Mun byrja á því að ræða við Rósu Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2022 08:11 Valdimar Víðisson er oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og skólastjóri Öldutúnsskóla. Vísir/Vilhelm Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, segir að Framsóknarmenn muni fyrst eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og oddvita Sjálfstæðismanna, í vikunni um hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi meirihlutasamstafi flokkanna í bæjarstjórn. Hann segir að það hafi legið fyrir fyrir kosningar að ef meirihlutinn myndi halda myndu flokkarnir byrja á því að ræða saman. Þetta sagði Valdimar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þar sem að við unnum ágætis sigur, náðum tveimur mönnum þá erum við í ágætis stöðu hvað varðar framhaldið. Við höfum sagt það allan tímann í baráttunni, og við stöndum við það, að ef meirihlutinn myndi halda þá myndum við byrja á því samtali. Formlega er ekkert farið af stað. Við erum enn í okkar hópi, Framsókn, að fara yfir okkar málefni og undirbúa okkur fyrir okkar fyrir næstu skref þess samtals.“ Ræddi bæði við Rósu og Guðmund Árna Valdimar segist hafa átt samtöl við Rósu um helgina og sömuleiðis hafi Guðmundur Árni verið í sambandi. „Þetta er enn allt með óformlegum hætti, en þetta formlega samtal fer af stað í vikunni við samstarfsflokk okkar á síðasta kjörtímabili og kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi. Það verður svo að koma í ljós hvernig það gengur.“ Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum nú. Á móti bætti Framsókn við sig manni og tryggði sér tvo bæjarfulltrúa. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Samfylkingin tryggði sér líkt og Sjálfstæðisflokkur fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Guðmundur Árni óskaði eftir því við oddvita Framsóknar í færslu á Facebook í gærkvöldi að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. 15. maí 2022 22:49 Lokatölur í Hafnarfirði: Samfylkingin vann mikinn sigur Samfylkingin bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Flokkurinn er á pari við Sjálfstæðisflokkinn en hvor flokkur er með fjóra bæjarfulltrúa. 15. maí 2022 04:31 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Hann segir að það hafi legið fyrir fyrir kosningar að ef meirihlutinn myndi halda myndu flokkarnir byrja á því að ræða saman. Þetta sagði Valdimar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þar sem að við unnum ágætis sigur, náðum tveimur mönnum þá erum við í ágætis stöðu hvað varðar framhaldið. Við höfum sagt það allan tímann í baráttunni, og við stöndum við það, að ef meirihlutinn myndi halda þá myndum við byrja á því samtali. Formlega er ekkert farið af stað. Við erum enn í okkar hópi, Framsókn, að fara yfir okkar málefni og undirbúa okkur fyrir okkar fyrir næstu skref þess samtals.“ Ræddi bæði við Rósu og Guðmund Árna Valdimar segist hafa átt samtöl við Rósu um helgina og sömuleiðis hafi Guðmundur Árni verið í sambandi. „Þetta er enn allt með óformlegum hætti, en þetta formlega samtal fer af stað í vikunni við samstarfsflokk okkar á síðasta kjörtímabili og kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi. Það verður svo að koma í ljós hvernig það gengur.“ Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum nú. Á móti bætti Framsókn við sig manni og tryggði sér tvo bæjarfulltrúa. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Samfylkingin tryggði sér líkt og Sjálfstæðisflokkur fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Guðmundur Árni óskaði eftir því við oddvita Framsóknar í færslu á Facebook í gærkvöldi að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. 15. maí 2022 22:49 Lokatölur í Hafnarfirði: Samfylkingin vann mikinn sigur Samfylkingin bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Flokkurinn er á pari við Sjálfstæðisflokkinn en hvor flokkur er með fjóra bæjarfulltrúa. 15. maí 2022 04:31 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. 15. maí 2022 22:49
Lokatölur í Hafnarfirði: Samfylkingin vann mikinn sigur Samfylkingin bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Flokkurinn er á pari við Sjálfstæðisflokkinn en hvor flokkur er með fjóra bæjarfulltrúa. 15. maí 2022 04:31