Róbert Gunnarsson og Davíð Örn taka við Gróttu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2022 08:00 Róbert Gunnarsson er nýr þjálfari Gróttu. Grótta Grótta mætir með töluvert breytt þjálfarateymi til leiks í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Róbert Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Davíð Örn Hlöðversson munu stýra liðinu. Fyrr í vikunni tilkynnti Arnar Daði Arnarsson, fráfarandi þjálfari Gróttu, að hann væri orðinn bensínlaus og hefði ekki orku til að þjálfa liðið áfram. Þá hefur aðstoðarmaður hans, Maksim Akbackev, einnig óskað eftir að láta af störfum. Nú hefur Grótta tilkynnt hverjir munu taka við keflinu. Það eru þeir Róbert og Davíð Örn. „Róbert þekkja allir sem hafa fylgst með handbolta undanfarin ár en hann lék með íslenska landsliðinu til margra ára, frá 2001 til 2016. Róbert vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM í Austurríki 2010 með landsliðinu. Hann lék meðal annars með Gummersbach, Rhein Neckar Löwen og PSG á farsælum atvinnumannaferli,“ segir í tilkynningu Gróttu. Róbert er búsettur á Seltjarnarnesi og er sem stendur þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins eftir að hafa þjálfað í Árósum í Danmörku áður en hann flutti heim. „Davíð Hlöðvers þekkja allir sem hafa komið nálægt handbolta á Nesinu undanfarin ár. Núna í vetur þjálfari Davíð 5. og 3.flokks kvenna ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna,“ segir einnig í tilkynningunni. Að endingu er þeim Arnari Daða og Maksim þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu Gróttu undanfarin ár. „Arnar Daði kom til félagsins sumarið 2019 og stýrði meistaraflokki í þrjú ár. Maksim kom til Gróttu vorið 2020 og hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðsins síðan þá. Saman hafa þeir náð eftirtektarverðum árangri með Gróttuliðið síðustu tímabil en hársbreidd vantaði að liðið kæmist í úrslitakeppnina í vor.“ Grótta endaði í 10. sæti Olís deildar karla með 19 stig. Afturelding og Fram enduðu einnig með 19 stig en Fram fór í úrslitakeppnina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Fyrr í vikunni tilkynnti Arnar Daði Arnarsson, fráfarandi þjálfari Gróttu, að hann væri orðinn bensínlaus og hefði ekki orku til að þjálfa liðið áfram. Þá hefur aðstoðarmaður hans, Maksim Akbackev, einnig óskað eftir að láta af störfum. Nú hefur Grótta tilkynnt hverjir munu taka við keflinu. Það eru þeir Róbert og Davíð Örn. „Róbert þekkja allir sem hafa fylgst með handbolta undanfarin ár en hann lék með íslenska landsliðinu til margra ára, frá 2001 til 2016. Róbert vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM í Austurríki 2010 með landsliðinu. Hann lék meðal annars með Gummersbach, Rhein Neckar Löwen og PSG á farsælum atvinnumannaferli,“ segir í tilkynningu Gróttu. Róbert er búsettur á Seltjarnarnesi og er sem stendur þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins eftir að hafa þjálfað í Árósum í Danmörku áður en hann flutti heim. „Davíð Hlöðvers þekkja allir sem hafa komið nálægt handbolta á Nesinu undanfarin ár. Núna í vetur þjálfari Davíð 5. og 3.flokks kvenna ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna,“ segir einnig í tilkynningunni. Að endingu er þeim Arnari Daða og Maksim þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu Gróttu undanfarin ár. „Arnar Daði kom til félagsins sumarið 2019 og stýrði meistaraflokki í þrjú ár. Maksim kom til Gróttu vorið 2020 og hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðsins síðan þá. Saman hafa þeir náð eftirtektarverðum árangri með Gróttuliðið síðustu tímabil en hársbreidd vantaði að liðið kæmist í úrslitakeppnina í vor.“ Grótta endaði í 10. sæti Olís deildar karla með 19 stig. Afturelding og Fram enduðu einnig með 19 stig en Fram fór í úrslitakeppnina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira