Bíða nýrra gervitunglamynda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. maí 2022 13:27 Þorbjörn, bæjarfjall Grindvíkinga. Vísir/Arnar Stór skjálfti upp á 3,5 reið yfir við Þorbjörn í morgun og á svæðinu er stöðug smáskjálftavirkni. Stórir skjálftar, líkt sá sem reið yfir í morgun, eru nánast eins og daglegt brauð fyrir íbúa á Reykjanesskaganum. Þeir hafa í það minnsta síður tilkynnt um að hafa fundið fyrir skjálftum en áður. „Já, því miður. Það er eflaust að verða bara vant þessu og það þýðir líka eflaust að allir séu búnir að huga vel að innanstokksmunum og búa sig undir þessa stærri skjálfta.“ Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands. Það er þó mikill fengur í því að fá þessar tilkynningar því þær eru bornar saman við stærðarákvarðanir náttúruvársérfræðinganna. Íbúar eru því áfram hvattir til að nýta sér viðeigandi gátt á vefsíðu Veðurstofunnar til að tilkynna um skjálfta. Engar meiriháttarbreytingar hafa orðið á skjálftavirkni. „Undanfarinn sólarhring höfum við verið að mæla með sjálfvirka kerfinu okkar um 400 skjálfta á svæðinu við Svartsengi og Þorbjörn og svo klukkan 7.15 í morgun mælist þar skjálfti 3,5 að stærð um 3 km norðaustan við Þorbjörn þannig að virknin er áfram bara stöðug á svæðinu.“ Það er enn mat sérfræðinga að kvikan liggi á sama dýpi. „Þar sem talað er um að á 4-6 km dýpi sé sylla með kviku sem sé smám saman að hækka yfirborðið þarna í kring og því fylgir þessi skjálftavirkni.“ Síðdegis eða á morgun berast nýjar gervihnattamyndir af jarðhræringasvæðinu. Einar bindur vonir við að þær muni veita mikilvæga innsýn. „Þá verður hægt að fara í nýjar keyrslur á þessum gögnum og bera saman við fyrri keyrslur og þá getum við betur áttað okkur á hverjar breytingarnar eru og hver þróunin er. Þetta eru miklir útreikningar og það verður áhugavert að sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13 Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27 Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Stórir skjálftar, líkt sá sem reið yfir í morgun, eru nánast eins og daglegt brauð fyrir íbúa á Reykjanesskaganum. Þeir hafa í það minnsta síður tilkynnt um að hafa fundið fyrir skjálftum en áður. „Já, því miður. Það er eflaust að verða bara vant þessu og það þýðir líka eflaust að allir séu búnir að huga vel að innanstokksmunum og búa sig undir þessa stærri skjálfta.“ Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands. Það er þó mikill fengur í því að fá þessar tilkynningar því þær eru bornar saman við stærðarákvarðanir náttúruvársérfræðinganna. Íbúar eru því áfram hvattir til að nýta sér viðeigandi gátt á vefsíðu Veðurstofunnar til að tilkynna um skjálfta. Engar meiriháttarbreytingar hafa orðið á skjálftavirkni. „Undanfarinn sólarhring höfum við verið að mæla með sjálfvirka kerfinu okkar um 400 skjálfta á svæðinu við Svartsengi og Þorbjörn og svo klukkan 7.15 í morgun mælist þar skjálfti 3,5 að stærð um 3 km norðaustan við Þorbjörn þannig að virknin er áfram bara stöðug á svæðinu.“ Það er enn mat sérfræðinga að kvikan liggi á sama dýpi. „Þar sem talað er um að á 4-6 km dýpi sé sylla með kviku sem sé smám saman að hækka yfirborðið þarna í kring og því fylgir þessi skjálftavirkni.“ Síðdegis eða á morgun berast nýjar gervihnattamyndir af jarðhræringasvæðinu. Einar bindur vonir við að þær muni veita mikilvæga innsýn. „Þá verður hægt að fara í nýjar keyrslur á þessum gögnum og bera saman við fyrri keyrslur og þá getum við betur áttað okkur á hverjar breytingarnar eru og hver þróunin er. Þetta eru miklir útreikningar og það verður áhugavert að sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13 Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27 Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13
Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27
Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46