Warriors í kjörstöðu eftir annan sigurleikinn í röð Atli Arason skrifar 21. maí 2022 09:27 Kevon Looney, leikmaður Golden State Warriors, kemur boltanum ofan í körfuna á meðan Luka Doncic, leikmaður Dallas Mavericks, fylgist með. Getty Images Golden State Warriors vann öflugan 9 stiga endurkomu sigur á heimavelli gegn Dallas Mavericks í nótt, 117-126. Golden State leiðir nú úrslitaseríuna í vesturdeild NBA með tveimur sigrum gegn engum. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í sjálfan úrslitaleik NBA þar sem mótherjinn verður annaðhvort Boston Celtics eða Miami Heat. Mavericks byrjaði leikinn í nótt mun betur. Byrjunarlið Mavs setti 14 af 18 þriggja stiga tilraunum sínum í fyrri hálfleik og forysta Mavericks var mest 19 stig en í hálfleik leiddu gestirnir með 14 stigum, 72-58. Þriðji leikhluti varð Mavericks að falli. Gestirnir hættu að hitta úr þriggja stiga tilraunum sínum en aðeins tvö af 13 þriggja stiga skotum Mavs fóru ofan í körfuna og sóknarleikur liðsins varð ráðvilltur. Á sama tíma var Warriors, sem er þekkt fyrir að skjóta villt og galið fyrir utan þriggja stiga línuna að keyra meira inn á körfuna en oft áður. Heimamenn snéru leiknum við og náðu í fyrsta skipti yfirhöndinni í upphafi fjórða leikhluta. Kevon Looney, miðherji Warriors, fær flestar fyrirsagnir vestanhafs fyrir frábæran leik. Looney var með tvöfalda tvennu, gerði 21 stig og tók 12 fráköst en álíka leikur frá miðherja Warriors í úrslitakeppni hefur ekki sést lengi, besti leikur Looney á NBA ferli sínum. Stephen Curry var aftur sem áður stigahæsti leikmaður Warriors með 32 stig. Curry gaf einnig fimm stoðsendingar og tók átta fráköst. Luka Doncic var lang stigahæstur á vellinum með 42 stig. Þrátt fyrir þetta mikla stigaskor Slóvenans þá voru Mavericks -12 stigum undir þær 38 mínútur sem Doncic spilaði. Eitthvað sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Jason Kidd og hans menn í Dallas Mavericks. Næsti leikur liðanna er í Dallas, aðfaranótt 22. maí. Mavericks ættu ekki að óttast þrátt fyrir að vera 2-0 undir en liðið var í sömu stöðu gegn Phoenix Suns í síðasta einvígi en náðu samt að koma til baka og vinna þá seríu. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Mavericks byrjaði leikinn í nótt mun betur. Byrjunarlið Mavs setti 14 af 18 þriggja stiga tilraunum sínum í fyrri hálfleik og forysta Mavericks var mest 19 stig en í hálfleik leiddu gestirnir með 14 stigum, 72-58. Þriðji leikhluti varð Mavericks að falli. Gestirnir hættu að hitta úr þriggja stiga tilraunum sínum en aðeins tvö af 13 þriggja stiga skotum Mavs fóru ofan í körfuna og sóknarleikur liðsins varð ráðvilltur. Á sama tíma var Warriors, sem er þekkt fyrir að skjóta villt og galið fyrir utan þriggja stiga línuna að keyra meira inn á körfuna en oft áður. Heimamenn snéru leiknum við og náðu í fyrsta skipti yfirhöndinni í upphafi fjórða leikhluta. Kevon Looney, miðherji Warriors, fær flestar fyrirsagnir vestanhafs fyrir frábæran leik. Looney var með tvöfalda tvennu, gerði 21 stig og tók 12 fráköst en álíka leikur frá miðherja Warriors í úrslitakeppni hefur ekki sést lengi, besti leikur Looney á NBA ferli sínum. Stephen Curry var aftur sem áður stigahæsti leikmaður Warriors með 32 stig. Curry gaf einnig fimm stoðsendingar og tók átta fráköst. Luka Doncic var lang stigahæstur á vellinum með 42 stig. Þrátt fyrir þetta mikla stigaskor Slóvenans þá voru Mavericks -12 stigum undir þær 38 mínútur sem Doncic spilaði. Eitthvað sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Jason Kidd og hans menn í Dallas Mavericks. Næsti leikur liðanna er í Dallas, aðfaranótt 22. maí. Mavericks ættu ekki að óttast þrátt fyrir að vera 2-0 undir en liðið var í sömu stöðu gegn Phoenix Suns í síðasta einvígi en náðu samt að koma til baka og vinna þá seríu.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira