Bullandi frjósemi í Stykkishólmi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. maí 2022 15:36 Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, sem fagnar fjölgun íbúa í Stykkishólmi og hvað mikið af ungu fjölskyldufólki er að flytja á staðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Stykkishólmi er alltaf að fjölga og eru nú orðnir tæplega þrettán hundruð með sameiningu við Helgafellssveit. Ungt fjölskyldufólk er aðallega að flytja á staðinn. Kosið var um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á Snæfellsnesi 26. mars síðastliðinn. Sameiningin var samþykkt með miklum meirihluta. Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi eru rétt tæplega þrettán hundruð. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi segir að íbúum þar í bæ sé alltaf að fjölga og fjölga. „Já, íbúum hefur verið að fjölga markvisst núna undanfarin ár. Við vorum fyrir svona fimm til sex árum hundrað færri og plús þessi áttatíu, sem komu með sameiningunni, þannig að íbúum á svæðinu hefur fjölgað um hundrað til hundrað og fimmtíu á síðustu fimm til sex árum. Er það ekki bara vel gert? Það er bara frábært, ég get ekki annað sagt. Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsnæði í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu árum einnig. Við vorum líka að klára að stækka leikskólann, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ segir Jakob Björgvin. Í dag búa tæplega 1300 manns í Stykkishólmi með íbúum Helgafellsveitar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Stykkishólm? „Það er ungt fjölskyldufólk aðallega, sem hefur verið að flytja í Stykkishólm, sem endurspeglast í þessum aukna fjölda, sem er að sækjast eftir því að koma í leikskólann hjá okkur. 2015 voru 72 börn í leikskólanum en þau eru komin í 92 núna. Þannig að það sýnir hvaða þróun hefur átt sér stað í Stykkishólmi undanfarin ár. Þannig að það er bullandi frjósemi? „Já, já, það er bullandi frjósemi hér í Stykkishólmi, það er ekki bara fólk, sem flytur, heldur er unga fólkið líka að flytja heim og síðan er það að fjölga sér, þannig að það er líka ein skýringin,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með fjölgun íbúa í Hólminum og þá frjósemi, sem á sér þar stað. Stykkishólmur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Kosið var um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á Snæfellsnesi 26. mars síðastliðinn. Sameiningin var samþykkt með miklum meirihluta. Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi eru rétt tæplega þrettán hundruð. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi segir að íbúum þar í bæ sé alltaf að fjölga og fjölga. „Já, íbúum hefur verið að fjölga markvisst núna undanfarin ár. Við vorum fyrir svona fimm til sex árum hundrað færri og plús þessi áttatíu, sem komu með sameiningunni, þannig að íbúum á svæðinu hefur fjölgað um hundrað til hundrað og fimmtíu á síðustu fimm til sex árum. Er það ekki bara vel gert? Það er bara frábært, ég get ekki annað sagt. Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsnæði í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu árum einnig. Við vorum líka að klára að stækka leikskólann, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ segir Jakob Björgvin. Í dag búa tæplega 1300 manns í Stykkishólmi með íbúum Helgafellsveitar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Stykkishólm? „Það er ungt fjölskyldufólk aðallega, sem hefur verið að flytja í Stykkishólm, sem endurspeglast í þessum aukna fjölda, sem er að sækjast eftir því að koma í leikskólann hjá okkur. 2015 voru 72 börn í leikskólanum en þau eru komin í 92 núna. Þannig að það sýnir hvaða þróun hefur átt sér stað í Stykkishólmi undanfarin ár. Þannig að það er bullandi frjósemi? „Já, já, það er bullandi frjósemi hér í Stykkishólmi, það er ekki bara fólk, sem flytur, heldur er unga fólkið líka að flytja heim og síðan er það að fjölga sér, þannig að það er líka ein skýringin,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með fjölgun íbúa í Hólminum og þá frjósemi, sem á sér þar stað.
Stykkishólmur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira