200 ára hlutleysi kastað á glæ Guttormur Þorsteinsson skrifar 18. maí 2022 07:00 Núna hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykkt að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu Nató og ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún muni styðja þá umsókn. Þessi umsnúningur í utanríkisstefnu þessara áður hlutlausu landa kemur kannski ekki mjög á óvart. Bæði löndin hafa unnið náið með Nató síðan Kalda stríðinu lauk og í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur orðið umsnúningur í afstöðu almennings til aðildar. Það er skiljanlegt að Svíar og Finnar hugi að öryggi sínu í ljósi þeirra hörmunga sem stríðið hefur kallað yfir Úkraínumenn. Það sem er torskildara er að ríkisstjórnir þessara landa skuli taka svona afdrifaríka ákvörðun án þess að boða þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef ákallið eftir aðild er svona sterkt meðal almennings ætti að vera sjálfsagt að staðfesta það með afgerandi hætti. Það tók marga áratugi fyrir þau sár að gróa sem innganga Íslands í Nató án þjóðaratkvæðagreiðslu opnaði árið 1949. Ísland hafði þó verið hlutlaust í mun skemmri tíma en Svíþjóð og Finnland nú. Það er spurning hvort að stjórnvöld vilji helst afgreiða þetta án of mikillar umræðu ef hún skyldi velta upp rökum sem mæla gegn þessari skyndilegu kúvendingu. Finnar hafa sjálfir fengið að finna fyrir innrás frá Rússlandi en eftir seinni heimsstyrjöld voru landamæri Sovétríkjanna og Finnlands ekki lengur tilefni til átaka. Svíar státa svo af 200 ára sögu hlutleysis sem hefur unnið landinu sess á alþjóðavettvangi. Á tímum Kalda stríðsins gátu sænsk stjórnvöld gagnrýnt framferði beggja risaveldanna og talað fyrir friði og kjarnorkuafvopnun. Eins og við höfum fengið að kynnast er þetta ekki samrýmanlegt Nató aðild. Nató er ekki bara bandalag um sameiginlegar varnir heldur hefur það tekið þátt í stríðsátökum fjarri landamærum sínum í Afganistan og Líbíu. Einstök Nató-ríki hafa svo skilið eftir sig sviðna jörð í Afríku og Mið-Austurlöndum síðustu ár. Pútín hefur enda notað það sem skálkaskjól og fyrirmynd í yfirgangi sínum og hernaði gagnvart nágrannaríkjum. Nató er líka kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til þess að beita kjarnavopnum að fyrra bragði og þrýstir á um að aðildarríki þess samþykki ekki Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ef óttinn við óútreiknanlegan og drottnunargjarna forseta Rússlands fær þjóðir til þess að leita skjóls í faðmi Nató ættu þær kannski að líta í kringum sig fyrst. Lýðræðið stendur höllum fótum í Bandaríkjunum og þau ráða því sem þau vilja innan Nató. Fátt virðist getað stoppað repúblikana frá því að sölsa undir sig öll völd og það er æ líklegra að Donald Trump setjist aftur í stól forseta, hvort sem hann fær næg atkvæði til þess eða ekki. Tyrkland er svo komið enn lengra á braut einræðis og er nú helsti þröskuldurinn í vegi aðildar Svíþjóðar og Finnlands að Nató. Erdogan forseti mun eflaust gera það að skilyrði að ríkin láti af stuðningi sínum við Kúrda sem eru grimmilega undirokaðir og sviptir grundvallarréttindum í Tyrklandi. Eins hræðilegt og stríðið í Úkraínu er þá hefur það líka sýnt fram á að Rússland er ekki eins öflugt herveldi og af er látið. Það er því sorglegt fyrir friðarsinna að þessar frændþjóðir okkar segi endanlega skilið við hlutleysi sitt og að rödd þeirra í þágu friðar verði kæfð innan bandalags sem ber mikla ábyrgð á mörgum verstu stríðsátökum síðustu áratuga, allt vegna stundarótta við annan fant. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson NATO Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Núna hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykkt að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu Nató og ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún muni styðja þá umsókn. Þessi umsnúningur í utanríkisstefnu þessara áður hlutlausu landa kemur kannski ekki mjög á óvart. Bæði löndin hafa unnið náið með Nató síðan Kalda stríðinu lauk og í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur orðið umsnúningur í afstöðu almennings til aðildar. Það er skiljanlegt að Svíar og Finnar hugi að öryggi sínu í ljósi þeirra hörmunga sem stríðið hefur kallað yfir Úkraínumenn. Það sem er torskildara er að ríkisstjórnir þessara landa skuli taka svona afdrifaríka ákvörðun án þess að boða þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef ákallið eftir aðild er svona sterkt meðal almennings ætti að vera sjálfsagt að staðfesta það með afgerandi hætti. Það tók marga áratugi fyrir þau sár að gróa sem innganga Íslands í Nató án þjóðaratkvæðagreiðslu opnaði árið 1949. Ísland hafði þó verið hlutlaust í mun skemmri tíma en Svíþjóð og Finnland nú. Það er spurning hvort að stjórnvöld vilji helst afgreiða þetta án of mikillar umræðu ef hún skyldi velta upp rökum sem mæla gegn þessari skyndilegu kúvendingu. Finnar hafa sjálfir fengið að finna fyrir innrás frá Rússlandi en eftir seinni heimsstyrjöld voru landamæri Sovétríkjanna og Finnlands ekki lengur tilefni til átaka. Svíar státa svo af 200 ára sögu hlutleysis sem hefur unnið landinu sess á alþjóðavettvangi. Á tímum Kalda stríðsins gátu sænsk stjórnvöld gagnrýnt framferði beggja risaveldanna og talað fyrir friði og kjarnorkuafvopnun. Eins og við höfum fengið að kynnast er þetta ekki samrýmanlegt Nató aðild. Nató er ekki bara bandalag um sameiginlegar varnir heldur hefur það tekið þátt í stríðsátökum fjarri landamærum sínum í Afganistan og Líbíu. Einstök Nató-ríki hafa svo skilið eftir sig sviðna jörð í Afríku og Mið-Austurlöndum síðustu ár. Pútín hefur enda notað það sem skálkaskjól og fyrirmynd í yfirgangi sínum og hernaði gagnvart nágrannaríkjum. Nató er líka kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til þess að beita kjarnavopnum að fyrra bragði og þrýstir á um að aðildarríki þess samþykki ekki Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ef óttinn við óútreiknanlegan og drottnunargjarna forseta Rússlands fær þjóðir til þess að leita skjóls í faðmi Nató ættu þær kannski að líta í kringum sig fyrst. Lýðræðið stendur höllum fótum í Bandaríkjunum og þau ráða því sem þau vilja innan Nató. Fátt virðist getað stoppað repúblikana frá því að sölsa undir sig öll völd og það er æ líklegra að Donald Trump setjist aftur í stól forseta, hvort sem hann fær næg atkvæði til þess eða ekki. Tyrkland er svo komið enn lengra á braut einræðis og er nú helsti þröskuldurinn í vegi aðildar Svíþjóðar og Finnlands að Nató. Erdogan forseti mun eflaust gera það að skilyrði að ríkin láti af stuðningi sínum við Kúrda sem eru grimmilega undirokaðir og sviptir grundvallarréttindum í Tyrklandi. Eins hræðilegt og stríðið í Úkraínu er þá hefur það líka sýnt fram á að Rússland er ekki eins öflugt herveldi og af er látið. Það er því sorglegt fyrir friðarsinna að þessar frændþjóðir okkar segi endanlega skilið við hlutleysi sitt og að rödd þeirra í þágu friðar verði kæfð innan bandalags sem ber mikla ábyrgð á mörgum verstu stríðsátökum síðustu áratuga, allt vegna stundarótta við annan fant. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar