Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. maí 2022 17:30 ASÍ er meðal þeirra fjórtán samtaka sem sendu frá sér yfirlýsinguna. Vísir/Baldur Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur nýlega óskað eftir umsögnum um frumvarpið. Núverandi frumvarp er í meginatriðum það sama og áður hefur verið birt til umsagnar í Samráðsgátt. Í umsögnum um fyrri útgáfu frumvarpsins hafa umsagnaraðilar frá stofnunum og samtökum lýst yfir skorti á samráði við gerð frumvarpsins auk verulegra vankanta á efni frumvarpsins. Í yfirlýsingunni er tekið fram að mikilvægt sé að lagabreytingar sem þessar verði unnar í samráði og samtali við aðila sem starfa við málaflokkinn og hafa til þess sérþekkingu og reynslu. Hins vegar hafi við vinnslu núverandi frumvarps lítið verið horft til þess. Fyrra frumvarp heppnaðist vel vegna samráðs Samkvæmt yfirlýsingunni fólu lög um útlendinga, sem tóku gildi í upphafi árs 2017, í sér miklar réttarbætur fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd enda hafi þau verið unnin í þverfaglegu samráði við hin ýmsu hagsmunasamtök og stofnanir. Núverandi frumvarp hefur hins vegar verið gagnrýnt nokkuð vegna skorts á mannúðarsjónarmiðum sem hafi þurft að víkja fyrir skilvirkni. Þessi yfirlýsing félaganna bætist því ofan á urmul gagnrýnisradda sem heyrst hafa síðan málið var sett á dagskrá. Í fyrstu umræðu Alþingis um frumvarpið kom fram að mikil vinna væri fyrir höndum fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og að frumvarpið þyrfti að skoða afar vel og jafnvel kalla til sérfræðinga ef þörf er á. „Við viljum því með þessari sameiginlegu yfirlýsingu benda á að áður en lög sem þessi eru mótuð og skrifuð teljum við rétt að samráð verði haft við alla þá hagsmunaaðila sem að málaflokknum koma svo lögin tryggi að réttindi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd séu vernduð og virt í hvívetna. Þá fyrst verður hægt að ná þeirri þverfaglegu sátt sem tókst við mótun fyrri laga. Við skorum því á ríkisstjórnina að stíga skref til baka, dýpka samtalið og samráðið og þannig ná faglegri sátt líkt og áður hefur tekist“ segir að lokum í yfirlýsingunni frá samtökunum. Innflytjendamál Alþingi Hælisleitendur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur nýlega óskað eftir umsögnum um frumvarpið. Núverandi frumvarp er í meginatriðum það sama og áður hefur verið birt til umsagnar í Samráðsgátt. Í umsögnum um fyrri útgáfu frumvarpsins hafa umsagnaraðilar frá stofnunum og samtökum lýst yfir skorti á samráði við gerð frumvarpsins auk verulegra vankanta á efni frumvarpsins. Í yfirlýsingunni er tekið fram að mikilvægt sé að lagabreytingar sem þessar verði unnar í samráði og samtali við aðila sem starfa við málaflokkinn og hafa til þess sérþekkingu og reynslu. Hins vegar hafi við vinnslu núverandi frumvarps lítið verið horft til þess. Fyrra frumvarp heppnaðist vel vegna samráðs Samkvæmt yfirlýsingunni fólu lög um útlendinga, sem tóku gildi í upphafi árs 2017, í sér miklar réttarbætur fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd enda hafi þau verið unnin í þverfaglegu samráði við hin ýmsu hagsmunasamtök og stofnanir. Núverandi frumvarp hefur hins vegar verið gagnrýnt nokkuð vegna skorts á mannúðarsjónarmiðum sem hafi þurft að víkja fyrir skilvirkni. Þessi yfirlýsing félaganna bætist því ofan á urmul gagnrýnisradda sem heyrst hafa síðan málið var sett á dagskrá. Í fyrstu umræðu Alþingis um frumvarpið kom fram að mikil vinna væri fyrir höndum fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og að frumvarpið þyrfti að skoða afar vel og jafnvel kalla til sérfræðinga ef þörf er á. „Við viljum því með þessari sameiginlegu yfirlýsingu benda á að áður en lög sem þessi eru mótuð og skrifuð teljum við rétt að samráð verði haft við alla þá hagsmunaaðila sem að málaflokknum koma svo lögin tryggi að réttindi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd séu vernduð og virt í hvívetna. Þá fyrst verður hægt að ná þeirri þverfaglegu sátt sem tókst við mótun fyrri laga. Við skorum því á ríkisstjórnina að stíga skref til baka, dýpka samtalið og samráðið og þannig ná faglegri sátt líkt og áður hefur tekist“ segir að lokum í yfirlýsingunni frá samtökunum.
Innflytjendamál Alþingi Hælisleitendur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira