Fótbolti

Leikmenn Real Madrid bregðast við nýjum samningi Mbappe hjá PSG

Atli Arason skrifar
Það eru allir að tala um Kylian Mbappe, leikmann PSG.
Það eru allir að tala um Kylian Mbappe, leikmann PSG. AP Photo

Kylian Mbappe skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við PSG og batt þar af leiðandi enda á þær sögusagnir að hann væri á leiðinni til Real Madrid í sumar.

Viðbrögðin frá Spáni við þessum nýja risasamning Mbappe við PSG hafa verið ansi mikill. Deildin sjálf, La Liga hefur lagt fram kvörtun til allra helstu yfirvalda í knattspyrnu og víðar, þar á meðal til Evrópusambandsins, vegna samnings Mbappe.

Leikmenn Real Madrid hafa notað samfélagsmiðla til að lýsa yfir óánægju sinni á mjög diplómatískan hátt.

Karim Benzema birti mynd af rapparanum Tupac Shakur og leikaranum Stephen Baldwin, en sá síðarnefndi sveik rapparann á sínum tíma eins og frægt var.

Á meðan fréttirnar af nýjum samningi Mbappe voru sem háværastar notaði Vinicius Junior tækifærið til að þakka stuðningsmönnum Madrid fyrir eftirminnilegt leiktímabil.

Dani Carvajal fór svipaða leið og Vinicius, leit til baka á tímabilið sem er líða og benti á hvað Real Madrid hefði náð góðum árangri.

Rodrygo, sem er sennilega sá leikmaður sem Mbappe myndi koma í stað fyrir hjá liðinu, birti mynd af sjálfum sér kyssa merki Real Madrid.

Gary Lineker var hins var allt annað en ánægður með viðbrögðin frá Spáni. Hann segir skrítið að lið sem fær alltaf allt sem það biður um hagi sér á þennan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×