Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2022 10:13 Bjartmar ætlar að draga sig í hlé eftir að hafa leitað að stolnum hjólum í þrjú ár. Vísir Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. Bjartmar hefur verið virkur á Facebook-hópnum „Hjóladót og fl. Tapað, fundið eða stolið“ þar sem hann aðstoðar fólk sem hefur lent í hjólaþjófnaði. Tala hjóla sem Bjartmar hefur fundið er að hans sögn, „skuggalega há“. Uppsöfnuð þreyta Í samtali við fréttastofu segir Bjartmar að hann sé óviss hvort hann sé að hætta tímabundið eða fyrir fullt og allt. „Eins og er þá er komin sú staða hjá mér að ég þarf virkilega að einbeita mér að öðru. Það eru aðrir hlutir sem hafa setið lengi á hakanum og maður var búinn að hunsa þreytuna sem kemur. Þetta er uppsafnað, svo allt í einu klessir maður bara svolítið á vegg og maður þarf aðeins að róa sig í þessu,“ segir Bjartmar. Alltaf að brasa Þrátt fyrir að hann hafi ekki alla daga verið í því að finna einstaka hjól, þá var hann alltaf á brasi í kringum starfið. „Þá er ég í allskonar samskiptum við allskonar fólk og að þvælast hingað og þvælast þangað, að skoða þetta og skoða hitt. Þannig þetta er svona lúmskt mikil vinna sem fylgir þessu. Það var kominn tími til að koma aðeins upp á yfirborðið og anda smá.“ Ástæða er til að rifja upp viðtal sem fréttastofa tók við Bjartmar að segja má á hátindi ferils hans síðasta sumar, þegar hann réðst í sérstakar björgunaraðgerðir í góðum hópi fólks: Þurfa að fara eftir bókinni Litið er á reiðhjólaþjófnað sem smáglæp en verð hjólanna getur numið allt að hálfri milljón króna. Hann gagnrýnir lögregluna fyrir að gera lítið í þessum málaflokki. „Það sem löggan sagði einu sinni við mig var: „Við vitum nákvæmlega hvað er í gangi, en við þurfum að fara eftir bókinni og sanna mál okkar,“ en á móti hef ég bent þeim á að ef þeir eru virkir á síðunni hjá mér og skoða hvað er verið að leita að, þá geta þeir oft fundið þá hluti á þessum algengustu stöðum, þar sem hjól eru iðulega að finnast.“ Hjólreiðar Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Ónefndur hjólahrellir sér ljósið og snýr við blaðinu Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu. 3. janúar 2022 15:28 Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. 30. júní 2021 14:06 Leitar uppi stolin hjól Á nokkrum mánuðum hefur Bjartmar Leósson fundið á annan tug stolinna hjóla og stuðlað að því að koma þeim í réttar hendur. Hann segist telja að faraldur sé í gangi og að allir geti lagt hönd á plóg til að uppræta glæpina með því að hafa augun opin. 4. september 2019 06:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Bjartmar hefur verið virkur á Facebook-hópnum „Hjóladót og fl. Tapað, fundið eða stolið“ þar sem hann aðstoðar fólk sem hefur lent í hjólaþjófnaði. Tala hjóla sem Bjartmar hefur fundið er að hans sögn, „skuggalega há“. Uppsöfnuð þreyta Í samtali við fréttastofu segir Bjartmar að hann sé óviss hvort hann sé að hætta tímabundið eða fyrir fullt og allt. „Eins og er þá er komin sú staða hjá mér að ég þarf virkilega að einbeita mér að öðru. Það eru aðrir hlutir sem hafa setið lengi á hakanum og maður var búinn að hunsa þreytuna sem kemur. Þetta er uppsafnað, svo allt í einu klessir maður bara svolítið á vegg og maður þarf aðeins að róa sig í þessu,“ segir Bjartmar. Alltaf að brasa Þrátt fyrir að hann hafi ekki alla daga verið í því að finna einstaka hjól, þá var hann alltaf á brasi í kringum starfið. „Þá er ég í allskonar samskiptum við allskonar fólk og að þvælast hingað og þvælast þangað, að skoða þetta og skoða hitt. Þannig þetta er svona lúmskt mikil vinna sem fylgir þessu. Það var kominn tími til að koma aðeins upp á yfirborðið og anda smá.“ Ástæða er til að rifja upp viðtal sem fréttastofa tók við Bjartmar að segja má á hátindi ferils hans síðasta sumar, þegar hann réðst í sérstakar björgunaraðgerðir í góðum hópi fólks: Þurfa að fara eftir bókinni Litið er á reiðhjólaþjófnað sem smáglæp en verð hjólanna getur numið allt að hálfri milljón króna. Hann gagnrýnir lögregluna fyrir að gera lítið í þessum málaflokki. „Það sem löggan sagði einu sinni við mig var: „Við vitum nákvæmlega hvað er í gangi, en við þurfum að fara eftir bókinni og sanna mál okkar,“ en á móti hef ég bent þeim á að ef þeir eru virkir á síðunni hjá mér og skoða hvað er verið að leita að, þá geta þeir oft fundið þá hluti á þessum algengustu stöðum, þar sem hjól eru iðulega að finnast.“
Hjólreiðar Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Ónefndur hjólahrellir sér ljósið og snýr við blaðinu Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu. 3. janúar 2022 15:28 Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. 30. júní 2021 14:06 Leitar uppi stolin hjól Á nokkrum mánuðum hefur Bjartmar Leósson fundið á annan tug stolinna hjóla og stuðlað að því að koma þeim í réttar hendur. Hann segist telja að faraldur sé í gangi og að allir geti lagt hönd á plóg til að uppræta glæpina með því að hafa augun opin. 4. september 2019 06:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Ónefndur hjólahrellir sér ljósið og snýr við blaðinu Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu. 3. janúar 2022 15:28
Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. 30. júní 2021 14:06
Leitar uppi stolin hjól Á nokkrum mánuðum hefur Bjartmar Leósson fundið á annan tug stolinna hjóla og stuðlað að því að koma þeim í réttar hendur. Hann segist telja að faraldur sé í gangi og að allir geti lagt hönd á plóg til að uppræta glæpina með því að hafa augun opin. 4. september 2019 06:15