Á-listinn fékk meirihluta í Rangárþingi ytra með ellefu atkvæðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2022 13:55 Sveitarstjórnarfulltrúar Á-listans. Aðsend Litlu munaði að Sjálfstæðisflokkurinn bæri sigur úr bítum í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra á laugardag. Ellefu atkvæðum munaði, að sögn oddvita flokksins, að hann hefði fengið meirihluta. „Kæru vinir, mjótt var á munum eða einungis 11 atkvæði. Ég óska Á-listanum til hamingju með sigurinn og vona að þeirra forysta veðri sveitarfélaginu til góðs. D-listinn mun standa fyrir þeim gildum og þeirri stefnu sem við mörkuðum fyrir næsta kjörtímabil. Við munum styðja meirihlutann í góðum verkum og veita þeim öflugt aðhald þegar á þarf að halda.“ Þetta skrifar Ingvar Pétur Guðbjörnsson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra og bæjarstjóraefni flokksins, á Facebook. Mjótt var á munum, eins og Ingvar dregur fram, í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra en Á-listinn bar sigur úr bítum með aðeins ellefu atkvæðum. Á-listinn fékk 50,6% atkvæða og D-listinn 49,4%. Á listinn fær því fjóra menn kjörna og D-listinn þrjá. Eggert Valur Guðmundsson oddviti Á-listans mun taka við sveitarstjórn þegar kjörtímabilið hefst. Í sveitarstjórn fyrir Á-listann eru Eggert Valur, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Erla Sigríður Sigurðardóttir. Fyrir D-listann eru Ingvar Pétur, Eydís Þorbjörg Indriðadóttir og Björk Grétarsdóttir. „Ég þakka öllum þeim sem studdu D-listann í kosningunum, þakka þeim ótal mörgu sjálfboðaliðum sem lögðu baráttunni lið með margvíslegum hætti. Sú hjálp var ómetanleg. Það var gríðarlega góð stemning í okkar hópi og kosningabaráttan var skemmtileg. Listinn vann og vinnur afar þétt saman,“ skrifar Ingvar. „Að lokum ráða kjósendur, hver með sínu atkvæði, og ekki annað að gera en að taka niðurstöðunni. Nú er að þétta ráðirnar. Fjögur ár líða hratt.“ Ingvar Pétur var valinn oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu í mars en Ásmundur Friðriksson Alþingismaður sóttist eftir því að leiða listann. Ásmundur tilkynnti framboðið í lok janúar og hugðist hann hætta á þingi næði hann kjöri í Rangárþingi ytra. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Kæru vinir, mjótt var á munum eða einungis 11 atkvæði. Ég óska Á-listanum til hamingju með sigurinn og vona að þeirra forysta veðri sveitarfélaginu til góðs. D-listinn mun standa fyrir þeim gildum og þeirri stefnu sem við mörkuðum fyrir næsta kjörtímabil. Við munum styðja meirihlutann í góðum verkum og veita þeim öflugt aðhald þegar á þarf að halda.“ Þetta skrifar Ingvar Pétur Guðbjörnsson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra og bæjarstjóraefni flokksins, á Facebook. Mjótt var á munum, eins og Ingvar dregur fram, í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra en Á-listinn bar sigur úr bítum með aðeins ellefu atkvæðum. Á-listinn fékk 50,6% atkvæða og D-listinn 49,4%. Á listinn fær því fjóra menn kjörna og D-listinn þrjá. Eggert Valur Guðmundsson oddviti Á-listans mun taka við sveitarstjórn þegar kjörtímabilið hefst. Í sveitarstjórn fyrir Á-listann eru Eggert Valur, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir og Erla Sigríður Sigurðardóttir. Fyrir D-listann eru Ingvar Pétur, Eydís Þorbjörg Indriðadóttir og Björk Grétarsdóttir. „Ég þakka öllum þeim sem studdu D-listann í kosningunum, þakka þeim ótal mörgu sjálfboðaliðum sem lögðu baráttunni lið með margvíslegum hætti. Sú hjálp var ómetanleg. Það var gríðarlega góð stemning í okkar hópi og kosningabaráttan var skemmtileg. Listinn vann og vinnur afar þétt saman,“ skrifar Ingvar. „Að lokum ráða kjósendur, hver með sínu atkvæði, og ekki annað að gera en að taka niðurstöðunni. Nú er að þétta ráðirnar. Fjögur ár líða hratt.“ Ingvar Pétur var valinn oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu í mars en Ásmundur Friðriksson Alþingismaður sóttist eftir því að leiða listann. Ásmundur tilkynnti framboðið í lok janúar og hugðist hann hætta á þingi næði hann kjöri í Rangárþingi ytra.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira