævar án þess að það hafi önnur áhrif á starfsemi Bjargs. „Þannig getur Blær notið þeirrar reynslu og þekkingar sem Bjarg hefur aflað sér síðustu árin með farsælli uppbygging íbúða á viðráðanlegum kjörum,” segir í tilkynningu.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Stéttarfélög Tengdar fréttir „Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31 Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
„Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31
Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05
Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00