Innlent

Góð stemning í BDSM-hópnum

Árni Sæberg skrifar
Meirihlutaviðræðum B-, D-, S- og M-lista á Akureyri miðar vel.
Meirihlutaviðræðum B-, D-, S- og M-lista á Akureyri miðar vel. Vísir/Vilhelm

Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni.

„Það er mjög góð stemning í hópnum og bjartsýni um að við náum að landa þessu,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknarflokks á Akureyri.

Fulltrúar B-,D-,S- og M-lista hófu formlegar viðræður um myndun meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri í fyrradag eftir að viðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans sigldu í strand.

Sunna Hlín segir að þó viðræður gangi vel sé töluvert í land. „Við ætlum bara að gefa okkur góðan tíma í þetta, setja fram vandaða málefnaskrá, kostnaðargreina hluti og svona,“ segir hún.

Ný bæjarstjórn tekur við völdum annan júní næstkomandi og segir Sunna Hlín ekki ólíklegt að unnið verði að málefnasamningi allt fram að því.

Að lokum segir Sunna Hlín að enginn hafi gert tilkall til bæjarstjórastólsins. „Það er bara góð stemning í hópnum og fólk hlakkar til að starfa fyrir bæinn í samheldni.


Tengdar fréttir

Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri

Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar.

Hefja form­legar við­ræður á Akur­eyri

Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar.

Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld

Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin.

Meiri­hluta­við­ræðum á Akur­eyri slitið

Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×