Skorar á heimildarmanninn að lýsa óþekktum örum eða húðflúrum á líkama Musk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2022 13:46 Elon Musk er virkur á samfélagsmiðlum. Getty/Raymond Hall Auðjöfurinn Elon Musk þvertekur fyrir að hafa berað sig fyrir framan flugfreyju, líkt og haldið var fram í frétt Business Insider í gær Hann skorar á heimildarmann fjölmiðilsins að stíga fram og lýsa örum eða húðflúrum á líkama Musk sem almenningur veit ekki af. Í frétt Business Insider í gær hafði blaðið eftir heimildarmanni að geimferðafyrirtækið SpaceX hafi greitt flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. Konan hélt því fram að Musk hefði berað lim sinn í fullri reisn, nuddað fótlegg hennar án samþykkis hennar og boðist til að kaupa handa henni hest í skiptum fyrir erótískt nudd. Fréttin var meðal annars byggð á yfirlýsingu vinar flugfreyjunnar og öðrum gögnum sem viðkomandi deildi með Business Insider. Musk hefur gripið til varna á Twitter og segir hann þar að það sé af og frá að umrædd atvik hafi átt sér stað. Raunar skorar hann á heimildarmann Business Insider að lýsa einhverju á líkama Musk, svo sem örum eða húðflúrum, sem almenningur hafi ekki séð áður. „Ég er með áskorun fyrir lygarann sem heldur því fram að ég hafi berað mig fyrir framan vin hans. Lýstu einhverju einu, hverju sem er (örum, húðflúrum,...) sem almenningur veit ekki um. Viðkomandi mun ekki geta það, vegna þess að þetta gerðist aldrei,“ tísti Musk. But I have a challenge to this liar who claims their friend saw me “exposed” – describe just one thing, anything at all (scars, tattoos, …) that isn’t known by the public. She won’t be able to do so, because it never happened.— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11 Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. 18. maí 2022 20:01 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Í frétt Business Insider í gær hafði blaðið eftir heimildarmanni að geimferðafyrirtækið SpaceX hafi greitt flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. Konan hélt því fram að Musk hefði berað lim sinn í fullri reisn, nuddað fótlegg hennar án samþykkis hennar og boðist til að kaupa handa henni hest í skiptum fyrir erótískt nudd. Fréttin var meðal annars byggð á yfirlýsingu vinar flugfreyjunnar og öðrum gögnum sem viðkomandi deildi með Business Insider. Musk hefur gripið til varna á Twitter og segir hann þar að það sé af og frá að umrædd atvik hafi átt sér stað. Raunar skorar hann á heimildarmann Business Insider að lýsa einhverju á líkama Musk, svo sem örum eða húðflúrum, sem almenningur hafi ekki séð áður. „Ég er með áskorun fyrir lygarann sem heldur því fram að ég hafi berað mig fyrir framan vin hans. Lýstu einhverju einu, hverju sem er (örum, húðflúrum,...) sem almenningur veit ekki um. Viðkomandi mun ekki geta það, vegna þess að þetta gerðist aldrei,“ tísti Musk. But I have a challenge to this liar who claims their friend saw me “exposed” – describe just one thing, anything at all (scars, tattoos, …) that isn’t known by the public. She won’t be able to do so, because it never happened.— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022
SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11 Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. 18. maí 2022 20:01 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11
Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. 18. maí 2022 20:01