Innlent

Leggja til að sameinað sveitarfélag fái nafnið Húnabyggð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra fékk flest atkvæði í nýsameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.
D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra fékk flest atkvæði í nýsameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Vísir/Vilhelm

D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra fékk flest atkvæði í sveitarstjórnarkosningum nýsameinaðs sveitafélags Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.

Samhliða sveitarstjórnarkosningum var lögð fram könnun fyrir íbúa um viðhorf þeirra til þriggja nafna á sameinað sveitarfélag. Langflestir, eða 443 völdu nafnið Húnabyggð, Blöndubyggð fékk 144 atkvæði og Húnavatnsbyggð fékk 53 atkvæði. Könnunin veðrur lögð fyrir nýja sveitarstjórn þegar hún tekur við. 

Á kjörskrá í sveitarfélaginu eru 957 en 801 greiddi atkvæði, eða 83,7% samkvæmt vef Blönduósbæjar. 

  • B-listi Framsóknarflokks og annarra framfarasinna 249 atkvæði
  • D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra 296 atkvæði
  • G-listi Gerum þetta saman 100 atkvæði
  • H-listi 140 atkvæði
  • Auðir seðlar 13
  • Ógildir seðlar 3

Sveitarstjórn verður því þannig skipuð: 

  • Guðmundur Haukur Jakobsson (D)
  • Ragnhildur Haraldsdóttir (D)
  • Zophonías Ari Lárusson (D)
  • Birgir Þór Haraldsson (D)
  • Auðunn Steinn Sigurðsson (B)
  • Elín Aradóttir (B)
  • Grímur Rúnar Lárusson (B)
  • Jón Gíslason (H)
  • Edda Brynleifsdóttir (G)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×